Hvunndagshetjur sem báru bala Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 12. desember 2014 15:00 Kristín Steinsdóttir „Svo var þvegið allan daginn hvernig sem viðraði.“ Vísir/GVA „Ef einhvers staðar á að lesa upp úr þessari bók þá er það í Laugardalnum,“ segir Kristín Steinsdóttir um Vonarlandið sem hún verður með í farteskinu í Café Flóru á morgun klukkan 14. Þar ætlar hún að lesa upp, spjalla við gesti um líf og aðstæður þvottakvennanna sem bókin fjallar um og svara spurningum. Að dagskrá lokinni býður hún þeim sem áhuga hafa að fylgja sér að þvottalaugunum. „Það er náttúrlega lítið að sjá í snjónum en við skoðum staðhætti eftir því sem við verður komið,“ segir hún og bætir við að oft hafi snjór verið í dalnum þegar konurnar voru þar við iðju sína. „Laugarnar voru þvottastaður Reykvíkinga áratugum eða öldum saman. Þar var haldið áfram að þvo alveg fram á 1970, þá var komið hús sem konurnar gátu hitað sér kaffisopa í og sest niður og þar voru komnar þvottavélar á vegum borgarinnar,“ lýsir Kristín. Saga hennar, Vonarlandið, gerist hins vegar löngu fyrr, áður en Laugavegurinn var byggður upp árið 1886. „Mínar konur löbbuðu ekki um hlaðinn Laugaveg og höfðu hvorki hjólbörur, kerrur né annað slíkt. Þær gengu um misgreiðfæra stíga og báru allt á bakinu. Héldu upp Bakarastíginn sem nú er Bankastræti, fram hjá vatnspóstunum, þar sem vatnsberarnir voru teknir til starfa eldsnemma á morgnana, beygðu niður Skuggahverfið sem dregur nafn af bænum Skugga, fóru alveg niður að sjó og meðfram fjörunni yfir Rauðarárósinn. Leiðin lá þar sem Borgartúnið liggur og yfir Fúlalæk sem rann þar sem Kringlumýrarbraut er nú. Hann var viðsjárverður. Þar lét kona lífið þegar hún féll niður af snjóhengju.“ Við fylgjum konunum enn í huganum skáhallt yfir Teigana sem þá hét Kirkjumýri og var stórhættuleg með mógröfum og mýrarkeldum, að sögn Kristínar. Eftir þriggja kílómetra göngu voru þær komnar inn í laugar. „Svo var þvegið allan daginn hvernig sem viðraði og margt bar á góma en ekkert hús höfðu þær til að fara inn í með bitann sinn. Á kvöldin gengu þær sömu leið til baka með blautan þvottinn á bakinu,“ segir Kristín. „Þetta voru hvunndagshetjur og maður spyr sig núna, hvernig var þetta hægt?“ Byggingin sem er við þvottalaugarnar nú hýsti rafstöð að sögn Kristínar. „Húsið sem þvottakonurnar höfðu til afnota hefur verið rifið. Það var samkomustaður kraftlyftingamanna undir lokin og hét Jakaból. Eftir að konurnar höfðu verið þar að lyfta bölum í áratugi komu kraftlyftingamennirnir og lyftu lóðum.“ Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ef einhvers staðar á að lesa upp úr þessari bók þá er það í Laugardalnum,“ segir Kristín Steinsdóttir um Vonarlandið sem hún verður með í farteskinu í Café Flóru á morgun klukkan 14. Þar ætlar hún að lesa upp, spjalla við gesti um líf og aðstæður þvottakvennanna sem bókin fjallar um og svara spurningum. Að dagskrá lokinni býður hún þeim sem áhuga hafa að fylgja sér að þvottalaugunum. „Það er náttúrlega lítið að sjá í snjónum en við skoðum staðhætti eftir því sem við verður komið,“ segir hún og bætir við að oft hafi snjór verið í dalnum þegar konurnar voru þar við iðju sína. „Laugarnar voru þvottastaður Reykvíkinga áratugum eða öldum saman. Þar var haldið áfram að þvo alveg fram á 1970, þá var komið hús sem konurnar gátu hitað sér kaffisopa í og sest niður og þar voru komnar þvottavélar á vegum borgarinnar,“ lýsir Kristín. Saga hennar, Vonarlandið, gerist hins vegar löngu fyrr, áður en Laugavegurinn var byggður upp árið 1886. „Mínar konur löbbuðu ekki um hlaðinn Laugaveg og höfðu hvorki hjólbörur, kerrur né annað slíkt. Þær gengu um misgreiðfæra stíga og báru allt á bakinu. Héldu upp Bakarastíginn sem nú er Bankastræti, fram hjá vatnspóstunum, þar sem vatnsberarnir voru teknir til starfa eldsnemma á morgnana, beygðu niður Skuggahverfið sem dregur nafn af bænum Skugga, fóru alveg niður að sjó og meðfram fjörunni yfir Rauðarárósinn. Leiðin lá þar sem Borgartúnið liggur og yfir Fúlalæk sem rann þar sem Kringlumýrarbraut er nú. Hann var viðsjárverður. Þar lét kona lífið þegar hún féll niður af snjóhengju.“ Við fylgjum konunum enn í huganum skáhallt yfir Teigana sem þá hét Kirkjumýri og var stórhættuleg með mógröfum og mýrarkeldum, að sögn Kristínar. Eftir þriggja kílómetra göngu voru þær komnar inn í laugar. „Svo var þvegið allan daginn hvernig sem viðraði og margt bar á góma en ekkert hús höfðu þær til að fara inn í með bitann sinn. Á kvöldin gengu þær sömu leið til baka með blautan þvottinn á bakinu,“ segir Kristín. „Þetta voru hvunndagshetjur og maður spyr sig núna, hvernig var þetta hægt?“ Byggingin sem er við þvottalaugarnar nú hýsti rafstöð að sögn Kristínar. „Húsið sem þvottakonurnar höfðu til afnota hefur verið rifið. Það var samkomustaður kraftlyftingamanna undir lokin og hét Jakaból. Eftir að konurnar höfðu verið þar að lyfta bölum í áratugi komu kraftlyftingamennirnir og lyftu lóðum.“
Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp