Menning

Bjarni og Sigurbjörg í Gunnarshúsi

Friðrika Benónýsdóttir skrifar
 Sigurbjörg Þrastardóttir og Bjarni Bjarnason verða höfundar kvöldsins í Gunnarshúsi.
Sigurbjörg Þrastardóttir og Bjarni Bjarnason verða höfundar kvöldsins í Gunnarshúsi. Vísir/Ernir/GVA
Húsráð Gunnarshúss stendur fyrir vikulegum höfundakvöldum í Gunnarshúsi fram að jólum. Á hverju fimmtudagskvöldi mæta tveir höfundar og spjalla um bækur sínar, lesa aðeins úr þeim, og síðan gefst áhorfendum kostur á að spyrja. Meiningin er að lyfta jólabókavertíðinni aðeins upp úr fari hinna hefðbundnu upplestrarkvölda og gefa hverri bók og hverjum höfundi meiri tíma.



Í kvöld mæta þau Bjarni Bjarnason og Sigurbjörg Þrastardóttir, lesa upp og svara spurningum Hildigunnar Þráinsdóttur um nýútkomnar bækur sínar, Hálfsnert stúlka og Kátt skinn (og gloría). Allir eru velkomnir á meðan stólar leyfa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.