Rammaáætlun Orkuseturs Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 5. desember 2014 07:00 Enn og aftur er allt í uppnámi vegna Rammaáætlunar og lítil von til þess að sátt náist um virkjunarkosti þar. Það er þó önnur áætlun í gangi, Rammaáætlun Orkuseturs, en þar er enginn biðflokkur og virkjunarframkvæmdir nú þegar hafnar af krafti. Áður en það líður yfir landverndarfólk er rétt að nefna að þessar framkvæmdir hafa engin áhrif á náttúru landsins. Hér verða kynntir tveir virkjunarkostir sem losa umtalsvert magn raforku með gríðarlegri hagkvæmni. Þessir virkjunarkostir hafa líka þann kost að áhrif þeirra eru mest á dimmasta og kaldasta tíma ársins þegar vatnsaflsvirkjanir okkar eiga hvað erfiðast.Ljósavirkjun Glóperan góða hefur nú hvatt landsmenn eftir um hundrað ára þjónustu á Íslandi og ný ljóstækni tekur nú við. Glóperan féll á orkunýtniprófinu þar sem alltof stór hluti raforkunnar tapast sem hiti. Margir benda réttilega á að samkvæmt eðlisfræðilögmálum tapast enginn orka heldur breytist hún einungis úr einni mynd yfir í aðra. Þessar ólíku myndir orkunnar, í þessu tilfelli raforka og hitaorka, eru hins vegar misverðmætar. Á Íslandi kostar til dæmis raforka um 14 kr./kWst en hitaorka frá jarðvarma aðeins um 3 kr./kWst. Það er því lítið vit í því að hita hús með glatvarma úr glóperum. Nýja ljóstæknin þarf minna afl til að skila sama ljósmagni og þannig spara heimilin orku og peninga án þessa að glata neinum lífsgæðum. Orkusetur hefur sett í loftið ljóstímareiknivél bæði á vefinn og sem app. Reiknivélin á að aðstoða neytendur að átta sig á hvað ljóstíminn kostar í raun fyrir mismunandi perur. Hagkvæmni peranna ræðst af stofnkostnaði, rekstrarkostnaði og endingu. Þegar kostnaður á ljóstíma er skoðaður kemur í ljós að í raun eru LED- og flúrperur hagstæðustu lausnirnar. Landsmenn eru þegar byrjaðir á þessum ljósaskiptum og ekki nóg með að þeir lækki eigin kostnað þá spara þeir tugi milljóna kWst sem nýta má í nýja atvinnuuppbyggingu. Þetta köllum við að virkja innan kerfis enda eru allar rafeindir, sem sparast, til þjónustu reiðubúnar annars staðar í kerfinu. Einnig lækkar aflþörfin sem eykur heildarnýtni raforkukerfisins.Varmadæluvirkjun Sem betur fer eiga Íslendingar jarðhitann sem sér 90% landsmanna fyrir ódýrri og umhverfisvænni húshitun. Þau 10 prósent sem ekki hafa aðgang að jarðhita þurfa hins vegar að notast við rafhitun sem er mun dýrari húshitunarkostur þó að ríkið niðurgreiði rafhitun að hluta. Þrátt fyrir að hlutfallslega fáir íbúar búi við rafhitun þá er hún umfangsmikill hluti af almennri raforkunotkun í landinu. Með varmadælum er hægt að fá 2-5 kWst af hitaorku úr hverri kWst af raforku sem knýr dæluna á meðan bein rafhitun skilar aðeins einni kWst af hita fyrir hverja kWst raforku sem fer inn í húsið. Með notkun varmadæla má því mæta sömu hitunarþörfinni með færri kWst af hágæða raforku. Varmadælur lækka orkureikning íbúa en líka niðurgreiðsluþörf Ríkissjóðs. Til að lækka stofnkostnað varmadæluframkvæmda er nú boðið upp á eingreiðslur fyrir lögheimili auk þess sem hægt er að sækja um endurgreiðslu á virðisaukaskattinum sem dælunum fylgir. Á heimasíðu Orkuseturs má finna reiknivélar sem reikna hagkvæmni varmadæla.Alvöru virkjunarkostur Með einföldun má segja að ef rafhitun og raforkunotkun lýsingar yrði helminguð með varmadælum og sparperum þá myndu losna um 300-500 GWst í raforkukerfinu sem samsvarar um 50-100 MW virkjun. Þessi virkjun þarf ekkert umhverfismat og festist aldrei í bið- eða verndarflokki. Á meðan Íslendingar deila um virkjunarkosti Rammaáætlunar rísa nú orkusparnaðarvirkjanir bak við tjöldin öllum landsmönnum til hagsbóta. Mögulega verður orkan sem þú notar í næsta bíltúr á rafbílnum þínum aðgengileg vegna nýrrar varmadælu eða sparperu hjá þér eða öðrum framsýnum landsmönnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Enn og aftur er allt í uppnámi vegna Rammaáætlunar og lítil von til þess að sátt náist um virkjunarkosti þar. Það er þó önnur áætlun í gangi, Rammaáætlun Orkuseturs, en þar er enginn biðflokkur og virkjunarframkvæmdir nú þegar hafnar af krafti. Áður en það líður yfir landverndarfólk er rétt að nefna að þessar framkvæmdir hafa engin áhrif á náttúru landsins. Hér verða kynntir tveir virkjunarkostir sem losa umtalsvert magn raforku með gríðarlegri hagkvæmni. Þessir virkjunarkostir hafa líka þann kost að áhrif þeirra eru mest á dimmasta og kaldasta tíma ársins þegar vatnsaflsvirkjanir okkar eiga hvað erfiðast.Ljósavirkjun Glóperan góða hefur nú hvatt landsmenn eftir um hundrað ára þjónustu á Íslandi og ný ljóstækni tekur nú við. Glóperan féll á orkunýtniprófinu þar sem alltof stór hluti raforkunnar tapast sem hiti. Margir benda réttilega á að samkvæmt eðlisfræðilögmálum tapast enginn orka heldur breytist hún einungis úr einni mynd yfir í aðra. Þessar ólíku myndir orkunnar, í þessu tilfelli raforka og hitaorka, eru hins vegar misverðmætar. Á Íslandi kostar til dæmis raforka um 14 kr./kWst en hitaorka frá jarðvarma aðeins um 3 kr./kWst. Það er því lítið vit í því að hita hús með glatvarma úr glóperum. Nýja ljóstæknin þarf minna afl til að skila sama ljósmagni og þannig spara heimilin orku og peninga án þessa að glata neinum lífsgæðum. Orkusetur hefur sett í loftið ljóstímareiknivél bæði á vefinn og sem app. Reiknivélin á að aðstoða neytendur að átta sig á hvað ljóstíminn kostar í raun fyrir mismunandi perur. Hagkvæmni peranna ræðst af stofnkostnaði, rekstrarkostnaði og endingu. Þegar kostnaður á ljóstíma er skoðaður kemur í ljós að í raun eru LED- og flúrperur hagstæðustu lausnirnar. Landsmenn eru þegar byrjaðir á þessum ljósaskiptum og ekki nóg með að þeir lækki eigin kostnað þá spara þeir tugi milljóna kWst sem nýta má í nýja atvinnuuppbyggingu. Þetta köllum við að virkja innan kerfis enda eru allar rafeindir, sem sparast, til þjónustu reiðubúnar annars staðar í kerfinu. Einnig lækkar aflþörfin sem eykur heildarnýtni raforkukerfisins.Varmadæluvirkjun Sem betur fer eiga Íslendingar jarðhitann sem sér 90% landsmanna fyrir ódýrri og umhverfisvænni húshitun. Þau 10 prósent sem ekki hafa aðgang að jarðhita þurfa hins vegar að notast við rafhitun sem er mun dýrari húshitunarkostur þó að ríkið niðurgreiði rafhitun að hluta. Þrátt fyrir að hlutfallslega fáir íbúar búi við rafhitun þá er hún umfangsmikill hluti af almennri raforkunotkun í landinu. Með varmadælum er hægt að fá 2-5 kWst af hitaorku úr hverri kWst af raforku sem knýr dæluna á meðan bein rafhitun skilar aðeins einni kWst af hita fyrir hverja kWst raforku sem fer inn í húsið. Með notkun varmadæla má því mæta sömu hitunarþörfinni með færri kWst af hágæða raforku. Varmadælur lækka orkureikning íbúa en líka niðurgreiðsluþörf Ríkissjóðs. Til að lækka stofnkostnað varmadæluframkvæmda er nú boðið upp á eingreiðslur fyrir lögheimili auk þess sem hægt er að sækja um endurgreiðslu á virðisaukaskattinum sem dælunum fylgir. Á heimasíðu Orkuseturs má finna reiknivélar sem reikna hagkvæmni varmadæla.Alvöru virkjunarkostur Með einföldun má segja að ef rafhitun og raforkunotkun lýsingar yrði helminguð með varmadælum og sparperum þá myndu losna um 300-500 GWst í raforkukerfinu sem samsvarar um 50-100 MW virkjun. Þessi virkjun þarf ekkert umhverfismat og festist aldrei í bið- eða verndarflokki. Á meðan Íslendingar deila um virkjunarkosti Rammaáætlunar rísa nú orkusparnaðarvirkjanir bak við tjöldin öllum landsmönnum til hagsbóta. Mögulega verður orkan sem þú notar í næsta bíltúr á rafbílnum þínum aðgengileg vegna nýrrar varmadælu eða sparperu hjá þér eða öðrum framsýnum landsmönnum.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun