Ellefu ný verk unnin út frá gömlum munum Friðrika Benónýsdóttir skrifar 18. október 2014 12:00 Nokkrir listamannanna sem eiga verk á sýningunni ásamt Írisi Ólöfu sýningarstjóra. vísir/Auðunn „Fyrir nokkuð mörgum árum kom ég að máli við þáverandi forstöðumann Listasafnsins á Akureyri og kom þeirri skoðun minni á framfæri að mér fyndist skorta á að það væri skoðað hvað byggðasöfn eru í rauninni stútfull af myndlist,“ segir Íris Ólöf Sigurjónsdóttir, forstöðumaður Byggðasafnsins Hvols á Dalvík, um upphafið á samstarfi hennar og Listasafns Akureyrar. „Ég bauðst til að koma með einhverja gripi á safnið en á þeim tíma reyndist ekki áhugi fyrir því. Fyrir einu og hálfu ári hringdi hann svo í mig og bauð mér að gera þessa sýningu sem verður opnuð í dag.“ Sýningin nefnist Myndlist minjar / Minjar myndlist og þar gefur annars vegar að líta muni markaða af sögu, menningu og andblæ liðins tíma, og hins vegar ný listaverk unnin af ellefu listamönnum sem boðið var að vinna þau út frá munum Byggðasafnsins og menningarsögu Dalvíkurbyggðar. Myndlistarmennirnir eru á aldrinum 28 til 70 ára og vinna í ólíka miðla en eiga það sameiginlegt að tengjast Írisi Ólöfu á einn eða annan hátt. Þeir eru Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir, Haraldur Jónsson, Magdalena Margrét, Ragnhildur Stefánsdóttir, Sara Jóhanna Vilbergsdóttir, Sari Maarit Cedergren, Svava Björnsdóttir, Victor Ocares, Þór Vigfússon, Þrándur Þórarinsson og Örn Alexander Ámundason. „Ég velti því mjög lengi fyrir mér hverja ég ætti að velja,“ segir Íris Ólöf. „Ég vildi hafa breitt aldursbil, fleiri konur en karla, fólk sem ynni í ólíka miðla og svo framvegis. Að lokum ákvað ég að gerast bara egósentrísk og velja þá myndlistarmenn sem ég vildi helst fá. Sterka listamenn sem ég treysti í þetta verkefni og vissi að færu alla leið með það.“ Auk nýju listaverkanna ellefu og munanna sem þau eru unnin út frá eru á sýningunni tuttugu gripir sem Íris Ólöf hefur valið. „Ég sýni þá gripi án sögunnar í kringum þá þannig að þeir standa bara sem sjálfstæð verk,“ segir hún. Sýningin stendur til 7. desember og er opin alla daga nema mánudaga frá klukkan 12 til 17. Aðgangur er ókeypis. Menning Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Fyrir nokkuð mörgum árum kom ég að máli við þáverandi forstöðumann Listasafnsins á Akureyri og kom þeirri skoðun minni á framfæri að mér fyndist skorta á að það væri skoðað hvað byggðasöfn eru í rauninni stútfull af myndlist,“ segir Íris Ólöf Sigurjónsdóttir, forstöðumaður Byggðasafnsins Hvols á Dalvík, um upphafið á samstarfi hennar og Listasafns Akureyrar. „Ég bauðst til að koma með einhverja gripi á safnið en á þeim tíma reyndist ekki áhugi fyrir því. Fyrir einu og hálfu ári hringdi hann svo í mig og bauð mér að gera þessa sýningu sem verður opnuð í dag.“ Sýningin nefnist Myndlist minjar / Minjar myndlist og þar gefur annars vegar að líta muni markaða af sögu, menningu og andblæ liðins tíma, og hins vegar ný listaverk unnin af ellefu listamönnum sem boðið var að vinna þau út frá munum Byggðasafnsins og menningarsögu Dalvíkurbyggðar. Myndlistarmennirnir eru á aldrinum 28 til 70 ára og vinna í ólíka miðla en eiga það sameiginlegt að tengjast Írisi Ólöfu á einn eða annan hátt. Þeir eru Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir, Haraldur Jónsson, Magdalena Margrét, Ragnhildur Stefánsdóttir, Sara Jóhanna Vilbergsdóttir, Sari Maarit Cedergren, Svava Björnsdóttir, Victor Ocares, Þór Vigfússon, Þrándur Þórarinsson og Örn Alexander Ámundason. „Ég velti því mjög lengi fyrir mér hverja ég ætti að velja,“ segir Íris Ólöf. „Ég vildi hafa breitt aldursbil, fleiri konur en karla, fólk sem ynni í ólíka miðla og svo framvegis. Að lokum ákvað ég að gerast bara egósentrísk og velja þá myndlistarmenn sem ég vildi helst fá. Sterka listamenn sem ég treysti í þetta verkefni og vissi að færu alla leið með það.“ Auk nýju listaverkanna ellefu og munanna sem þau eru unnin út frá eru á sýningunni tuttugu gripir sem Íris Ólöf hefur valið. „Ég sýni þá gripi án sögunnar í kringum þá þannig að þeir standa bara sem sjálfstæð verk,“ segir hún. Sýningin stendur til 7. desember og er opin alla daga nema mánudaga frá klukkan 12 til 17. Aðgangur er ókeypis.
Menning Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira