Þarf ekkert jólaskraut í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2014 06:00 Þekkja þessa ágætlega. Jón Margeir Sverrisson og Thelma Björg Björnsdóttir hafa bæði handleikið þessa bikara áður en þau voru valin íþróttafólk ársins hjá fötluðum í gær. Fréttablaðið/Vilhelm Íþróttasamband fatlaðra hélt upp á alþjóðlegan dag fatlaðra á besta mögulegan hátt í gær þegar sambandið verðlaunaði besta íþróttafólks ársins úr sínum röðum í árlegu kaffiboði sínu á Radisson SAS á Hótel Sögu. Jón Margeir Sverrisson og Thelma Björg Björnsdóttir voru valin íþróttafólk ársins og þá fékk Knattspyrnusamband Íslands hvataverðlaun ÍF. Jón Margeir Sverrisson setti nýtt met í gær en hann varð þá fyrsti karlmaðurinn sem er kosinn fjórum sinnum Íþróttamaður ársins hjá fötluðum. Jón Margeir bætti met Hauks Gunnarssonar og Jóns Odds Halldórssonar sem höfðu fengið þessi verðlaun þrisvar. Jón Margeir var kosinn íþróttamaður ársins þrjú ár í röð frá 2010 til 2012 en missti bikarinn til Helga Sveinssonar í fyrra. „Nú er bikarinn kominn aftur til mín og ég fæ hann líka vonandi aftur á næsta ári og líka eftir Ríó. Við sjáum bara til hvernig gengur en það er nóg framundan,“ sagði Jón Margeir en hann er með metnaðinn í botni. Jón Margeir á reyndar talsvert í að bæta met Kristínar Rósar Halldórsdóttur sem fékk þessi verðlaun tólf sinnum. Jón Margeir endaði árið með því að setja tvö heimsmet og þrjú Evrópumet sömu helgi og hann hélt upp á 22 ára afmælið sitt. Alls urðu Evrópumetin fjögur á árinu. „Ég náði að halda vel upp á afmælið mitt úti í Manchester,“ sagði Jón Margeir brosandi en hann varð Evrópumeistari í ágúst. „Ég náði stóru afreki og mínu besta afreki á árinu á Evrópumeistaramótinu. Það var flottur árangur þar en vonandi verða bara HM og Ólympíuleikarnir ennþá flottari,“ sagði Jón Margeir.Ekki hræddur við pressu „Það er alltaf pressa en ég er ánægður að hafa flotta samkeppni og það er líka gott að hafa góða styrktaraðila á bak við mig. Ég er ekki hræddur við neina pressu. Maður þarf bara að harka af sér og keyra á þetta í hverju einasta móti,“ sagði Jón Margeir. Jón Margeir fékk mikla samkeppni frá Helga Sveinssyni, fráfarandi Íþróttamanni ársins hjá fötluðum, en þeir urðu báðir Evrópumeistarar á árinu. „Ég og Helgi erum góðir félagar og við eigum í flottri samkeppni um að ná í þennan bikar. Við hvetjum alltaf hvor annan áfram,“ segir Jón Margeir. „Við sjáum til hvort við náum verðlaunum á HM á næsta ári eða á Ólympíuleikunum 2016 en ég stefni í það minnsta á gull á báðum mótum,“ segir Jón Margeir. En hefur hann pláss fyrir öll þessi verðlaun? „Það er svo lítið pláss heima hjá mér þannig að við þurfum að færa eitthvað til að koma bikarnum fyrir. Ég geymi öll verðlaunin í herbergi og það er alveg orðið fullt. Ég þarf ekkert að hugsa um neitt jólaskraut því medalíurnar eru mitt jólaskraut,“ sagði Jón Margeir Sverrisson léttur.Ætlar sér að vinna þrjú ár í röð „Ég er rosalega ánægð með þetta,“ sagði Thelma Björg Björnsdóttir skælbrosandi en hún var annað árið í röð kosin íþróttakona ársins hjá fötluðum. Thelma Björg setti alls 43 Íslandsmet á þessu ári, fimm fleiri en í fyrra. „Þetta var ólíkt ár því í fyrra og aðalástæðan var Evrópumeistaramótið,“ sagði Thelma Björg en hún vann sín fyrstu verðlaun á EM í Eindhoven þegar hún tryggði sér brons. Ég geymi verðlaunapeninginn minn í herberginu mínu svo að ég sjái hann alltaf,“ sagði Thelma. Hún segist aldrei fá leið á sundinu þótt að það fari mikill tími í æfingarnar. En ætlar hún að vinna þessi verðlaun þrjú ár í röð? „Já,“ svarar Thelma Björg um leið. Það er enginn vafi í hennar huga. Hún keppir á heimsmeistaramótinu á næsta ári og þá er hún farin að hugsa um Ólympíumótið í Ríó. „Kannski kemst ég á pall á HM,“ sagði Thelma.Með mikið keppnisskap „Ég er mjög stolt af henni. Þetta er rosalegur árangur enda er hún rosalega kappsöm og samviskusöm. Það er mikið keppnisskap í henni,“ sagði landsliðsþjálfarinn Kristín Guðmundsdóttir en hún var einnig fyrsti þjálfari Thelmu Bjargar. Thelma Björg var róleg í yfirlýsingunum þegar hún var komin með bikarinn í hendurnar en brosið var innilegt. „Hún er hógvær dama,“ sagði Kristín en hvernig fer Thelma að því að setja 81 Íslandsmet á tveimur árum. „Það er mikil þjálfun og mikið keppnisskap sem er að skila henni þessu. Hún er líka með rosalega gott utanumhald og gott stuðningsnet í foreldrum, þjálfurum og öllum í kringum sig. Það helst allt í hendur,“ sagði Kristín og hún á góðar minningar frá því þegar Thelma kom fyrst til hennar.Lofaði að fara með henni til Ríó „Við ætlum saman til Ríó. Ég er íþróttakennari og sundkennari og byrjaði að kenna henni í fyrsta bekk. Ég kom henni af stað í sundinu og hef síðan verið að fara með henni út sem landsliðsþjálfari. Ég sá þetta rosalega góða keppnisskap strax í fyrsta bekk og ég lofaði henni því þegar hún var að stíga sín fyrstu skref að ég ætlaði með henni til Ríó,“ sagði Kristín en síðan eru liðin sjö ár og nú er stelpan á góðri leið inn á leikana eftir tæp tvö ár. „Það er mjög gaman að sjá að hún sé komin svona langt og hjálpar mér líka rosalega mikið í að halda áfram,“ segir Kristín sem hefur sjálf unnið frábært starf með fötluðum. Fréttir ársins 2014 Innlendar Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sjá meira
Íþróttasamband fatlaðra hélt upp á alþjóðlegan dag fatlaðra á besta mögulegan hátt í gær þegar sambandið verðlaunaði besta íþróttafólks ársins úr sínum röðum í árlegu kaffiboði sínu á Radisson SAS á Hótel Sögu. Jón Margeir Sverrisson og Thelma Björg Björnsdóttir voru valin íþróttafólk ársins og þá fékk Knattspyrnusamband Íslands hvataverðlaun ÍF. Jón Margeir Sverrisson setti nýtt met í gær en hann varð þá fyrsti karlmaðurinn sem er kosinn fjórum sinnum Íþróttamaður ársins hjá fötluðum. Jón Margeir bætti met Hauks Gunnarssonar og Jóns Odds Halldórssonar sem höfðu fengið þessi verðlaun þrisvar. Jón Margeir var kosinn íþróttamaður ársins þrjú ár í röð frá 2010 til 2012 en missti bikarinn til Helga Sveinssonar í fyrra. „Nú er bikarinn kominn aftur til mín og ég fæ hann líka vonandi aftur á næsta ári og líka eftir Ríó. Við sjáum bara til hvernig gengur en það er nóg framundan,“ sagði Jón Margeir en hann er með metnaðinn í botni. Jón Margeir á reyndar talsvert í að bæta met Kristínar Rósar Halldórsdóttur sem fékk þessi verðlaun tólf sinnum. Jón Margeir endaði árið með því að setja tvö heimsmet og þrjú Evrópumet sömu helgi og hann hélt upp á 22 ára afmælið sitt. Alls urðu Evrópumetin fjögur á árinu. „Ég náði að halda vel upp á afmælið mitt úti í Manchester,“ sagði Jón Margeir brosandi en hann varð Evrópumeistari í ágúst. „Ég náði stóru afreki og mínu besta afreki á árinu á Evrópumeistaramótinu. Það var flottur árangur þar en vonandi verða bara HM og Ólympíuleikarnir ennþá flottari,“ sagði Jón Margeir.Ekki hræddur við pressu „Það er alltaf pressa en ég er ánægður að hafa flotta samkeppni og það er líka gott að hafa góða styrktaraðila á bak við mig. Ég er ekki hræddur við neina pressu. Maður þarf bara að harka af sér og keyra á þetta í hverju einasta móti,“ sagði Jón Margeir. Jón Margeir fékk mikla samkeppni frá Helga Sveinssyni, fráfarandi Íþróttamanni ársins hjá fötluðum, en þeir urðu báðir Evrópumeistarar á árinu. „Ég og Helgi erum góðir félagar og við eigum í flottri samkeppni um að ná í þennan bikar. Við hvetjum alltaf hvor annan áfram,“ segir Jón Margeir. „Við sjáum til hvort við náum verðlaunum á HM á næsta ári eða á Ólympíuleikunum 2016 en ég stefni í það minnsta á gull á báðum mótum,“ segir Jón Margeir. En hefur hann pláss fyrir öll þessi verðlaun? „Það er svo lítið pláss heima hjá mér þannig að við þurfum að færa eitthvað til að koma bikarnum fyrir. Ég geymi öll verðlaunin í herbergi og það er alveg orðið fullt. Ég þarf ekkert að hugsa um neitt jólaskraut því medalíurnar eru mitt jólaskraut,“ sagði Jón Margeir Sverrisson léttur.Ætlar sér að vinna þrjú ár í röð „Ég er rosalega ánægð með þetta,“ sagði Thelma Björg Björnsdóttir skælbrosandi en hún var annað árið í röð kosin íþróttakona ársins hjá fötluðum. Thelma Björg setti alls 43 Íslandsmet á þessu ári, fimm fleiri en í fyrra. „Þetta var ólíkt ár því í fyrra og aðalástæðan var Evrópumeistaramótið,“ sagði Thelma Björg en hún vann sín fyrstu verðlaun á EM í Eindhoven þegar hún tryggði sér brons. Ég geymi verðlaunapeninginn minn í herberginu mínu svo að ég sjái hann alltaf,“ sagði Thelma. Hún segist aldrei fá leið á sundinu þótt að það fari mikill tími í æfingarnar. En ætlar hún að vinna þessi verðlaun þrjú ár í röð? „Já,“ svarar Thelma Björg um leið. Það er enginn vafi í hennar huga. Hún keppir á heimsmeistaramótinu á næsta ári og þá er hún farin að hugsa um Ólympíumótið í Ríó. „Kannski kemst ég á pall á HM,“ sagði Thelma.Með mikið keppnisskap „Ég er mjög stolt af henni. Þetta er rosalegur árangur enda er hún rosalega kappsöm og samviskusöm. Það er mikið keppnisskap í henni,“ sagði landsliðsþjálfarinn Kristín Guðmundsdóttir en hún var einnig fyrsti þjálfari Thelmu Bjargar. Thelma Björg var róleg í yfirlýsingunum þegar hún var komin með bikarinn í hendurnar en brosið var innilegt. „Hún er hógvær dama,“ sagði Kristín en hvernig fer Thelma að því að setja 81 Íslandsmet á tveimur árum. „Það er mikil þjálfun og mikið keppnisskap sem er að skila henni þessu. Hún er líka með rosalega gott utanumhald og gott stuðningsnet í foreldrum, þjálfurum og öllum í kringum sig. Það helst allt í hendur,“ sagði Kristín og hún á góðar minningar frá því þegar Thelma kom fyrst til hennar.Lofaði að fara með henni til Ríó „Við ætlum saman til Ríó. Ég er íþróttakennari og sundkennari og byrjaði að kenna henni í fyrsta bekk. Ég kom henni af stað í sundinu og hef síðan verið að fara með henni út sem landsliðsþjálfari. Ég sá þetta rosalega góða keppnisskap strax í fyrsta bekk og ég lofaði henni því þegar hún var að stíga sín fyrstu skref að ég ætlaði með henni til Ríó,“ sagði Kristín en síðan eru liðin sjö ár og nú er stelpan á góðri leið inn á leikana eftir tæp tvö ár. „Það er mjög gaman að sjá að hún sé komin svona langt og hjálpar mér líka rosalega mikið í að halda áfram,“ segir Kristín sem hefur sjálf unnið frábært starf með fötluðum.
Fréttir ársins 2014 Innlendar Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sjá meira