Hræðileg tilhugsun að hjakka í sama fari Friðrika Benónýsdóttir skrifar 23. október 2014 13:30 Stefán Máni: „Ég er farinn að horfa meira í eigin barm: Hvert er ég að fara sem höfundur? Hvað langar mig að gera? Hvernig get ég haldið loganum lifandi?“ Vísir/GVA „Þetta er eiginlega alls ekki glæpasaga,“ segir Stefán Máni um nýja skáldsögu sína Litlu dauðarnir. „Þetta er dramatísk saga þar sem hrunið er sviðsmyndin. Innblásturinn var ekki bankahrunið sem slíkt heldur fjallar bókin meira um hrun gilda, hrun einstaklings og hans umhverfis. Ég er sjálfur miklu meira fyrir það að bækur séu spennandi heldur en spennusögur sem slíkar. Það þarf ekkert að fjalla um morð á fólki eða rannsókn sakamála til að byggja upp spennu.“ Þýðir það að þú sért búinn að snúa baki við Herði Grímssyni og glæpasagnaforminu? „Alls ekki, Hörður er í sjúkraleyfi eins og er en hann á meira inni hjá mér en svo að ég segi alveg skilið við hann,“ segir Stefán Máni og hlær. „Það var orðin rík þörf hjá mér að breyta svolítið til og gera eitthvað öðruvísi. Leiðarstefið í þessari sögu eru svik, leyndarmál og lygar en ekki morð og misyndisverk. Þetta gerist allt á fínlegra tilfinningasviði.“ Litlu dauðarnir fjalla um háskólamenntuð hjón í Þingholtunum, þau eiga lítið barn, hann hefur góða vinnu í banka og á yfirborðinu er allt slétt og fellt. „En fortíðin kraumar þarna undir og þegar hrunið verður til þess að heimilisfaðirinn missir vinnuna fer að bresta dálítið hressilega í þessu öllu saman,“ segir Stefán. „Þá kemur í ljós að þetta fína líf er nú svolítið leikrit. Hann segir til dæmis ekki konunni sinni frá því að hann hafi misst vinnuna og fer út í brask og vitleysu til að hún komist nú ekki að því að hann sé ekki þessi mikli skaffari sem hann hefur gefið sig út fyrir að vera. Lygarnar og feluleikurinn vinda mjög hratt upp á sig og veröld hans verður að martröð sem hann hefur enga stjórn á.“ Óttastu ekkert að aðdáendum þínum finnist þú vera að bregðast þeim með því að skrifa ekki harðsoðinn krimma? „Nei, ég óttast það ekki. Ég óttast mikið meira að staðna sem rithöfundur, fara að hjakka í sama farinu og skrifa um sömu persónuna ár eftir ár. Það finnst mér mun hræðilegri tilhugsun. Þegar öllu er á botninn hvolft þá er þetta bók eftir mig og hún er fjandi spennandi. Ég er farinn að horfa meira í eigin barm: Hvert er ég að fara sem höfundur? Hvað langar mig að gera? Hvernig get ég haldið loganum lifandi?“ Þetta er fyrsta bókin þín hjá nýjum útgefanda, var sá gamli óhress með að þú snerir þér frá glæpasagnaforminu? „Hann fékk ekkert að sjá þessa bók. Breytingin var bara hluti af þessari þörf minni til að endurfæðast algjörlega. Ég er mikill grasrótarmaður og þegar ég fór frá Eddunni, sem var svona bákn, á sínum tíma þá var mjög gott fyrir mig að koma til Forlagsins sem var þá grasrótarfyrirtæki sem ætlaði sér stóra hluti. Eftir að það rann saman við Edduna var ég aftur kominn í báknið með öllum hinum höfundunum og mér finnst það ekki gott. Það hentar mér betur að vera í minna umhverfi og í nánu sambandi við útgefandann.“ Þú hefur einokað Blóðdropann, íslensku glæpasagnaverðlaunin, undanfarin ár, þessi bók mun sem sagt ekki koma til greina við þær tilnefningar? „Ég þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af því, það er þeirra sem um það fjalla að ákveða það. Ég fékk til dæmis fyrsta Blóðdropann fyrir Skipið og það kom mér mjög á óvart því ég taldi mig ekki vera að skrifa glæpasögu þar. Ég læt öðrum það alveg eftir. Ég er búinn að fá þrjá Blóðdropa og það er falleg hilla hjá mér.“ Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
„Þetta er eiginlega alls ekki glæpasaga,“ segir Stefán Máni um nýja skáldsögu sína Litlu dauðarnir. „Þetta er dramatísk saga þar sem hrunið er sviðsmyndin. Innblásturinn var ekki bankahrunið sem slíkt heldur fjallar bókin meira um hrun gilda, hrun einstaklings og hans umhverfis. Ég er sjálfur miklu meira fyrir það að bækur séu spennandi heldur en spennusögur sem slíkar. Það þarf ekkert að fjalla um morð á fólki eða rannsókn sakamála til að byggja upp spennu.“ Þýðir það að þú sért búinn að snúa baki við Herði Grímssyni og glæpasagnaforminu? „Alls ekki, Hörður er í sjúkraleyfi eins og er en hann á meira inni hjá mér en svo að ég segi alveg skilið við hann,“ segir Stefán Máni og hlær. „Það var orðin rík þörf hjá mér að breyta svolítið til og gera eitthvað öðruvísi. Leiðarstefið í þessari sögu eru svik, leyndarmál og lygar en ekki morð og misyndisverk. Þetta gerist allt á fínlegra tilfinningasviði.“ Litlu dauðarnir fjalla um háskólamenntuð hjón í Þingholtunum, þau eiga lítið barn, hann hefur góða vinnu í banka og á yfirborðinu er allt slétt og fellt. „En fortíðin kraumar þarna undir og þegar hrunið verður til þess að heimilisfaðirinn missir vinnuna fer að bresta dálítið hressilega í þessu öllu saman,“ segir Stefán. „Þá kemur í ljós að þetta fína líf er nú svolítið leikrit. Hann segir til dæmis ekki konunni sinni frá því að hann hafi misst vinnuna og fer út í brask og vitleysu til að hún komist nú ekki að því að hann sé ekki þessi mikli skaffari sem hann hefur gefið sig út fyrir að vera. Lygarnar og feluleikurinn vinda mjög hratt upp á sig og veröld hans verður að martröð sem hann hefur enga stjórn á.“ Óttastu ekkert að aðdáendum þínum finnist þú vera að bregðast þeim með því að skrifa ekki harðsoðinn krimma? „Nei, ég óttast það ekki. Ég óttast mikið meira að staðna sem rithöfundur, fara að hjakka í sama farinu og skrifa um sömu persónuna ár eftir ár. Það finnst mér mun hræðilegri tilhugsun. Þegar öllu er á botninn hvolft þá er þetta bók eftir mig og hún er fjandi spennandi. Ég er farinn að horfa meira í eigin barm: Hvert er ég að fara sem höfundur? Hvað langar mig að gera? Hvernig get ég haldið loganum lifandi?“ Þetta er fyrsta bókin þín hjá nýjum útgefanda, var sá gamli óhress með að þú snerir þér frá glæpasagnaforminu? „Hann fékk ekkert að sjá þessa bók. Breytingin var bara hluti af þessari þörf minni til að endurfæðast algjörlega. Ég er mikill grasrótarmaður og þegar ég fór frá Eddunni, sem var svona bákn, á sínum tíma þá var mjög gott fyrir mig að koma til Forlagsins sem var þá grasrótarfyrirtæki sem ætlaði sér stóra hluti. Eftir að það rann saman við Edduna var ég aftur kominn í báknið með öllum hinum höfundunum og mér finnst það ekki gott. Það hentar mér betur að vera í minna umhverfi og í nánu sambandi við útgefandann.“ Þú hefur einokað Blóðdropann, íslensku glæpasagnaverðlaunin, undanfarin ár, þessi bók mun sem sagt ekki koma til greina við þær tilnefningar? „Ég þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af því, það er þeirra sem um það fjalla að ákveða það. Ég fékk til dæmis fyrsta Blóðdropann fyrir Skipið og það kom mér mjög á óvart því ég taldi mig ekki vera að skrifa glæpasögu þar. Ég læt öðrum það alveg eftir. Ég er búinn að fá þrjá Blóðdropa og það er falleg hilla hjá mér.“
Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira