Björgunargjald er ekki til umræðu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 2. desember 2014 07:00 Formaður Landsbjargar segir björgunargjald ekki vera til umræðu. vísir/ernir/vilhelm Hörður Már Harðarson, formaður Landsbjargar, segir innheimtu björgunargjalds ekki koma til greina. Þannig hafi fyrirkomulagið verið og ekki standi til að breyta því. „Opinberar stofnanir hafa eftirlit með því hvort ekki sé allt í röð og reglu. Landsbjörg er hins vegar sjálfboðaliðasamtök sem fólk leitar til í algjörri neyð fari eitthvað úrskeiðis,“ segir Hörður. Ekki komi til greina að rukka einstaklinga eða fyrirtæki um björgunargjald nema háttsemi þeirra hafi verið forkastanleg. Líkt og hafi verið raunin fyrir tveimur árum þegar bjarga þurfti ferðamanni sem hafði hunsað lokun á Lakavegi. Hörður segir að björgunarsveitarfólki sé slétt sama þótt þakplötur eða trampólín skemmist. Farið sé í útköll til að koma í veg fyrir fok og að tjón verði á fólki og stærri eignum. „Við höldum áfram að fara út að aðstoða fólk þegar mikið liggur við. Það er hins vegar hálfergjandi að þurfa að huga að sama grillinu eða þakinu tvö útköll í röð,“ segir Hörður. Hann bætir við að fólk eigi að geta treyst á björgunarsveitina en einnig eigi það að gera allt sem í valdi þess stendur til að hindra það að kalla þurfi hana út. Kostnaðinn segir hann svo vera aukaatriði. Aðalmálið sé að enginn hafi slasast og ekkert stórtjón orðið. Veður Tengdar fréttir Veltir því fyrir sér hvort dauðir hlutir séu mikilvægari en mannslíf „Mannslíf og heilsa eru óbætanleg verðmæti, en því miður virðist svo vera sem að of stór hluti björgunarsveitamanna og þeirra sem aðstoð okkar þiggja þyki okkar líf og heilsa minna virði en annarra. Jafnvel minna virði en heil húsþök eða einstaka bárujárnsplötur.“ 1. desember 2014 15:02 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Hörður Már Harðarson, formaður Landsbjargar, segir innheimtu björgunargjalds ekki koma til greina. Þannig hafi fyrirkomulagið verið og ekki standi til að breyta því. „Opinberar stofnanir hafa eftirlit með því hvort ekki sé allt í röð og reglu. Landsbjörg er hins vegar sjálfboðaliðasamtök sem fólk leitar til í algjörri neyð fari eitthvað úrskeiðis,“ segir Hörður. Ekki komi til greina að rukka einstaklinga eða fyrirtæki um björgunargjald nema háttsemi þeirra hafi verið forkastanleg. Líkt og hafi verið raunin fyrir tveimur árum þegar bjarga þurfti ferðamanni sem hafði hunsað lokun á Lakavegi. Hörður segir að björgunarsveitarfólki sé slétt sama þótt þakplötur eða trampólín skemmist. Farið sé í útköll til að koma í veg fyrir fok og að tjón verði á fólki og stærri eignum. „Við höldum áfram að fara út að aðstoða fólk þegar mikið liggur við. Það er hins vegar hálfergjandi að þurfa að huga að sama grillinu eða þakinu tvö útköll í röð,“ segir Hörður. Hann bætir við að fólk eigi að geta treyst á björgunarsveitina en einnig eigi það að gera allt sem í valdi þess stendur til að hindra það að kalla þurfi hana út. Kostnaðinn segir hann svo vera aukaatriði. Aðalmálið sé að enginn hafi slasast og ekkert stórtjón orðið.
Veður Tengdar fréttir Veltir því fyrir sér hvort dauðir hlutir séu mikilvægari en mannslíf „Mannslíf og heilsa eru óbætanleg verðmæti, en því miður virðist svo vera sem að of stór hluti björgunarsveitamanna og þeirra sem aðstoð okkar þiggja þyki okkar líf og heilsa minna virði en annarra. Jafnvel minna virði en heil húsþök eða einstaka bárujárnsplötur.“ 1. desember 2014 15:02 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Veltir því fyrir sér hvort dauðir hlutir séu mikilvægari en mannslíf „Mannslíf og heilsa eru óbætanleg verðmæti, en því miður virðist svo vera sem að of stór hluti björgunarsveitamanna og þeirra sem aðstoð okkar þiggja þyki okkar líf og heilsa minna virði en annarra. Jafnvel minna virði en heil húsþök eða einstaka bárujárnsplötur.“ 1. desember 2014 15:02