Tónleikagestir fá að taka undir Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 6. desember 2014 10:45 Söngfjelagið var stofnað fyrir þremur árum og auk þess að fagna sumri í Iðnó eru aðventutónleikar fastur liður í starfsemi þess. „Elsta lagið á tónleikunum er frá miðöldum en uppruna flestra jólalaganna má rekja til síðari hluta 19. aldar, sem kallaður hefur verið Viktoríutíminn. Öll eru þau í anda enskrar jólahefðar,“ segir Hilmar Örn Agnarsson um aðventutónleika Söngfélagsins sem verða á morgun í Langholtskirkju klukkan 16 og 20. Hilmar Örn segir mikla vakningu hafa orðið í varðveislu og skráningu á þjóðlögum og mörg ný jólalög og sálma hafa litið dagsins ljós á Viktoríutímanum. Það hafi orðið til að efla jólin sem fagnaðarhátíð alþýðunnar. „Tónlistin einkennist af gleði og fögnuði og hún hefur notið vinsælda víða um heim um árabil,“ segir Hilmar Örn og bætir við: „Líkt og tíðkast ytra gefst gestum kjörið tækifæri til að taka undir með kórnum í sígildum jólalögum.“ Í bland við ensku jólalögin verður flutt frönsk og íslensk jólatónlist auk þess sem frumflutt verður jólalag Söngfjelagsins 2014, Ave Maria, eftir Georg Kára Hilmarsson. Fyrrverandi organisti í Westminster Abbey verður meðal sérlegra gesta Söngfjelagsins á jólatónleikunum. Hann heitir Martin Neary. Auk hans verða þau Björg Þórhallsdóttir sópransöngkona, Hrólfur Sæmundsson barítón, og Adrian Peacock djúpbassi með á tónleikunum. Elísabet Waage leikur á hörpu og Peter Tompkins á óbó. Menning Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Elsta lagið á tónleikunum er frá miðöldum en uppruna flestra jólalaganna má rekja til síðari hluta 19. aldar, sem kallaður hefur verið Viktoríutíminn. Öll eru þau í anda enskrar jólahefðar,“ segir Hilmar Örn Agnarsson um aðventutónleika Söngfélagsins sem verða á morgun í Langholtskirkju klukkan 16 og 20. Hilmar Örn segir mikla vakningu hafa orðið í varðveislu og skráningu á þjóðlögum og mörg ný jólalög og sálma hafa litið dagsins ljós á Viktoríutímanum. Það hafi orðið til að efla jólin sem fagnaðarhátíð alþýðunnar. „Tónlistin einkennist af gleði og fögnuði og hún hefur notið vinsælda víða um heim um árabil,“ segir Hilmar Örn og bætir við: „Líkt og tíðkast ytra gefst gestum kjörið tækifæri til að taka undir með kórnum í sígildum jólalögum.“ Í bland við ensku jólalögin verður flutt frönsk og íslensk jólatónlist auk þess sem frumflutt verður jólalag Söngfjelagsins 2014, Ave Maria, eftir Georg Kára Hilmarsson. Fyrrverandi organisti í Westminster Abbey verður meðal sérlegra gesta Söngfjelagsins á jólatónleikunum. Hann heitir Martin Neary. Auk hans verða þau Björg Þórhallsdóttir sópransöngkona, Hrólfur Sæmundsson barítón, og Adrian Peacock djúpbassi með á tónleikunum. Elísabet Waage leikur á hörpu og Peter Tompkins á óbó.
Menning Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira