Sænska þjóðin er að uppgötva Lars upp á nýtt Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. október 2014 08:00 Lars Lagerbäck er einn vinsælasti maður á Íslandi í dag og hann nýtur nú meiri virðingar í Svíþjóð en áður vegna stöðu Íslands. vísir/Anton Þó það séu komin fjögur ár síðan Lars Lagerbäck hætti störfum sem landsliðsþjálfari Svía fylgjast samlandar hans enn grannt með því sem hann gerir, nú sérstaklega þegar íslenska landsliðið er á toppi A-riðils undankeppni EM 2016 með fullt hús stiga og markatöluna 8-0.Olof Lundh, íþróttafréttamaður hjá TV4 í Svíþjóð, sem hefur fylgt sænska landsliðinu eftir um árabil, segir tíma hafa verið kominn á Lars í Svíþjóð. „Þegar hann var með landsliðið hér var hann mjög virtur í langan tíma, en undir lokin var fólk orðið þreytt á fótboltanum sem hann spilaði. Því fannst hann ekki nógu sóknarsinnaður. Hann stýrði liðinu náttúrulega í 13 ár og fólk vildi breytingar,“ segir Lund, en nú eru Svíar að uppgötva Lars upp á nýtt, bæði í gegnum starf hans með íslenska landsliðinu og í sjónvarpinu. „Hann nýtur enn meiri virðingar núna vegna þess sem hann er að gera með íslenska landsliðið. Hann víkur ekki frá sinni hugmyndafræði og spilar fótbolta á sinn hátt,“ segir Lund og heldur áfram: „Nú hefur hann einnig verið að starfa sem knattspyrnusérfræðingur á VIASAT í tengslum við Meistaradeildina. Þótt hann sé svolítið formlegur þar er hann orðinn mjög vinsæll. Sænska þjóðin er svolítið að kynnast honum aftur. Sumir sakna hans núna, sérstaklega í ljósi þess hvað íslenska liðið er að gera þessa dagana og það sænska komst ekki á HM og byrjar ekki vel núna.“ Lundh viðurkennir að honum hafi fundist kominn tími á að Lars stigi til hliðar, en segir að það megi deila um hvort það hafi verið rétt skref að ráða Eric Hamrén. „Þrettán ár eru langur tími og Svíar þurftu nýjan þjálfara. Kannski þurfti Lars líka nýtt umhverfi því leikmennirnir sem hann var með höfðu heyrt sömu röddina ansi lengi,“ segir hann og hlær við. Samband Lars við sænsku pressuna er víðfrægt, en það var ansi stirt á milli hans og sumra blaðamanna. Lundh segir það hafa byrjað strax eftir fyrsta leik. „Hann og Tommy Söderberg töpuðu fyrsta leik gegn Spáni, 4-0, og fyrirsagnirnar í sumum blöðunum voru ansi ljótar daginn eftir. Hann var opinn alveg í byrjun, en eftir þetta breyttist hann. Það voru vissir blaðamenn sem hann náði engan veginn saman við og það var oft mikil spenna á milli hans og pressunnar. Báðir aðilar átu sök í máli þarna,“ segir Lund, en hvað finnst honum um byrjun Íslands í undankeppninni? „Ég hefði aldrei trúað að Ísland myndi vinna Holland og hvað þá Tyrkland svona sannfærandi. Þið eruð með Gylfa Þór Sigurðsson sem er heimsklassa leikmaður, en liðið er ekki í heimsklassa. Það er virkilega virðingarvert að sjá hvað Lars hefur gert með þetta lið,“ segir Olof Lundh. - tom Íslenski boltinn Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Fleiri fréttir Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Þó það séu komin fjögur ár síðan Lars Lagerbäck hætti störfum sem landsliðsþjálfari Svía fylgjast samlandar hans enn grannt með því sem hann gerir, nú sérstaklega þegar íslenska landsliðið er á toppi A-riðils undankeppni EM 2016 með fullt hús stiga og markatöluna 8-0.Olof Lundh, íþróttafréttamaður hjá TV4 í Svíþjóð, sem hefur fylgt sænska landsliðinu eftir um árabil, segir tíma hafa verið kominn á Lars í Svíþjóð. „Þegar hann var með landsliðið hér var hann mjög virtur í langan tíma, en undir lokin var fólk orðið þreytt á fótboltanum sem hann spilaði. Því fannst hann ekki nógu sóknarsinnaður. Hann stýrði liðinu náttúrulega í 13 ár og fólk vildi breytingar,“ segir Lund, en nú eru Svíar að uppgötva Lars upp á nýtt, bæði í gegnum starf hans með íslenska landsliðinu og í sjónvarpinu. „Hann nýtur enn meiri virðingar núna vegna þess sem hann er að gera með íslenska landsliðið. Hann víkur ekki frá sinni hugmyndafræði og spilar fótbolta á sinn hátt,“ segir Lund og heldur áfram: „Nú hefur hann einnig verið að starfa sem knattspyrnusérfræðingur á VIASAT í tengslum við Meistaradeildina. Þótt hann sé svolítið formlegur þar er hann orðinn mjög vinsæll. Sænska þjóðin er svolítið að kynnast honum aftur. Sumir sakna hans núna, sérstaklega í ljósi þess hvað íslenska liðið er að gera þessa dagana og það sænska komst ekki á HM og byrjar ekki vel núna.“ Lundh viðurkennir að honum hafi fundist kominn tími á að Lars stigi til hliðar, en segir að það megi deila um hvort það hafi verið rétt skref að ráða Eric Hamrén. „Þrettán ár eru langur tími og Svíar þurftu nýjan þjálfara. Kannski þurfti Lars líka nýtt umhverfi því leikmennirnir sem hann var með höfðu heyrt sömu röddina ansi lengi,“ segir hann og hlær við. Samband Lars við sænsku pressuna er víðfrægt, en það var ansi stirt á milli hans og sumra blaðamanna. Lundh segir það hafa byrjað strax eftir fyrsta leik. „Hann og Tommy Söderberg töpuðu fyrsta leik gegn Spáni, 4-0, og fyrirsagnirnar í sumum blöðunum voru ansi ljótar daginn eftir. Hann var opinn alveg í byrjun, en eftir þetta breyttist hann. Það voru vissir blaðamenn sem hann náði engan veginn saman við og það var oft mikil spenna á milli hans og pressunnar. Báðir aðilar átu sök í máli þarna,“ segir Lund, en hvað finnst honum um byrjun Íslands í undankeppninni? „Ég hefði aldrei trúað að Ísland myndi vinna Holland og hvað þá Tyrkland svona sannfærandi. Þið eruð með Gylfa Þór Sigurðsson sem er heimsklassa leikmaður, en liðið er ekki í heimsklassa. Það er virkilega virðingarvert að sjá hvað Lars hefur gert með þetta lið,“ segir Olof Lundh. - tom
Íslenski boltinn Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Fleiri fréttir Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira