Fengu einir að kaupa Borgun Sigurjón Magnús Egilsson skrifar 29. nóvember 2014 12:00 Með öllu er rangt að ætla að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi komið að sölu á eignarhlut Landsbankans, eina ríkisbankans, á þriðjungs eignarhlut í Borgun. Föðurbróðir Bjarna, Einar Sveinsson, og Benedikt sonur hans eru á meðal þeirra sem keyptu hlutinn á rúma tvo milljarða. Nú er upplýst að Landsbankinn seldi hlutinn nánast eftir pöntun. Íslenska ríkið á 98 prósenta hlut í Landsbankanum og Landsbankinn seldi alls 31,2 prósenta hlut í Borgun og fékk fyrir 2,2 milljarða, að lesa má í fréttum. Ekki hefur komið fram með hvaða hætti kaupendurnir greiddu Landsbankanum fyrir hlutinn í Borgun. Ekki hvort kaupin voru staðgreidd eða hvort lánað var fyrir kaupunum. Það á eftir að skýrast. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, tók málið upp á Alþingi í gær, og sagði meðal annars: „Og Landsbankinn er að 98 prósentum í eigu ríkisins og þá er í raun um ríkiseign að ræða sem er verið að selja í þessu tilfelli. Þessi sala og hvernig er að henni staðið hlýtur að kalla á sérstaka athugun á því hvers vegna þessi hlutur fór ekki í opið söluferli. Eða hvers vegna var ekki farið með hann eins og á að fara með eignir ríkisins,“ sagði Þorsteinn. Þorsteinn sagði Borgun hafa alla tíð verið rekið með miklum hagnaði og spyr hvers vegna félagið var ekki sett í almenna sölu. „Mér þykir þetta nokkuð alvarleg tíðindi og mér finnst eiginlega læðast að manni gamlir draugar. Ég hélt að menn hefðu lært eitthvað hér fyrir nokkrum árum síðan. En svo virðist ekki vera. Þannig að það er full þörf á því að fara dýpra í þetta mál og spyrjast fyrir um það hvers vegna söluferli á þessum hlut Landsbankans í Borgun var með þessum hætti,“ sagði Þorsteinn Sæmundsson á Alþingi í gær. Ekki er annað að sjá en að bankinn hafi selt sinn hlut eftir pöntun frá þeim feðgum, öðrum var ekki gefinn kostur á að kaupa hlutinn, ekkert opið söluferli var viðhaft og þessi einkavæðing kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti. Þorsteinn Sæmundsson fann eitt og annað að sölunni í gær. Víst er að Landsbankamenn eru annarrar skoðunar, þeim þykir vel hafa tekist til og í tilkynningu segir: „Enn fremur hefur það verið markmið samkeppnisyfirvalda að aðeins einn banki sé hluthafi í hverju greiðslukortafyrirtæki á hverjum tíma. Þessi staða var óviðunandi fyrir Landsbankann og því teljum við þetta vera farsæla úrlausn fyrir bankann, félagið og nýja eigendur.“ Nú er ekki vitað, eins og áður sagði, hvernig kaupendurnir fjármögnuðu kaupin. Fyrir tíu árum hefði verið eðlilegast að ætla að Landsbankinn hefði lánað fyrir kaupunum. Vonandi höfum við lært nóg af mistökum fyrri ára til að sú sé ekki raunin. Þessi einkaframkvæmd tókst illa. Það er ekki hægt að ríkið eða fyrirtæki þar sem það á mestan hluta ráðstafi eignum. Ef á að selja þær verður að gera það þannig, að allir sem vilja og geta keppi um eignirnar í opnu ferli. Annað er ómögulegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgunarmálið Sigurjón M. Egilsson Skoðun Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Með öllu er rangt að ætla að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi komið að sölu á eignarhlut Landsbankans, eina ríkisbankans, á þriðjungs eignarhlut í Borgun. Föðurbróðir Bjarna, Einar Sveinsson, og Benedikt sonur hans eru á meðal þeirra sem keyptu hlutinn á rúma tvo milljarða. Nú er upplýst að Landsbankinn seldi hlutinn nánast eftir pöntun. Íslenska ríkið á 98 prósenta hlut í Landsbankanum og Landsbankinn seldi alls 31,2 prósenta hlut í Borgun og fékk fyrir 2,2 milljarða, að lesa má í fréttum. Ekki hefur komið fram með hvaða hætti kaupendurnir greiddu Landsbankanum fyrir hlutinn í Borgun. Ekki hvort kaupin voru staðgreidd eða hvort lánað var fyrir kaupunum. Það á eftir að skýrast. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, tók málið upp á Alþingi í gær, og sagði meðal annars: „Og Landsbankinn er að 98 prósentum í eigu ríkisins og þá er í raun um ríkiseign að ræða sem er verið að selja í þessu tilfelli. Þessi sala og hvernig er að henni staðið hlýtur að kalla á sérstaka athugun á því hvers vegna þessi hlutur fór ekki í opið söluferli. Eða hvers vegna var ekki farið með hann eins og á að fara með eignir ríkisins,“ sagði Þorsteinn. Þorsteinn sagði Borgun hafa alla tíð verið rekið með miklum hagnaði og spyr hvers vegna félagið var ekki sett í almenna sölu. „Mér þykir þetta nokkuð alvarleg tíðindi og mér finnst eiginlega læðast að manni gamlir draugar. Ég hélt að menn hefðu lært eitthvað hér fyrir nokkrum árum síðan. En svo virðist ekki vera. Þannig að það er full þörf á því að fara dýpra í þetta mál og spyrjast fyrir um það hvers vegna söluferli á þessum hlut Landsbankans í Borgun var með þessum hætti,“ sagði Þorsteinn Sæmundsson á Alþingi í gær. Ekki er annað að sjá en að bankinn hafi selt sinn hlut eftir pöntun frá þeim feðgum, öðrum var ekki gefinn kostur á að kaupa hlutinn, ekkert opið söluferli var viðhaft og þessi einkavæðing kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti. Þorsteinn Sæmundsson fann eitt og annað að sölunni í gær. Víst er að Landsbankamenn eru annarrar skoðunar, þeim þykir vel hafa tekist til og í tilkynningu segir: „Enn fremur hefur það verið markmið samkeppnisyfirvalda að aðeins einn banki sé hluthafi í hverju greiðslukortafyrirtæki á hverjum tíma. Þessi staða var óviðunandi fyrir Landsbankann og því teljum við þetta vera farsæla úrlausn fyrir bankann, félagið og nýja eigendur.“ Nú er ekki vitað, eins og áður sagði, hvernig kaupendurnir fjármögnuðu kaupin. Fyrir tíu árum hefði verið eðlilegast að ætla að Landsbankinn hefði lánað fyrir kaupunum. Vonandi höfum við lært nóg af mistökum fyrri ára til að sú sé ekki raunin. Þessi einkaframkvæmd tókst illa. Það er ekki hægt að ríkið eða fyrirtæki þar sem það á mestan hluta ráðstafi eignum. Ef á að selja þær verður að gera það þannig, að allir sem vilja og geta keppi um eignirnar í opnu ferli. Annað er ómögulegt.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun