Mikilvægi vatnsdrykkju Nanna Árnadóttir íþróttafræðingur skrifar 15. nóvember 2014 14:00 Vendu þig á að hafa vatn meðferðis vísir/getty Um 60% af líkamanum er vatn og allur líkaminn reiðir sig á vatn á einhvern hátt. Það flytur næringarefni til frumna, losar líffærin við eiturefni, heldur vefjum í eyrum, nefi og hálsi rökum og viðheldur heilbrigðri húð. Önnur dæmi um mikilvægi vatns í líkamanum eru að það svalar þorsta, viðheldur blóðmagninu í líkamanum, hjálpar meltingunni, smyr liðamótin, dregur úr matarlyst, og minnkar eða linar höfuðverk. Á hverjum degi losar líkaminn sig við mikið magn vatns einungis í gegnum öndun, svita og þvaglát. Líkaminn losar sig einnig við vatn við mikinn hita, streitu, við líkamlega áreynslu og við kaffi- og áfengisdrykkju en við eðlilegar aðstæður missir líkaminn um 2-3 lítra af vatni á dag. Við ákveðnar aðstæður gæti líkaminn þurft á meiri vökva að halda en það getur átt við ef stunduð er líkamsrækt, við veikindi þar sem um mikið vökvatap er að ræða, í miklum hita og raka eða á meðan meðgöngu og brjóstagjöf stendur. Ekki eru allir meðvitaðir um þetta og því er mjög algengt að fólk drekki ekki nægilega mikið vatn. Flestir fá sér þó að drekka þegar þorstinn fer að segja til sín. Vatnsdrykkjan verður þó að eiga sér stað fyrr en það því við þorsta er aðeins 2% af nægilegu vatnsmagni eftir í líkamanum. Við vökvaskort lækkar hlutfall vatns í blóðvökva sem verður til þess að nemar í munnholi senda boð til ákveðinna þorstastöðva í heilanum. Þegar þetta gerist bregst líkaminn við með þorsta og munnþurrki. Þegar við svo fáum okkur að drekka hækkar magn vatnins í blóðvökvanum aftur og nemarnir í munnholinu senda boð um að hætta skuli vatnsdrykkju. Við öldrun minnkar oft hæfileiki líkamans til þess að nema þorsta og því er algengt að eldra fólk þjáist af vatnsskorti. Þegar líkaminn fer að þorna hægist á honum og þreyta fer að segja til sín. Bjúgur getur stafað af ónægum vökvabúskap en hann getur komið fram þegar nýrun ná ekki að hreinsa sig nægilega vel. Önnur einkenni ofþornunar eru hungur, þurr húð, höfuðverkur, hægðatregða og dökkt og illa lyktandi þvag. Til þess að koma í veg fyrir ofþornun er mikilvægt að drekka nægilegan vökva en eðlileg vatnsneysla er talin vera um 2-3 lítrar á dag, eða það sem samasvarar því sem líkaminn tapar daglega. Einnig þarf þó að passa að drekka ekki of mikið vatn því ef það gerist hafa nýrun ekki í við að skila frá sér vatninu sem getur orðið til þess að magn natríums í blóðinu minnkar.Hér eru nokkur einföld ráð til þess að passa að líkaminn fái nægilega mikinn vökva1.Ekki bíða með það að drekka vatn þangað til þú finnur fyrir þorsta, drekktu reglulega yfir allan daginn.2.Drekktu frekar minni skammta oftar heldur en stærri skammta sjaldnar.3.Hafðu með þér vatnsflösku í bílnum, í vinnunni, þegar þú ert heima að horfa á sjónvarpið, á æfingu o.s.frv.4. Drekktu vatn fyrir, á meðan og eftir æfingu.5. Drekktu frekar vatn en aðra drykki. Það er besti svaladrykkurinn, algjörlega hitaeiningalaust og kostar ekki neitt.6.Drekktu frekar venjulegt vatn í stað sódavatns, líkaminn nýtir það betur.7. Það er síðan ágætis regla að fylgjast með litnum á þvaginu en við næga vatnsdrykkju er það glært en ekki gult. Heilsa Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Um 60% af líkamanum er vatn og allur líkaminn reiðir sig á vatn á einhvern hátt. Það flytur næringarefni til frumna, losar líffærin við eiturefni, heldur vefjum í eyrum, nefi og hálsi rökum og viðheldur heilbrigðri húð. Önnur dæmi um mikilvægi vatns í líkamanum eru að það svalar þorsta, viðheldur blóðmagninu í líkamanum, hjálpar meltingunni, smyr liðamótin, dregur úr matarlyst, og minnkar eða linar höfuðverk. Á hverjum degi losar líkaminn sig við mikið magn vatns einungis í gegnum öndun, svita og þvaglát. Líkaminn losar sig einnig við vatn við mikinn hita, streitu, við líkamlega áreynslu og við kaffi- og áfengisdrykkju en við eðlilegar aðstæður missir líkaminn um 2-3 lítra af vatni á dag. Við ákveðnar aðstæður gæti líkaminn þurft á meiri vökva að halda en það getur átt við ef stunduð er líkamsrækt, við veikindi þar sem um mikið vökvatap er að ræða, í miklum hita og raka eða á meðan meðgöngu og brjóstagjöf stendur. Ekki eru allir meðvitaðir um þetta og því er mjög algengt að fólk drekki ekki nægilega mikið vatn. Flestir fá sér þó að drekka þegar þorstinn fer að segja til sín. Vatnsdrykkjan verður þó að eiga sér stað fyrr en það því við þorsta er aðeins 2% af nægilegu vatnsmagni eftir í líkamanum. Við vökvaskort lækkar hlutfall vatns í blóðvökva sem verður til þess að nemar í munnholi senda boð til ákveðinna þorstastöðva í heilanum. Þegar þetta gerist bregst líkaminn við með þorsta og munnþurrki. Þegar við svo fáum okkur að drekka hækkar magn vatnins í blóðvökvanum aftur og nemarnir í munnholinu senda boð um að hætta skuli vatnsdrykkju. Við öldrun minnkar oft hæfileiki líkamans til þess að nema þorsta og því er algengt að eldra fólk þjáist af vatnsskorti. Þegar líkaminn fer að þorna hægist á honum og þreyta fer að segja til sín. Bjúgur getur stafað af ónægum vökvabúskap en hann getur komið fram þegar nýrun ná ekki að hreinsa sig nægilega vel. Önnur einkenni ofþornunar eru hungur, þurr húð, höfuðverkur, hægðatregða og dökkt og illa lyktandi þvag. Til þess að koma í veg fyrir ofþornun er mikilvægt að drekka nægilegan vökva en eðlileg vatnsneysla er talin vera um 2-3 lítrar á dag, eða það sem samasvarar því sem líkaminn tapar daglega. Einnig þarf þó að passa að drekka ekki of mikið vatn því ef það gerist hafa nýrun ekki í við að skila frá sér vatninu sem getur orðið til þess að magn natríums í blóðinu minnkar.Hér eru nokkur einföld ráð til þess að passa að líkaminn fái nægilega mikinn vökva1.Ekki bíða með það að drekka vatn þangað til þú finnur fyrir þorsta, drekktu reglulega yfir allan daginn.2.Drekktu frekar minni skammta oftar heldur en stærri skammta sjaldnar.3.Hafðu með þér vatnsflösku í bílnum, í vinnunni, þegar þú ert heima að horfa á sjónvarpið, á æfingu o.s.frv.4. Drekktu vatn fyrir, á meðan og eftir æfingu.5. Drekktu frekar vatn en aðra drykki. Það er besti svaladrykkurinn, algjörlega hitaeiningalaust og kostar ekki neitt.6.Drekktu frekar venjulegt vatn í stað sódavatns, líkaminn nýtir það betur.7. Það er síðan ágætis regla að fylgjast með litnum á þvaginu en við næga vatnsdrykkju er það glært en ekki gult.
Heilsa Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira