Merkjanlegar breytingar á hegðun gossins Svavar Hávarðsson skrifar 25. nóvember 2014 07:00 Hraunbreiðan er orðin rúmlega 72 ferkílómetrar að stærð – og enn gýs kröftuglega. mynd/mortenriishuus „Hópur sem var á svæðinu í síðustu viku, sem Ármann Höskuldsson leiddi, sá þetta gerast,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, um breytingar á hraunrennsli og útstreymi gass í gosmekkinum frá eldstöðinni í Holuhrauni, sem hvort tveggja er sveiflukenndara en áður. Frá þessum breytingum er greint stuttlega í skýrslu vísindamannaráðs í gær. Þar segir einnig að annars vegar séu sveiflur sem taka margar klukkustundir og hins vegar smærri sveiflur á tíu til tuttugu sekúndna fresti. Magnús Tumi segir lítið hægt að lesa í þessa „breyttu hegðun“ eldgossins. Erfitt sé að segja til um hvað þarna er á ferðinni. Hins vegar hafi eitt af einkennum gossins hingað til verið hversu stöðugt gasútstreymi og hraunrennslið frá eldstöðinni hefur verið. Miklu algengara sé í hraungosum að framleiðsla gosefnanna sé breytileg eftir tímabilum. Fyrstu niðurstöður frá nýjum jarðskjálftamæli sem settur var upp á Bárðarbungu 11. nóvember sýna að sigskjálftarnir í Bárðarbungu verða í efstu þremur kílómetrum jarðskorpunnar, en ekki á fimm til átta kílómetra dýpi eins og lengi hefur verið talið. Þetta bendir til þess að grynnra sé niður á kviku en áður var talið, segir Magnús Tumi en breytir ekki miklu hvað varðar þær sviðsmyndir sem vísindamenn hafa unnið með til þessa. Bárðarbunga Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
„Hópur sem var á svæðinu í síðustu viku, sem Ármann Höskuldsson leiddi, sá þetta gerast,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, um breytingar á hraunrennsli og útstreymi gass í gosmekkinum frá eldstöðinni í Holuhrauni, sem hvort tveggja er sveiflukenndara en áður. Frá þessum breytingum er greint stuttlega í skýrslu vísindamannaráðs í gær. Þar segir einnig að annars vegar séu sveiflur sem taka margar klukkustundir og hins vegar smærri sveiflur á tíu til tuttugu sekúndna fresti. Magnús Tumi segir lítið hægt að lesa í þessa „breyttu hegðun“ eldgossins. Erfitt sé að segja til um hvað þarna er á ferðinni. Hins vegar hafi eitt af einkennum gossins hingað til verið hversu stöðugt gasútstreymi og hraunrennslið frá eldstöðinni hefur verið. Miklu algengara sé í hraungosum að framleiðsla gosefnanna sé breytileg eftir tímabilum. Fyrstu niðurstöður frá nýjum jarðskjálftamæli sem settur var upp á Bárðarbungu 11. nóvember sýna að sigskjálftarnir í Bárðarbungu verða í efstu þremur kílómetrum jarðskorpunnar, en ekki á fimm til átta kílómetra dýpi eins og lengi hefur verið talið. Þetta bendir til þess að grynnra sé niður á kviku en áður var talið, segir Magnús Tumi en breytir ekki miklu hvað varðar þær sviðsmyndir sem vísindamenn hafa unnið með til þessa.
Bárðarbunga Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira