Brynjar hefði aldrei staðið upp aftur ef ég ætlaði að meiða hann Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. nóvember 2014 00:01 Magnús Þór Gunnarsson segir aganefnd KKÍ dæma sig út frá atviki sem gerðist á síðasta tímabili. Vísir/Ernir „Mér finnst þessi dómur vera alveg út í Hróa hött,“ segir afar ósáttur Magnús Þór Gunnarsson, leikmaður Grindavíkur. Hann var í gær dæmdur í tveggja leikja bann fyrir „alvarlega grófan leik“ að því er stendur á síðu KKÍ. Magnús braut illa á KR-ingnum Brynjari Þór Björnssyni í leik liðanna á dögunum og var vísað úr húsi.Vel ýkt hjá Brynjari „Þetta var ekki eins gróft og fólk er að segja. Ef fólk horfir á myndbandið sést að þetta er vel ýkt hjá Brynjari. Hann stendur upp þrem sekúndum síðar og ekkert að honum. Ég efast um að ég hafi slegið hann svo fast að hann hafi meitt sig og þetta verðskuldi tveggja leikja bann.“ Magnús var dæmdur í eins leiks bann í mars fyrir að brjóta einnig illa á sama KR-ingi, Brynjari Þór. Magnús segir að sá dómur hafi áhrif núna. „Þarna er verið að dæma mig fyrir það sem gerðist á síðasta tímabili. Það var búið að dæma á það brot og því finnst mér asnalegt að vera að halda því áfram núna. Það kemur þessu máli ekkert við,“ segir Magnús og þvertekur fyrir að hafa verið að reyna að meiða Brynjar.Viðurkennir harða villu „Maðurinn er að fara í „lay up“ og í stað þess að leyfa honum það slæ ég til hans. Ég viðurkenni að ég sló kannski fullfast í hann þannig að ég er ekki sáttur við að menn segi að þetta hafi verið viljandi. Hörð var villan, ég viðurkenni það,“ segir Magnús og bætir við að Brynjar hefði ekki staðið upp þrem sekúndum síðar ef hann hefði ætlað að meiða hann. „Ef ég hefði ætlað að meiða Brynjar þá hefði hann aldrei staðið upp aftur. Ég er líka viss um að ef ég hefði sýnt iðrun og beðið hann afsökunar þá hefði ég ekki fengið brottvísun. Þá hefði ég bara fengið óíþróttamannslega villu.“ Eins og áður segir er þetta í annað sinn sem Magnús fer í bann á sama árinu fyrir að brjóta illa á sama manninum. Er honum eitthvað illa við Brynjar? „Nei, alls ekki. Þetta hittir bara svona á. Í fyrra brotinu þá heldur hann í höndina á mér, ég losa hana og slæ hann ekki einu sinni. Þríhöfðinn á mér fer í andlitið á honum og hann dettur,“ segir Magnús og bætir við að Brynjar sé ekki barnanna bestur á vellinum. „Hann veit vel sjálfur að hann á fullt af þessu skilið. Hann er sjálfur rosalega „dirty“. Brynjar er lúmskur. Hann má eiga það og þar af leiðandi vinnur hann þessa baráttu.“ Brotin tvö má sjá hér að neðan.Seinna brotið á dögunum. Brotið í febrúar síðastliðnum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Í annað sinn á árinu sem Magnús lemur Brynjar | Myndband Magnúsi Þór Gunnarssyni Grindvíkingi virðist vera eitthvað illa við KR-inginn Brynjar Þór Björnsson. 7. nóvember 2014 21:53 Sjáðu fólskulega árás Magnúsar Þórs Grindvíkingurinn Magnús Þór Gunnarsson á yfir höfði sér leikbann eftir fólskulega árás á KR-inginn Brynjar Þór Björnsson í gær. 7. nóvember 2014 20:28 Magnús fékk tveggja leikja bann fyrir fólskulegt brot | Myndband Grindvíkingurinn Magnús Þór Gunnarsson var í dag dæmdur í tveggja leikja bann fyrir fólskulegt brot á KR-ingnum Brynjari Þór Björnssyni. 12. nóvember 2014 12:09 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Sjá meira
„Mér finnst þessi dómur vera alveg út í Hróa hött,“ segir afar ósáttur Magnús Þór Gunnarsson, leikmaður Grindavíkur. Hann var í gær dæmdur í tveggja leikja bann fyrir „alvarlega grófan leik“ að því er stendur á síðu KKÍ. Magnús braut illa á KR-ingnum Brynjari Þór Björnssyni í leik liðanna á dögunum og var vísað úr húsi.Vel ýkt hjá Brynjari „Þetta var ekki eins gróft og fólk er að segja. Ef fólk horfir á myndbandið sést að þetta er vel ýkt hjá Brynjari. Hann stendur upp þrem sekúndum síðar og ekkert að honum. Ég efast um að ég hafi slegið hann svo fast að hann hafi meitt sig og þetta verðskuldi tveggja leikja bann.“ Magnús var dæmdur í eins leiks bann í mars fyrir að brjóta einnig illa á sama KR-ingi, Brynjari Þór. Magnús segir að sá dómur hafi áhrif núna. „Þarna er verið að dæma mig fyrir það sem gerðist á síðasta tímabili. Það var búið að dæma á það brot og því finnst mér asnalegt að vera að halda því áfram núna. Það kemur þessu máli ekkert við,“ segir Magnús og þvertekur fyrir að hafa verið að reyna að meiða Brynjar.Viðurkennir harða villu „Maðurinn er að fara í „lay up“ og í stað þess að leyfa honum það slæ ég til hans. Ég viðurkenni að ég sló kannski fullfast í hann þannig að ég er ekki sáttur við að menn segi að þetta hafi verið viljandi. Hörð var villan, ég viðurkenni það,“ segir Magnús og bætir við að Brynjar hefði ekki staðið upp þrem sekúndum síðar ef hann hefði ætlað að meiða hann. „Ef ég hefði ætlað að meiða Brynjar þá hefði hann aldrei staðið upp aftur. Ég er líka viss um að ef ég hefði sýnt iðrun og beðið hann afsökunar þá hefði ég ekki fengið brottvísun. Þá hefði ég bara fengið óíþróttamannslega villu.“ Eins og áður segir er þetta í annað sinn sem Magnús fer í bann á sama árinu fyrir að brjóta illa á sama manninum. Er honum eitthvað illa við Brynjar? „Nei, alls ekki. Þetta hittir bara svona á. Í fyrra brotinu þá heldur hann í höndina á mér, ég losa hana og slæ hann ekki einu sinni. Þríhöfðinn á mér fer í andlitið á honum og hann dettur,“ segir Magnús og bætir við að Brynjar sé ekki barnanna bestur á vellinum. „Hann veit vel sjálfur að hann á fullt af þessu skilið. Hann er sjálfur rosalega „dirty“. Brynjar er lúmskur. Hann má eiga það og þar af leiðandi vinnur hann þessa baráttu.“ Brotin tvö má sjá hér að neðan.Seinna brotið á dögunum. Brotið í febrúar síðastliðnum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Í annað sinn á árinu sem Magnús lemur Brynjar | Myndband Magnúsi Þór Gunnarssyni Grindvíkingi virðist vera eitthvað illa við KR-inginn Brynjar Þór Björnsson. 7. nóvember 2014 21:53 Sjáðu fólskulega árás Magnúsar Þórs Grindvíkingurinn Magnús Þór Gunnarsson á yfir höfði sér leikbann eftir fólskulega árás á KR-inginn Brynjar Þór Björnsson í gær. 7. nóvember 2014 20:28 Magnús fékk tveggja leikja bann fyrir fólskulegt brot | Myndband Grindvíkingurinn Magnús Þór Gunnarsson var í dag dæmdur í tveggja leikja bann fyrir fólskulegt brot á KR-ingnum Brynjari Þór Björnssyni. 12. nóvember 2014 12:09 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Sjá meira
Í annað sinn á árinu sem Magnús lemur Brynjar | Myndband Magnúsi Þór Gunnarssyni Grindvíkingi virðist vera eitthvað illa við KR-inginn Brynjar Þór Björnsson. 7. nóvember 2014 21:53
Sjáðu fólskulega árás Magnúsar Þórs Grindvíkingurinn Magnús Þór Gunnarsson á yfir höfði sér leikbann eftir fólskulega árás á KR-inginn Brynjar Þór Björnsson í gær. 7. nóvember 2014 20:28
Magnús fékk tveggja leikja bann fyrir fólskulegt brot | Myndband Grindvíkingurinn Magnús Þór Gunnarsson var í dag dæmdur í tveggja leikja bann fyrir fólskulegt brot á KR-ingnum Brynjari Þór Björnssyni. 12. nóvember 2014 12:09