Menning

Berglind María Tómasdóttir heldur útgáfutónleika í Mengi

Friðrika Benónýsdóttir skrifar
Berglind María. Gagnvirkir tónleikar og útgáfufagnaður í Mengi í kvöld.
Berglind María. Gagnvirkir tónleikar og útgáfufagnaður í Mengi í kvöld. Vísir/GVA
Berglind María Tómasdóttir flautuleikari heldur tónleika í Mengi í kvöld klukkan 21. Tónverkið sem flutt verður heitir Darmstadt-verkið en áður en flutningur hefst mun hún kynna verkið og hugmyndirnar að baki því. Um gagnvirka tónleika er að ræða þar sem áheyrendur eru beðnir um að mæta með hljóðfæri og taka þátt í flutningi verksins með Berglindi.



The Darmstadt Piece varð til meðan á dvöl Berglindar á Alþjóðlegu sumarnámskeiðunum í Darmstadt stóð síðastliðið sumar. Verkið er sett saman úr tugum örverka rituðum með blýanti á nótnablað af þátttakendum í Darmstadt-námskeiðunum.



Tónleikarnir eru jafnframt útgáfufögnuður því í dag kemur verk Berglindar Maríu, Practicing Ferneyhough in Harpa, út á hljómdiski sem inniheldur upptökur frá æfingum hennar í Hörpu fyrr í haust.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.