Verða skotbræðurnir stöðvaðir í NBA-deildinni? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. nóvember 2014 06:30 Curry og Thompson eru í öflugu landsliði Bandaríkjanna. Skotbræðurnir í Golden State Warriors eru og hafa verið heitasta bakvarðaparið í NBA-deildinni undanfarin ár og þeir eru báðir svo miklar skyttur að það er fyrir löngu búið að líma á þá gælunafnið „The Splash Brothers“. Þriðja tímabilið í röð eru þeir báðir að hækka stigaskor sitt og með sama áframhaldi munu þeir stimpla sig inn í hóp áhugaverðustu bakvarðapara allra tíma. Stephen Curry er tveimur árum eldri (26 ára) og var valinn sjöundi af Golden State í nýliðavalinu 2009. Klay Thompson er fæddur 1990 og var valinn ellefti í nýliðavalinu 2011. Báðir spiluðu þeir þrjú ár í háskóla, Curry með Davidson og Thompson með Washington State. Stephen Curry hefur jafnan fengið meiri athygli enda verðandi súperstjarna í deildinni en það er ekki minna spunnið í félaga hans í bakvarðasveitinni.Ætluðu að skipta á Klay og Love Í sumar stefndi í það að leiðir væri að skilja hjá þeim Stephen Curry og Klay Thompson þar sem Golden State Warriors var að bjóða Klay Thompson í skiptum fyrir Kevin Love. Ekkert varð af því enda fór Love á endanum til Cleveland Cavaliers. Klay Thompson sýndi mikinn andlegan styrk, lét það alveg eiga sig að fara í fýlu og mætti þess í stað inn í nýtt tímabil með hárrétt hugarfar. Hann var tilbúinn að taka næsta skref og sanna mikilvægi sitt enn frekar innan Golden State-liðsins. Sumarið var nýtt vel en Stephen Curry og Klay Thompson hjálpuðu þá Bandaríkjamönnum að vinna gull á HM í körfu á Spáni í september. Þeir voru báðir með meira en tíu stig að meðaltali í leik og Klay Thompson skoraði meira. Það hafði heldur ekki slæm áhrif á þessa frábæru skotmenn að Steve Kerr tæki við þjálfun liðsins. Steve Kerr var einn þekktasti skotmaður NBA-deildarinnar á níunda og tíunda áratugnum auk þess að vera margfaldur NBA-meistari með Chicago Bulls og San Antonio Spurs. Golden State Warriors hefur byrjað tímabilið frábærlega undir stjórn Kerr en liðið er á sjö leikja sigurgöngu og hefur unnið 12 af 14 leikjum tímabilsins. Skotbræðurnir eru að skora 45,9 stig að meðtaltali í leik eða rúmum þremur stigum meira í leik en á síðasta tímabili.Enginn með fleiri þrista Stephen Curry er sem stendur fimmti stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar með 24,2 stig í leik og Klay Thompson er aðeins þremur sætum neðar með 21,7 stig í leik. Enginn leikmaður deildarinnar hefur skorað fleiri þrista en Curry (3,5 í leik) og aðeins fjórir hafa skorað fleiri þriggja stiga körfur en Klay Thompson. Með öðrum orðum það má ekki skilja þessa tvo eftir fría. Klay Thompson er ekki aðeins að skora meira því hann er einnig að hækka alla helstu tölfræðina hjá sér og er sem dæmi farinn að gefa 3,2 stoðsendingar að meðaltali í leik eða heilli stoðsendingu meira en á síðasta tímabili. Stephen Curry er ekki aðeins frábær skytta því hann er einnig afbragsleikstjórnandi með 7,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Í raun hefur hann verið í algjörum sérflokki í 30/15-leikjum í NBA-deildinni undanfarin tvö tímabil en það eru leikir með 30 stigum eða meira og 15 stoðsendingum eða meira. Curry hefur náð fimm slíkum ofurleikjum á þessum tíma en restin af deildinni er með fjóra slíka samanlagt.Vísir/GettyThompson efstur í plús og mínus Það er helst varnarleikurinn sem er ekki sterkasta hlið Stephens Curry en þar fær Klay Thompson hins vegar fína einkunn. Thompson hefur líka þróað leik sinn enn frekar í vetur og að keyra á körfuna með mjög góðum árangri. Það munar líka mikið um að hafa Thompson inni á vellinum enda er hann efstur í deildinni í Plús og mínus því Golden State er að vinna með 18,5 stigum að meðaltali þegar hann er einn á vellinum. Stephen Curry er reyndar ekki langt undan enda kemur hann næstur honum í öðru sætinu. Golden State er þessa stundina með þriðja besta sigurhlutfallið í deildinni á eftir Memphis Grizzlies og Toronto Raptors. Tapleikirnir eru tveir og þeir komu með tveggja daga millibili í byrjun nóvember á móti Phoenix Suns og San Antonio Spurs. Framhaldið verður mjög spennandi. Golden State hefur komist í úrslitakeppnina undanfarin tvö tímabil en vann aðeins eina seríu (1. umferð á móti Denver 2013) samanlagt bæði árin. Skotbræðurnir bjóða upp á góða skemmtun í hverjum leik (fastagestir á TNT á fimmtudögum í desember) en það á enn eftir að koma í ljós hvort þeir geta skotið liði sínu eitthvað lengra í úrslitakeppninni. NBA Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti Fleiri fréttir „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Sjá meira
Skotbræðurnir í Golden State Warriors eru og hafa verið heitasta bakvarðaparið í NBA-deildinni undanfarin ár og þeir eru báðir svo miklar skyttur að það er fyrir löngu búið að líma á þá gælunafnið „The Splash Brothers“. Þriðja tímabilið í röð eru þeir báðir að hækka stigaskor sitt og með sama áframhaldi munu þeir stimpla sig inn í hóp áhugaverðustu bakvarðapara allra tíma. Stephen Curry er tveimur árum eldri (26 ára) og var valinn sjöundi af Golden State í nýliðavalinu 2009. Klay Thompson er fæddur 1990 og var valinn ellefti í nýliðavalinu 2011. Báðir spiluðu þeir þrjú ár í háskóla, Curry með Davidson og Thompson með Washington State. Stephen Curry hefur jafnan fengið meiri athygli enda verðandi súperstjarna í deildinni en það er ekki minna spunnið í félaga hans í bakvarðasveitinni.Ætluðu að skipta á Klay og Love Í sumar stefndi í það að leiðir væri að skilja hjá þeim Stephen Curry og Klay Thompson þar sem Golden State Warriors var að bjóða Klay Thompson í skiptum fyrir Kevin Love. Ekkert varð af því enda fór Love á endanum til Cleveland Cavaliers. Klay Thompson sýndi mikinn andlegan styrk, lét það alveg eiga sig að fara í fýlu og mætti þess í stað inn í nýtt tímabil með hárrétt hugarfar. Hann var tilbúinn að taka næsta skref og sanna mikilvægi sitt enn frekar innan Golden State-liðsins. Sumarið var nýtt vel en Stephen Curry og Klay Thompson hjálpuðu þá Bandaríkjamönnum að vinna gull á HM í körfu á Spáni í september. Þeir voru báðir með meira en tíu stig að meðaltali í leik og Klay Thompson skoraði meira. Það hafði heldur ekki slæm áhrif á þessa frábæru skotmenn að Steve Kerr tæki við þjálfun liðsins. Steve Kerr var einn þekktasti skotmaður NBA-deildarinnar á níunda og tíunda áratugnum auk þess að vera margfaldur NBA-meistari með Chicago Bulls og San Antonio Spurs. Golden State Warriors hefur byrjað tímabilið frábærlega undir stjórn Kerr en liðið er á sjö leikja sigurgöngu og hefur unnið 12 af 14 leikjum tímabilsins. Skotbræðurnir eru að skora 45,9 stig að meðtaltali í leik eða rúmum þremur stigum meira í leik en á síðasta tímabili.Enginn með fleiri þrista Stephen Curry er sem stendur fimmti stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar með 24,2 stig í leik og Klay Thompson er aðeins þremur sætum neðar með 21,7 stig í leik. Enginn leikmaður deildarinnar hefur skorað fleiri þrista en Curry (3,5 í leik) og aðeins fjórir hafa skorað fleiri þriggja stiga körfur en Klay Thompson. Með öðrum orðum það má ekki skilja þessa tvo eftir fría. Klay Thompson er ekki aðeins að skora meira því hann er einnig að hækka alla helstu tölfræðina hjá sér og er sem dæmi farinn að gefa 3,2 stoðsendingar að meðaltali í leik eða heilli stoðsendingu meira en á síðasta tímabili. Stephen Curry er ekki aðeins frábær skytta því hann er einnig afbragsleikstjórnandi með 7,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Í raun hefur hann verið í algjörum sérflokki í 30/15-leikjum í NBA-deildinni undanfarin tvö tímabil en það eru leikir með 30 stigum eða meira og 15 stoðsendingum eða meira. Curry hefur náð fimm slíkum ofurleikjum á þessum tíma en restin af deildinni er með fjóra slíka samanlagt.Vísir/GettyThompson efstur í plús og mínus Það er helst varnarleikurinn sem er ekki sterkasta hlið Stephens Curry en þar fær Klay Thompson hins vegar fína einkunn. Thompson hefur líka þróað leik sinn enn frekar í vetur og að keyra á körfuna með mjög góðum árangri. Það munar líka mikið um að hafa Thompson inni á vellinum enda er hann efstur í deildinni í Plús og mínus því Golden State er að vinna með 18,5 stigum að meðaltali þegar hann er einn á vellinum. Stephen Curry er reyndar ekki langt undan enda kemur hann næstur honum í öðru sætinu. Golden State er þessa stundina með þriðja besta sigurhlutfallið í deildinni á eftir Memphis Grizzlies og Toronto Raptors. Tapleikirnir eru tveir og þeir komu með tveggja daga millibili í byrjun nóvember á móti Phoenix Suns og San Antonio Spurs. Framhaldið verður mjög spennandi. Golden State hefur komist í úrslitakeppnina undanfarin tvö tímabil en vann aðeins eina seríu (1. umferð á móti Denver 2013) samanlagt bæði árin. Skotbræðurnir bjóða upp á góða skemmtun í hverjum leik (fastagestir á TNT á fimmtudögum í desember) en það á enn eftir að koma í ljós hvort þeir geta skotið liði sínu eitthvað lengra í úrslitakeppninni.
NBA Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti Fleiri fréttir „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Sjá meira