Körfubolti

Maggi Gunn snýr aftur í Sláturhúsið

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Taphrina. Magnús Þór og félagar hafa tapað fjórum í röð. Fréttblaðið/Ernir
Taphrina. Magnús Þór og félagar hafa tapað fjórum í röð. Fréttblaðið/Ernir Fréttablaðið/Ernir
Níunda umferð Dominos-deildar karla í körfubolta verður spiluð í heild sinni í kvöld. Suðurnesjastórveldin Keflavík og Grindavík eigast við í Sláturhúsinu í Reykjanesbæ í viðureign tveggja liða í vandræðum.

Keflvíkingar eru búnir að tapa tveimur leikjum í röð og eru um miðja deild með átta stig eftir átta leiki, en Grindjánar eru búnir að tapa fjórum leikjum í röð og verma tíunda sæti deildarinnar, aðeins búnir að vinna tvo leiki.

Keflvíkingurinn Magnús Þór Gunnarsson snýr aftur í Sláturhúsið í kvöld í gulum búningi Grindavíkur, en hann hefur unnið ófáa titlana með liði Keflavíkur.

Þetta verður í fjórða skiptið sem hann spilar gegn uppeldisfélagi sínu á gamla heimavellinum, en þangað mætti hann þrívegis í grænum búningi Njarðvíkur 2009 og 2010

Magnús var í sigurliði í fyrsta sinn sem hann sneri aftur í TM-höllina, en tapaði svo tveimur næstu leikjum í deild og bikar með Njarðvík. Nú er bara spurning hvort hann nái að vinna í gulu á gamla heimavellinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×