Telur TR hafa snuðað hundruð öryrkja með ólögmætum kröfum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 1. október 2014 07:00 Verið er að fara yfir álit umboðsmanns Alþingis hjá Tryggingastofnun. Fréttablaðið/Rósa „Tryggingastofnun er búin að vera að praktísera lögin með röngum hætti og hefur snuðað örugglega hundruð öryrkja um bætur,“ segir Daníel Isebarn Ágústsson, lögmaður Öryrkjabandalags Íslands, um niðurstöður í nýju áliti umboðsmanns Alþingis. Öryrkjabandalagið leitaði til umboðsmanns Alþingis fyrir hönd þroskaskertrar konu um þrítugt vegna úrskurðar Úrskurðarnefndar almannatrygginga sem staðfesti ákvörðun Tryggingastofnunar um að konan ætti rétt til örorkulífeyris frá þeim tíma sem hún sótti um en ekki líka tvö ár aftur í tímann eins og lögin heimila.Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins.Drógu í efa að þroskaskerðing væri meðfædd „Kröfunni var hafnað þar sem læknisfræðileg gögn málsins voru ekki talin bera ótvírætt með sér að hún hefði uppfyllt læknisfræðileg skilyrði örorku áður en greining sérfræðings fór fram,“ segir í áliti umboðsmanns sem er ósammála túlkun Tryggingastofnunar og síðar úrskurðarnefndarinnar. Segir umboðsmaður að „ekki yrði séð að læknisfræðileg gögn málsins hefðu borið með sér að ástand A [konunnar] hefði breyst gegnum tíðina heldur bentu þau þvert á móti til þess að ástand hennar hefði verið meðfætt.“ Og hafi verið álitið að ekki hafi verið sýnt fram á ástand konunnar með nægilega skýrum hætti hefði átt að gefa henni kost á að leggja fram frekari gögn.Uppfylli lagaskyldu og taki eldri mál upp „Öryrkjabandalagið er búið að benda á þetta í mörg ár en Tryggingastofnun hefur þráast við og barið hausnum við steininn. Núna fá þeir loksins álit frá umboðsmanni og þá ætla ég rétt að vona að þeir uppfylli þá skýru lagaskyldu sína að kafa ofan í öll mál sem hefur verið hafnað á þessu forsendum og endurupptaka þau öll,“ segir Daníel Isebarn. Að sögn Daníels er það sérstakt fagnaðarefni fyrir Öryrkjabandalagið að í áliti umboðsmanns sé fjallað um almenna verklagsreglu hjá Tryggingastofnun. Tekið sé á tveimur meginatriðum varðandi heimildina til að ákvarða bótarétt aftur í tímann. Fyrra atriðið sé óhemju harðar kröfur um að sýnt sé fram á ótvíræðan bótarétt. Fyrir það fái þeir skammir hjá umboðsmanni. Seinna atriðið sé ekki síður mikilvægt.Daníel Isebarn Ágústsson, lögmaður Öryrkjabandalags Íslands.Heimatilbúin regla án lagastoðar „Við þá sem ná þó að sýna fram á að þeir ættu að eiga bótarétt aftur í tímann er sagt að Tryggingastofnun telji ekki vera sérstakar aðstæður í þeirra máli, algerlega án frekari rökstuðnings og án stoðar í lögum,“ segir Daníel. Í svari Tryggingastofnunar til áðurnefndrar konu segir einmitt: „Tryggingastofnun hefur farið yfir mál þitt og telur að ekki verður séð að í þessu tilfelli sé um að ræða sérstakar aðstæður sem réttlæti greiðslu aftur í tímann.“ Umboðsmaður Alþingis segir að bætur skuli reiknaðar frá þeim degi sem umsækjandi uppfylli skilyrði til bótanna en þó ekki lengra en tvö ár aftur í tímann. Krafa Tryggingastofnunar um „sérstakar aðstæður“ eigi sér ekki stoð í lögunum.Framkvæmdin á skjön við lögin Daníel segir lagaregluna um bætur aftur í tímann ekki hafa verið framkvæmda í samræmi við orðanna hljóðan. „Hugsunin er sú að ef fólk kemur í örorkumat séu allar líkur á að það sé búið að uppfylla skilyrðin í einhvern tíma áður en það fer í mat. Þess vegna er gert ráð fyrir að hægt sé ákvarða bætur aftur í tímann,“ segir lögmaður Öryrkjabandalagsins. Ekki fengust svör frá Tryggingastofnun í gær. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira
„Tryggingastofnun er búin að vera að praktísera lögin með röngum hætti og hefur snuðað örugglega hundruð öryrkja um bætur,“ segir Daníel Isebarn Ágústsson, lögmaður Öryrkjabandalags Íslands, um niðurstöður í nýju áliti umboðsmanns Alþingis. Öryrkjabandalagið leitaði til umboðsmanns Alþingis fyrir hönd þroskaskertrar konu um þrítugt vegna úrskurðar Úrskurðarnefndar almannatrygginga sem staðfesti ákvörðun Tryggingastofnunar um að konan ætti rétt til örorkulífeyris frá þeim tíma sem hún sótti um en ekki líka tvö ár aftur í tímann eins og lögin heimila.Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins.Drógu í efa að þroskaskerðing væri meðfædd „Kröfunni var hafnað þar sem læknisfræðileg gögn málsins voru ekki talin bera ótvírætt með sér að hún hefði uppfyllt læknisfræðileg skilyrði örorku áður en greining sérfræðings fór fram,“ segir í áliti umboðsmanns sem er ósammála túlkun Tryggingastofnunar og síðar úrskurðarnefndarinnar. Segir umboðsmaður að „ekki yrði séð að læknisfræðileg gögn málsins hefðu borið með sér að ástand A [konunnar] hefði breyst gegnum tíðina heldur bentu þau þvert á móti til þess að ástand hennar hefði verið meðfætt.“ Og hafi verið álitið að ekki hafi verið sýnt fram á ástand konunnar með nægilega skýrum hætti hefði átt að gefa henni kost á að leggja fram frekari gögn.Uppfylli lagaskyldu og taki eldri mál upp „Öryrkjabandalagið er búið að benda á þetta í mörg ár en Tryggingastofnun hefur þráast við og barið hausnum við steininn. Núna fá þeir loksins álit frá umboðsmanni og þá ætla ég rétt að vona að þeir uppfylli þá skýru lagaskyldu sína að kafa ofan í öll mál sem hefur verið hafnað á þessu forsendum og endurupptaka þau öll,“ segir Daníel Isebarn. Að sögn Daníels er það sérstakt fagnaðarefni fyrir Öryrkjabandalagið að í áliti umboðsmanns sé fjallað um almenna verklagsreglu hjá Tryggingastofnun. Tekið sé á tveimur meginatriðum varðandi heimildina til að ákvarða bótarétt aftur í tímann. Fyrra atriðið sé óhemju harðar kröfur um að sýnt sé fram á ótvíræðan bótarétt. Fyrir það fái þeir skammir hjá umboðsmanni. Seinna atriðið sé ekki síður mikilvægt.Daníel Isebarn Ágústsson, lögmaður Öryrkjabandalags Íslands.Heimatilbúin regla án lagastoðar „Við þá sem ná þó að sýna fram á að þeir ættu að eiga bótarétt aftur í tímann er sagt að Tryggingastofnun telji ekki vera sérstakar aðstæður í þeirra máli, algerlega án frekari rökstuðnings og án stoðar í lögum,“ segir Daníel. Í svari Tryggingastofnunar til áðurnefndrar konu segir einmitt: „Tryggingastofnun hefur farið yfir mál þitt og telur að ekki verður séð að í þessu tilfelli sé um að ræða sérstakar aðstæður sem réttlæti greiðslu aftur í tímann.“ Umboðsmaður Alþingis segir að bætur skuli reiknaðar frá þeim degi sem umsækjandi uppfylli skilyrði til bótanna en þó ekki lengra en tvö ár aftur í tímann. Krafa Tryggingastofnunar um „sérstakar aðstæður“ eigi sér ekki stoð í lögunum.Framkvæmdin á skjön við lögin Daníel segir lagaregluna um bætur aftur í tímann ekki hafa verið framkvæmda í samræmi við orðanna hljóðan. „Hugsunin er sú að ef fólk kemur í örorkumat séu allar líkur á að það sé búið að uppfylla skilyrðin í einhvern tíma áður en það fer í mat. Þess vegna er gert ráð fyrir að hægt sé ákvarða bætur aftur í tímann,“ segir lögmaður Öryrkjabandalagsins. Ekki fengust svör frá Tryggingastofnun í gær.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira