Sjá engin rök fyrir flutningi Fiskistofu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 2. október 2014 07:00 Einróma var samþykkt í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í gær að skora á ráðherra og ríkisstjórn að hætta við flutning Fiskistofu úr bænum. Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri er lengst til hægri. Fréttablaðið/Pjetur „Ég trúi ekki öðru en að flutningurinn verði tekinn til endurskoðunar,“ segir Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri Hafnarfjarðar um áskorun bæjarstjórnar á sjávarútvegsráðherra og ríkisstjórnina um að hætta við flutning Fiskistofu til Akureyrar. Á bæjarstjórnarfundi í gær voru lagðar fram tölur um þróun atvinnuleysis og íbúafjölda frá árinu 2007. Kom meðal annars fram að atvinnuleysi í Hafnarfirði í fyrra var 4,7 prósent en 3,5 prósent á Akureyri. Ennfremur að fjölgun íbúa á Akureyri var 7 prósent á sama tíma og íbúum á landsvísu fjölgaði um 6 prósent að meðaltali. „Þannig að það er ekki hægt að færa fyrir því rök að flutningur Fiskistofu sé til þess að sporna við fækkun íbúa á Akureyri,“ segir Haraldur bæjarstjóri.Alvarlegast að hafa ekki skoðað staðreyndir Þá nefnir Haraldur að frá árinu 2007 hafi stöðugildum hjá ríkinu fækkað í Hafnarfirði úr 622 í 495, eða um tuttugu prósent. Á sama tíma hafi ríkisstörfum á Akureyri aðeins fækkað um 5 prósent, úr 1.062 í 1.005. Fari öll 57 stöðugildi Fiskistofu til Akureyrar verði staðan sú að þar hafi fjöldi ríkisstarfsmanna staðið í stað en fækkað um 30 prósent í Hafnarfirði á þessu tímabili. „Það sem er einna alvarlegast í þessu máli er að þessar tölur virðast ekki hafa verið skoðaðar áður en ákveðið var að flytja Fiskistofu. Ef menn eru að tala um að byggðasjónarmið eigi að ráða þá finnst mér ekki hafa verið sýnt fram á það með málefnalegum rökum,“ segir bæjarstjórinn.Eins og að stökkva vatni á gæs Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi Vinstri grænna og forveri Haraldar í bæjarstjórastólnum, sagði á bæjarstjórnarfundinum að flutningur Fiskistofu væri hluti af þeirr stefnu ríkisstjórnarinnar að flytja opnber störf frá höfuðborgarsvæðinu út á landsbyggðina. Guðrún sagði Hafnarfirðinga þurfa að taka málið upp á víðari vettvangi því viðbrögð ríkisvaldsinns við tilraunum Hafnfirðinga til að reyna að hafa áhrif á málið væru „eins og að skvetta vatni á gæs.“Náði ekki í ráðherra Fram kom hjá Haraldi bæjarstjóra á fundinum í gær að hann hefði bæði í gær og fyrradag reynt að ná tali af Sigurði Inga Jóhannsyni sjávarútvegsráðherra. Haraldur vildi kynna Sigurði innihald áskorunar bæjarstjórnar áður en hún yrði tekin fyrir á fundinum. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
„Ég trúi ekki öðru en að flutningurinn verði tekinn til endurskoðunar,“ segir Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri Hafnarfjarðar um áskorun bæjarstjórnar á sjávarútvegsráðherra og ríkisstjórnina um að hætta við flutning Fiskistofu til Akureyrar. Á bæjarstjórnarfundi í gær voru lagðar fram tölur um þróun atvinnuleysis og íbúafjölda frá árinu 2007. Kom meðal annars fram að atvinnuleysi í Hafnarfirði í fyrra var 4,7 prósent en 3,5 prósent á Akureyri. Ennfremur að fjölgun íbúa á Akureyri var 7 prósent á sama tíma og íbúum á landsvísu fjölgaði um 6 prósent að meðaltali. „Þannig að það er ekki hægt að færa fyrir því rök að flutningur Fiskistofu sé til þess að sporna við fækkun íbúa á Akureyri,“ segir Haraldur bæjarstjóri.Alvarlegast að hafa ekki skoðað staðreyndir Þá nefnir Haraldur að frá árinu 2007 hafi stöðugildum hjá ríkinu fækkað í Hafnarfirði úr 622 í 495, eða um tuttugu prósent. Á sama tíma hafi ríkisstörfum á Akureyri aðeins fækkað um 5 prósent, úr 1.062 í 1.005. Fari öll 57 stöðugildi Fiskistofu til Akureyrar verði staðan sú að þar hafi fjöldi ríkisstarfsmanna staðið í stað en fækkað um 30 prósent í Hafnarfirði á þessu tímabili. „Það sem er einna alvarlegast í þessu máli er að þessar tölur virðast ekki hafa verið skoðaðar áður en ákveðið var að flytja Fiskistofu. Ef menn eru að tala um að byggðasjónarmið eigi að ráða þá finnst mér ekki hafa verið sýnt fram á það með málefnalegum rökum,“ segir bæjarstjórinn.Eins og að stökkva vatni á gæs Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi Vinstri grænna og forveri Haraldar í bæjarstjórastólnum, sagði á bæjarstjórnarfundinum að flutningur Fiskistofu væri hluti af þeirr stefnu ríkisstjórnarinnar að flytja opnber störf frá höfuðborgarsvæðinu út á landsbyggðina. Guðrún sagði Hafnarfirðinga þurfa að taka málið upp á víðari vettvangi því viðbrögð ríkisvaldsinns við tilraunum Hafnfirðinga til að reyna að hafa áhrif á málið væru „eins og að skvetta vatni á gæs.“Náði ekki í ráðherra Fram kom hjá Haraldi bæjarstjóra á fundinum í gær að hann hefði bæði í gær og fyrradag reynt að ná tali af Sigurði Inga Jóhannsyni sjávarútvegsráðherra. Haraldur vildi kynna Sigurði innihald áskorunar bæjarstjórnar áður en hún yrði tekin fyrir á fundinum.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira