Menning

Háklassík og slagarar

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Tveir góðir Jónas og Jóhann Friðgeir flytja valdar perlur í hádeginu.
Tveir góðir Jónas og Jóhann Friðgeir flytja valdar perlur í hádeginu. Fréttablaðið/GVA
Bland í poka á miðvikudegi nefnast hádegistónleikarnir í Bústaðakirkju í dag. Þar flytja Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenór og Jónas Þórir, kantor kirkjunnar, valdar perlur sem fluttar eru við íslenskar kirkjulegar athafnir, allt frá háklassískum verkum til frægra dægurslagara.



Jóhann Friðgeir hefur sungið með Bústaðakirkjukór og verið formaður hans til margra ára. Um þessar mundir syngur hann líka titilhlutverkið í óperunni Don Carlo í Hörpunni á vegum Íslensku óperunnar.

Þetta eru fjórðu og síðustu hádegistónleikarnir í listamánuði Bústaðakirkju sem er lýst upp í bleiku í október til að minna á átak Krabbameinsfélagsins.

Frítt er inn á tónleikana sem hefjast klukkan 12.10. Súpa og brauð eru í boði á eftir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.