Verða framhaldsskólar í landsbyggðunum? Árni Páll Árnason skrifar 15. október 2014 07:00 Framhaldsskólar á landsbyggðinni eru skornir sérstaklega niður í nýju fjárlagafrumvarpi: Fjölbrautaskóli Snæfellinga og Menntaskólinn á Tröllaskaga, nýjar og framsæknar menntastofnanir, fá fyrirmæli um fækkun nemendaígilda svo nemur nærri 20%. Sama má segja um Menntaskólann á Egilsstöðum. Skólarnir á Sauðárkróki, í Borgarbyggð, á Laugum, í Vestmannaeyjum og á Húsavík bera allir skarðan hlut frá borði. Erfitt er að sjá hvernig margir þessara skóla og sérstaklega þeir minni munu lifa þennan niðurskurð af. Fjölbreyttir framhaldsskólar á landsbyggðinni eru lífæð hennar. Þeir eru forsenda þess að fólk geti fengið framhaldsmenntun í heimabyggð, en þurfi ekki að flytja burt. Því fleiri og fjölbreyttari sem þeir eru, því betra. Þeir hafa á síðustu árum þróað mikilvægt dreifnám sem nýst hefur nemendum á smærri stöðum til að taka fyrstu ár framhaldsskólans í heimabyggð og auðveldað þannig nemendum enn á barnsaldri að vera áfram í heimabyggð samhliða námi. Dreifnámið hefur líka stutt við rekstrargrunn þessara minni menntastofnana, því kennarar þeirra sinna þá fleirum en þeim sem eru í staðarnámi. Allri þessari fjölbreytni á nú að fórna. Niðurskurðurinn kallar á fækkun kennara í framhaldsskólum á landsbyggðinni. Framhaldsskólakennarar eru í dag hryggjarstykkið í opinberri þjónustu og oft mikilvægustu og best menntuðu opinberu starfsmennirnir í hinum dreifðu byggðum. Þeir munu ekki hafa að neinu öðru að hverfa. Til viðbótar þessu standa innanríkisráðherrann og heilbrigðisráðherrann þessar vikurnar að stærstu einstöku niðurlagningaraðgerð í opinberri þjónustu í landsbyggðunum með sameiningu sýslumannsembætta, lögreglustjóraembætta og heilbrigðisstofnana. Í tilviki heilbrigðisstofnananna er verið að færa þjónustu fjær fólki og á Akureyri stendur heilbrigðisráðherra Sjálfstæðisflokksins fyrir allsherjarríkisvæðingu nærþjónustu við íbúana. Aukin miðstýring, meiri einhæfni og minni fjölbreytni virðast vera einkunnarorð sjálfstæðisráðherra. Ríkisstjórnin vegur að lífæð byggðanna og leggur niður mikilvæg opinber störf í þjónustu við fólk. Það þarf aðra stjórnarstefnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Framhaldsskólar á landsbyggðinni eru skornir sérstaklega niður í nýju fjárlagafrumvarpi: Fjölbrautaskóli Snæfellinga og Menntaskólinn á Tröllaskaga, nýjar og framsæknar menntastofnanir, fá fyrirmæli um fækkun nemendaígilda svo nemur nærri 20%. Sama má segja um Menntaskólann á Egilsstöðum. Skólarnir á Sauðárkróki, í Borgarbyggð, á Laugum, í Vestmannaeyjum og á Húsavík bera allir skarðan hlut frá borði. Erfitt er að sjá hvernig margir þessara skóla og sérstaklega þeir minni munu lifa þennan niðurskurð af. Fjölbreyttir framhaldsskólar á landsbyggðinni eru lífæð hennar. Þeir eru forsenda þess að fólk geti fengið framhaldsmenntun í heimabyggð, en þurfi ekki að flytja burt. Því fleiri og fjölbreyttari sem þeir eru, því betra. Þeir hafa á síðustu árum þróað mikilvægt dreifnám sem nýst hefur nemendum á smærri stöðum til að taka fyrstu ár framhaldsskólans í heimabyggð og auðveldað þannig nemendum enn á barnsaldri að vera áfram í heimabyggð samhliða námi. Dreifnámið hefur líka stutt við rekstrargrunn þessara minni menntastofnana, því kennarar þeirra sinna þá fleirum en þeim sem eru í staðarnámi. Allri þessari fjölbreytni á nú að fórna. Niðurskurðurinn kallar á fækkun kennara í framhaldsskólum á landsbyggðinni. Framhaldsskólakennarar eru í dag hryggjarstykkið í opinberri þjónustu og oft mikilvægustu og best menntuðu opinberu starfsmennirnir í hinum dreifðu byggðum. Þeir munu ekki hafa að neinu öðru að hverfa. Til viðbótar þessu standa innanríkisráðherrann og heilbrigðisráðherrann þessar vikurnar að stærstu einstöku niðurlagningaraðgerð í opinberri þjónustu í landsbyggðunum með sameiningu sýslumannsembætta, lögreglustjóraembætta og heilbrigðisstofnana. Í tilviki heilbrigðisstofnananna er verið að færa þjónustu fjær fólki og á Akureyri stendur heilbrigðisráðherra Sjálfstæðisflokksins fyrir allsherjarríkisvæðingu nærþjónustu við íbúana. Aukin miðstýring, meiri einhæfni og minni fjölbreytni virðast vera einkunnarorð sjálfstæðisráðherra. Ríkisstjórnin vegur að lífæð byggðanna og leggur niður mikilvæg opinber störf í þjónustu við fólk. Það þarf aðra stjórnarstefnu.
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar