Sjá engin rök fyrir flutningi Fiskistofu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 2. október 2014 07:00 Einróma var samþykkt í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í gær að skora á ráðherra og ríkisstjórn að hætta við flutning Fiskistofu úr bænum. Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri er lengst til hægri. Fréttablaðið/Pjetur „Ég trúi ekki öðru en að flutningurinn verði tekinn til endurskoðunar,“ segir Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri Hafnarfjarðar um áskorun bæjarstjórnar á sjávarútvegsráðherra og ríkisstjórnina um að hætta við flutning Fiskistofu til Akureyrar. Á bæjarstjórnarfundi í gær voru lagðar fram tölur um þróun atvinnuleysis og íbúafjölda frá árinu 2007. Kom meðal annars fram að atvinnuleysi í Hafnarfirði í fyrra var 4,7 prósent en 3,5 prósent á Akureyri. Ennfremur að fjölgun íbúa á Akureyri var 7 prósent á sama tíma og íbúum á landsvísu fjölgaði um 6 prósent að meðaltali. „Þannig að það er ekki hægt að færa fyrir því rök að flutningur Fiskistofu sé til þess að sporna við fækkun íbúa á Akureyri,“ segir Haraldur bæjarstjóri.Alvarlegast að hafa ekki skoðað staðreyndir Þá nefnir Haraldur að frá árinu 2007 hafi stöðugildum hjá ríkinu fækkað í Hafnarfirði úr 622 í 495, eða um tuttugu prósent. Á sama tíma hafi ríkisstörfum á Akureyri aðeins fækkað um 5 prósent, úr 1.062 í 1.005. Fari öll 57 stöðugildi Fiskistofu til Akureyrar verði staðan sú að þar hafi fjöldi ríkisstarfsmanna staðið í stað en fækkað um 30 prósent í Hafnarfirði á þessu tímabili. „Það sem er einna alvarlegast í þessu máli er að þessar tölur virðast ekki hafa verið skoðaðar áður en ákveðið var að flytja Fiskistofu. Ef menn eru að tala um að byggðasjónarmið eigi að ráða þá finnst mér ekki hafa verið sýnt fram á það með málefnalegum rökum,“ segir bæjarstjórinn.Eins og að stökkva vatni á gæs Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi Vinstri grænna og forveri Haraldar í bæjarstjórastólnum, sagði á bæjarstjórnarfundinum að flutningur Fiskistofu væri hluti af þeirr stefnu ríkisstjórnarinnar að flytja opnber störf frá höfuðborgarsvæðinu út á landsbyggðina. Guðrún sagði Hafnarfirðinga þurfa að taka málið upp á víðari vettvangi því viðbrögð ríkisvaldsinns við tilraunum Hafnfirðinga til að reyna að hafa áhrif á málið væru „eins og að skvetta vatni á gæs.“Náði ekki í ráðherra Fram kom hjá Haraldi bæjarstjóra á fundinum í gær að hann hefði bæði í gær og fyrradag reynt að ná tali af Sigurði Inga Jóhannsyni sjávarútvegsráðherra. Haraldur vildi kynna Sigurði innihald áskorunar bæjarstjórnar áður en hún yrði tekin fyrir á fundinum. Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Sjá meira
„Ég trúi ekki öðru en að flutningurinn verði tekinn til endurskoðunar,“ segir Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri Hafnarfjarðar um áskorun bæjarstjórnar á sjávarútvegsráðherra og ríkisstjórnina um að hætta við flutning Fiskistofu til Akureyrar. Á bæjarstjórnarfundi í gær voru lagðar fram tölur um þróun atvinnuleysis og íbúafjölda frá árinu 2007. Kom meðal annars fram að atvinnuleysi í Hafnarfirði í fyrra var 4,7 prósent en 3,5 prósent á Akureyri. Ennfremur að fjölgun íbúa á Akureyri var 7 prósent á sama tíma og íbúum á landsvísu fjölgaði um 6 prósent að meðaltali. „Þannig að það er ekki hægt að færa fyrir því rök að flutningur Fiskistofu sé til þess að sporna við fækkun íbúa á Akureyri,“ segir Haraldur bæjarstjóri.Alvarlegast að hafa ekki skoðað staðreyndir Þá nefnir Haraldur að frá árinu 2007 hafi stöðugildum hjá ríkinu fækkað í Hafnarfirði úr 622 í 495, eða um tuttugu prósent. Á sama tíma hafi ríkisstörfum á Akureyri aðeins fækkað um 5 prósent, úr 1.062 í 1.005. Fari öll 57 stöðugildi Fiskistofu til Akureyrar verði staðan sú að þar hafi fjöldi ríkisstarfsmanna staðið í stað en fækkað um 30 prósent í Hafnarfirði á þessu tímabili. „Það sem er einna alvarlegast í þessu máli er að þessar tölur virðast ekki hafa verið skoðaðar áður en ákveðið var að flytja Fiskistofu. Ef menn eru að tala um að byggðasjónarmið eigi að ráða þá finnst mér ekki hafa verið sýnt fram á það með málefnalegum rökum,“ segir bæjarstjórinn.Eins og að stökkva vatni á gæs Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi Vinstri grænna og forveri Haraldar í bæjarstjórastólnum, sagði á bæjarstjórnarfundinum að flutningur Fiskistofu væri hluti af þeirr stefnu ríkisstjórnarinnar að flytja opnber störf frá höfuðborgarsvæðinu út á landsbyggðina. Guðrún sagði Hafnarfirðinga þurfa að taka málið upp á víðari vettvangi því viðbrögð ríkisvaldsinns við tilraunum Hafnfirðinga til að reyna að hafa áhrif á málið væru „eins og að skvetta vatni á gæs.“Náði ekki í ráðherra Fram kom hjá Haraldi bæjarstjóra á fundinum í gær að hann hefði bæði í gær og fyrradag reynt að ná tali af Sigurði Inga Jóhannsyni sjávarútvegsráðherra. Haraldur vildi kynna Sigurði innihald áskorunar bæjarstjórnar áður en hún yrði tekin fyrir á fundinum.
Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“