Menning

Íris Ólöf í Ketilhúsi

 Íris Ólöf Sigurjónsdóttir fjallar um tilurð sýningarinnar Myndlist minjar / Minjar myndlist.
Íris Ólöf Sigurjónsdóttir fjallar um tilurð sýningarinnar Myndlist minjar / Minjar myndlist. Vísir/Auðunn
Íris Ólöf Sigurjónsdóttir, forstöðumaður Byggðasafnsins Hvols á Dalvík, heldur á morgun klukkan 17 fyrirlestur í Ketilhúsinu á Akureyri undir yfirskriftinni Hugmynd verður sýning. Þar fjallar hún um sýninguna Myndlist minjar / Minjar myndlist sem nú stendur yfir í Listasafninu á Akureyri, en Íris Ólöf er sýningarstjóri sýningarinnar. Fyrir utan almenn safnastörf fæst hún við hönnun á eigin textílum og hefur hannað allar sýningar Byggðasafnsins Hvols auk þess að setja upp sýningar í öðrum rýmum.



Á sýningunni Myndlist minjar / Minjar myndlist gefur annars vegar að líta muni markaða af sögu, menningu og andblæ liðins tíma og hins vegar ný listaverk unnin af ellefu listamönnum á aldrinum 28 til 70 ára sem boðið var að vinna þau út frá munum Byggðasafnsins.

Enginn aðgangseyrir er að fyrirlestrinum sem er sá fjórði í röð fyrirlestra sem haldnir eru í Ketilhúsinu á hverjum þriðjudegi klukkan 17 undir yfirskriftinni Þriðjudagsfyrirlestrar. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.