Menning

Aríur Ingibjargar

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Ingibjörg Guðjónsdóttir sópran.
Ingibjörg Guðjónsdóttir sópran.
Næstu tónleikar í hádegistónleikaröðinni Klassík í hádeginu í Gerðubergi verða föstudaginn 28. nóvember næstkomandi og sunnudaginn 30. nóvember.

Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari er sem fyrr listrænn stjórnandi. Að þessu sinni bera tónleikarnir yfirskriftina Aríur Ingibjargar og mun Ingibjörg Guðjónsdóttir sópran flytja úrval af uppáhaldsaríum sínum og óperuaðdáenda um allan heim, meðal annars verk eftir Händel, Puccini og Mozart. Ekta klassík í hádeginu.




Ingibjörg er söngkennari við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og stjórnandi Kvennakórs Garðabæjar sem hún stofnaði árið 2000. Hún hefur gefið út tvær geislaplötur; Óperuaríur (2005) með Sinfóníuhljómsveit Íslands, undir stjórn Gerrit Schuil, og Ó Ó Ingibjörg (2007) þar sem hún syngur íslensk sönglög í frumlegum búningi með bræðrum sínum, djasstónlistarmönnunum Óskari og Ómari.




Tónleikarnir verða í Gerðubergi í hádeginu á morgun milli klukkan 12.15 og 13 og á sunnudaginn milli 13.15 og 14.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.