Menning

Stefán Máni verðlaunaður í Frakklandi

Friðrika Benónýsdóttir skrifar
VerðlaunahöfundurStefán Máni er ekki óvanur verðlaunaviðtöku. Hér er hann með blóðdropann sem hann hefur hlotið þrisvar.
VerðlaunahöfundurStefán Máni er ekki óvanur verðlaunaviðtöku. Hér er hann með blóðdropann sem hann hefur hlotið þrisvar.
Stefán Máni rithöfundur fékk í byrjun október einhver eftirsóttustu glæpasagnaverðlaun Frakklands, aðalverðlaun glæpasagnahátíðarinnar Festival du polar méditerranéen sem haldin er í Avignon ár hvert.

Skáldsaga Stefáns Mána Feigð, sem kom út á Íslandi 2011 og nefnist í franskri þýðingu Présages, var tilnefnd ásamt átta öðrum skáldsögum frá ýmsum Evrópulöndum. Hún bar síðan sigur úr býtum og tók Stefán Máni við glæsilegum verðlaunagrip úr hendi borgarstjóra Avignon við hátíðlega athöfn undir berum himni í sól og blíðu.

Í næstu viku kemur út fjórtánda skáldsaga hans sem nefnist Litlu dauðarnir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.