Sumt gott, annað ekki – en gaman Jónas Sen skrifar 10. desember 2014 12:30 „Greinilegt var að kórinn hafði gaman af því sem hann var að gera og það var smitandi,“ segir meðal annars í dómnum. Tónlist: Söngfjelagið flutti jólatónlist í Langholtskirkju sunnudaginn 7. desember. Stjórnandi: Hilmar Örn Agnarsson. Einsöngvarar: Björg Þórhallsdóttir og Hrólfur Sæmundsson. Svokallaðir sing along-tónleikar geta verið skemmtilegir. Slíkar samkomur einkennast af því að áheyrendur taka undir í söngnum. Þá er eins gott að sessunautur manns haldi lagi. Það væri ferlegt ef hann eða hún öskraði upp í eyrað á manni eitthvað falskt. Eða væri með ljóta rödd. Ég var heppinn að svo var ekki á tónleikum í Langholtskirkju á sunnudagskvöldið. Þarna kom fram blandaður kór, Söngfjelagið, sem laut stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar. Þetta voru jólatónleikar að breskum sið og fyrri hluti dagskrárinnar var helgaður lögum sem allir þekkja. Þar á meðal var Fögur er foldin, O Little Town of Bethlehem, o.s.frv. Tónlistarflutningurinn var pottþéttur, kraftmikill og lifandi. Tveir einsöngvarar voru á tónleikunum, þau Björg Þórhallsdóttir sópran og Hrólfur Sæmundsson barítón. Björg söng fallega og Hrólfur var stórglæsilegur, röddin var þétt og sterk. Ave María eftir Sigvalda Kaldalóns var áhrifarík hjá þeim tveimur, lagið var þrungið tilfinningu. Því miður syrti í álinn þegar hléið fór að nálgast. Dagskráin varð þá metnaðarfyllri, en frammistaðan oft síðri. Tónleikagestir hættu að syngja með er hér var komið sögu. Enda þekktu færri lögin sem voru á boðstólunum. Cantique de Jean Racine eftir Fauré olli t.d. vonbrigðum. Karlarnir í byrjun sungu svo loðið að það var hálf óskiljanlegt. Lagið í heild vantaði allan fókus. Svipað er að segja um frumflutninginn á Ave Maríu eftir Georg Kára Hilmarsson. Lagið sjálft virtist lofa góðu, laglínurnar voru áheyrilegar og hljómagangurinn sjarmerandi. En annaðhvort var raddsetningin bölvað klúður eða þá að kórinn söng svona illa. Þetta var nánast eins og veislusöngur í áttræðisafmæli þar sem hver syngur með sínu nefi. Ekki var þó allt slæmt á síðari hluta tónleikanna. Ég vil lofa eina þá eftir Báru Grímsdóttur var frábærlega sungin, skýr og samtaka. Og Hallelújakórinn úr Messíasi eftir Händel var alveg magnaður, tandurhreinn og þróttmikill. Hljóðfæraleikurinn var oftast fínn. Peter Tompkins spilaði á óbó og gerði það yfirleitt vel; sama var uppi á teningnum hjá Elísabetu Waage hörpuleikara. Undirleikur Martins Neary orgelleikara var líka fagmannlegur, en einleikur hans í Pastorale BWV 590 eftir Bach var síðri. Hraður kafli var býsna órólegur og eftir því óskýr, það var hálfgerður andarteppustíll á honum. En samt! Þrátt fyrir þá annmarka sem hér hafa verið taldir upp voru tónleikarnir ekki leiðinlegir. Greinilegt var að kórinn hafði gaman af því sem hann var að gera og það var smitandi. Sem aukalag söng hann We Wish You a Merry Christmas, en það mun vera siður í lok jólatónleika í Bretlandi. Kórinn hálfpartinn dansaði út úr kirkjunni um leið og hann söng lagið, sem var skemmtilegt. Óneitanlega var maður í jólaskapi að tónleikunum loknum.Niðurstaða: Dálítið misjafnir tónleikar, en fullir af gleði. Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Tónlist: Söngfjelagið flutti jólatónlist í Langholtskirkju sunnudaginn 7. desember. Stjórnandi: Hilmar Örn Agnarsson. Einsöngvarar: Björg Þórhallsdóttir og Hrólfur Sæmundsson. Svokallaðir sing along-tónleikar geta verið skemmtilegir. Slíkar samkomur einkennast af því að áheyrendur taka undir í söngnum. Þá er eins gott að sessunautur manns haldi lagi. Það væri ferlegt ef hann eða hún öskraði upp í eyrað á manni eitthvað falskt. Eða væri með ljóta rödd. Ég var heppinn að svo var ekki á tónleikum í Langholtskirkju á sunnudagskvöldið. Þarna kom fram blandaður kór, Söngfjelagið, sem laut stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar. Þetta voru jólatónleikar að breskum sið og fyrri hluti dagskrárinnar var helgaður lögum sem allir þekkja. Þar á meðal var Fögur er foldin, O Little Town of Bethlehem, o.s.frv. Tónlistarflutningurinn var pottþéttur, kraftmikill og lifandi. Tveir einsöngvarar voru á tónleikunum, þau Björg Þórhallsdóttir sópran og Hrólfur Sæmundsson barítón. Björg söng fallega og Hrólfur var stórglæsilegur, röddin var þétt og sterk. Ave María eftir Sigvalda Kaldalóns var áhrifarík hjá þeim tveimur, lagið var þrungið tilfinningu. Því miður syrti í álinn þegar hléið fór að nálgast. Dagskráin varð þá metnaðarfyllri, en frammistaðan oft síðri. Tónleikagestir hættu að syngja með er hér var komið sögu. Enda þekktu færri lögin sem voru á boðstólunum. Cantique de Jean Racine eftir Fauré olli t.d. vonbrigðum. Karlarnir í byrjun sungu svo loðið að það var hálf óskiljanlegt. Lagið í heild vantaði allan fókus. Svipað er að segja um frumflutninginn á Ave Maríu eftir Georg Kára Hilmarsson. Lagið sjálft virtist lofa góðu, laglínurnar voru áheyrilegar og hljómagangurinn sjarmerandi. En annaðhvort var raddsetningin bölvað klúður eða þá að kórinn söng svona illa. Þetta var nánast eins og veislusöngur í áttræðisafmæli þar sem hver syngur með sínu nefi. Ekki var þó allt slæmt á síðari hluta tónleikanna. Ég vil lofa eina þá eftir Báru Grímsdóttur var frábærlega sungin, skýr og samtaka. Og Hallelújakórinn úr Messíasi eftir Händel var alveg magnaður, tandurhreinn og þróttmikill. Hljóðfæraleikurinn var oftast fínn. Peter Tompkins spilaði á óbó og gerði það yfirleitt vel; sama var uppi á teningnum hjá Elísabetu Waage hörpuleikara. Undirleikur Martins Neary orgelleikara var líka fagmannlegur, en einleikur hans í Pastorale BWV 590 eftir Bach var síðri. Hraður kafli var býsna órólegur og eftir því óskýr, það var hálfgerður andarteppustíll á honum. En samt! Þrátt fyrir þá annmarka sem hér hafa verið taldir upp voru tónleikarnir ekki leiðinlegir. Greinilegt var að kórinn hafði gaman af því sem hann var að gera og það var smitandi. Sem aukalag söng hann We Wish You a Merry Christmas, en það mun vera siður í lok jólatónleika í Bretlandi. Kórinn hálfpartinn dansaði út úr kirkjunni um leið og hann söng lagið, sem var skemmtilegt. Óneitanlega var maður í jólaskapi að tónleikunum loknum.Niðurstaða: Dálítið misjafnir tónleikar, en fullir af gleði.
Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira