Eiga konur að lyfta lóðum? Nanna Árnadóttir og einkaþjálfari skrifa 7. nóvember 2014 11:00 Nanna hvetur konur til þess að grípa í lóðin til þess að fá aukinn kraft. visir/getty 1.Konur missa um það bil fimm prósent af vöðvamassa á hverjum tíu árum eftir 35 ára aldurinn ef þær gera ekkert í því. Þegar vöðvamassinn minnkar hægist á grunnbrennslunni sem verður til þess að við fitnum. 2.Við styrktarþjálfun brotna vöðvarnir niður og byggja sig svo aftur upp og verða sterkari en áður, 1-2 dögum eftir æfinguna. Til þess að þetta geti gerst þarf líkaminn að nota meiri orku sem verður til þess að brennslan eykst og líkaminn heldur áfram að brenna löngu eftir að æfingunni lýkur. Eftir því sem lóðin þyngjast, því sterkari verða vöðvarnir og því meiri verður brennslan. 3.Líkaminn verður stinnari og þú færð fallegar línur sem þú munt ekki sjá með endalausum þolæfingum. Ekki hafa áhyggjur af því að vöðvarnir verði of stórir og að þú munir líta karlmannlega út. Ástæðan fyrir því að karlmenn fá stóra vöðva er testósterónmagnið í líkama þeirra. Konur eru ekki með nægilega mikið af testósteróni til þess að byggja upp svona stóra vöðva. 4.Ef við byggjum ekki upp vöðvamassa og viðhöldum honum eftir því sem við eldumst eiga daglegar athafnir eftir að verða erfiðar í framtíðinni. Langar þig ekki að geta komist áreynslulaust fram úr rúminu þegar þú verður sjötug? Geta leikið við barnabörnin og haft næga orku til þess að ferðast og lifað sjálfstæðu lífi? Taktu þá upp lóðin ekki seinna en í dag! 5.Síðast en ekki síst þá er ótrúlega gaman að lyfta lóðum og ná árangri. Byrjaðu hægt og gerðu æfingar sem notast við eigin líkamsþyngd eins og armbeygjur, dýfur á bekk, hnébeygjur og planka. Náðu grunnhreyfingunum í öllum þessu helstu æfingum og byrjaðu svo hægt og rólega að bæta við þyngdum og hafðu gaman af því að fylgjast með árangrinum. Hann verður nefnilega ótrúlegur!. Heilsa Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
1.Konur missa um það bil fimm prósent af vöðvamassa á hverjum tíu árum eftir 35 ára aldurinn ef þær gera ekkert í því. Þegar vöðvamassinn minnkar hægist á grunnbrennslunni sem verður til þess að við fitnum. 2.Við styrktarþjálfun brotna vöðvarnir niður og byggja sig svo aftur upp og verða sterkari en áður, 1-2 dögum eftir æfinguna. Til þess að þetta geti gerst þarf líkaminn að nota meiri orku sem verður til þess að brennslan eykst og líkaminn heldur áfram að brenna löngu eftir að æfingunni lýkur. Eftir því sem lóðin þyngjast, því sterkari verða vöðvarnir og því meiri verður brennslan. 3.Líkaminn verður stinnari og þú færð fallegar línur sem þú munt ekki sjá með endalausum þolæfingum. Ekki hafa áhyggjur af því að vöðvarnir verði of stórir og að þú munir líta karlmannlega út. Ástæðan fyrir því að karlmenn fá stóra vöðva er testósterónmagnið í líkama þeirra. Konur eru ekki með nægilega mikið af testósteróni til þess að byggja upp svona stóra vöðva. 4.Ef við byggjum ekki upp vöðvamassa og viðhöldum honum eftir því sem við eldumst eiga daglegar athafnir eftir að verða erfiðar í framtíðinni. Langar þig ekki að geta komist áreynslulaust fram úr rúminu þegar þú verður sjötug? Geta leikið við barnabörnin og haft næga orku til þess að ferðast og lifað sjálfstæðu lífi? Taktu þá upp lóðin ekki seinna en í dag! 5.Síðast en ekki síst þá er ótrúlega gaman að lyfta lóðum og ná árangri. Byrjaðu hægt og gerðu æfingar sem notast við eigin líkamsþyngd eins og armbeygjur, dýfur á bekk, hnébeygjur og planka. Náðu grunnhreyfingunum í öllum þessu helstu æfingum og byrjaðu svo hægt og rólega að bæta við þyngdum og hafðu gaman af því að fylgjast með árangrinum. Hann verður nefnilega ótrúlegur!.
Heilsa Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira