Menning

Fjögur skáld lesa úr verkum sínum á Gljúfrasteini

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Eitt af skáldunum Guðbergur ætlar að lesa úr bókinni Þrír sneru aftur.
Eitt af skáldunum Guðbergur ætlar að lesa úr bókinni Þrír sneru aftur. Vísir/Valli
Hefð hefur skapast fyrir því á Gljúfrasteini að bjóða rithöfundum og þýðendum að lesa upp úr nýútkomnum verkum sínum á safninu í aðdraganda jóla. Nú á sunnudaginn, 30. nóvember, ríða þeir fyrstu á vaðið þetta árið og hefst lesturinn klukkan 16, stundvíslega.

Guðbergur Bergsson, Guðrún Guðlaugsdóttir, Hjörtur Marteinsson og Sigurbjörg Þrastardóttir hafa öll sent frá sér ný skáldverk á árinu, Guðbergur skáldsöguna Þrír sneru aftur, Guðrún glæpasöguna Beinahúsið, Hjörtur ljóðabókina Alzheimer tilbrigðin og Sigurbjörg ljóðabókina Kátt skinn (og gloría).

Sextán höfundar og þýðendur koma fram á Gljúfrasteini á þessari aðventu í allt og lesa upp úr verkum af ýmsum toga; ljóðum, skáldsögum, smáprósum og þýddum verkum.

Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir meðan húsrúm leyfir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.