Þegar nær afmælinu dró greip mig æðruleysi 18. september 2014 15:30 "Það er nú alltaf eitthvað á könnunni en það er ekkert stórbrotið í bígerð,“ segir Einar Már um afmælishaldið heima. Fréttablaðið/GVA „Þetta leggst bara vel í mig. Alltaf gaman að eiga afmæli, enda kemur það fyrir á bestu bæjum,“ segir Einar Már Guðmundsson rithöfundur spurður hvernig sextugu skáldi líði. „Ég hugsa að öllum finnist afmælisdagurinn sinn svolítið sérstakur. Greta Garbo hefði orðið 109 ára í dag. Það er ekki leiðinlegt að eiga sama afmælisdag og hún.“ Mörg afmæli eru Einari Má eftirminnileg, einkum frá æskuárunum. „Ég var alinn upp á svo barnmörgu svæði í Heima- og Vogahverfinu. Þar voru um tvö þúsund börn, um 1% af þjóðinni, og ekki búið að finna upp alla mannasiðina. Það má segja að ég hafi gert þeirri sögu skil í Riddurum hringstigans þar sem afmælisveisla fór úr böndunum. Þannig að þar eru öll afmælin dregin inn í eitt.“ Að sjálfsögðu situr Einar Már við að skrifa. „Ég er með bók í smíðum og er ekki búinn með hana. Það spurði mig einhvern tíma einhver hvort það kæmi út bók um jólin. Ég sneri út úr því og sagði að ég væri að skrifa bók en hún fjallaði ekki um jólin. Ég er að vinna í verki og það tekur sinn tíma.“ En hvað ætlar skáldið að gera í dag í tilefni sextugsafmælisins? „Heyrðu. Bjóddu bara öllum sem lesa Fréttablaðið í afmælið mitt. Það verður í Bókabúð Máls og menningar klukkan 17 og er kallað afmælis- og útgáfuhóf því þá er að koma út úrval af ljóðunum mínum á ensku. Það verður smá dagskrá og glatt á hjalla og kannski verður einhver sem segir eitthvað – en allt á hófstilltum nótum.“ Skyldi hann ekkert ætla að hella upp á könnuna heima? „Það er nú alltaf eitthvað á könnunni en það er ekkert stórbrotið í bígerð. Maður var búinn að sjá ýmislegt fyrir sér í sínum villtustu draumum en þegar nær afmælinu dró greip mig æðruleysi. Hugsanlega geri ég eitthvað seinna. Það er dálítið uppi á teningnum núna að vera ekkert að flýta sér. Kannski er það aldurinn. En að öðru leyti er ég þakklátur fyrir að tíminn líði og að vera nokkuð óskaddaður.“ Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Þetta leggst bara vel í mig. Alltaf gaman að eiga afmæli, enda kemur það fyrir á bestu bæjum,“ segir Einar Már Guðmundsson rithöfundur spurður hvernig sextugu skáldi líði. „Ég hugsa að öllum finnist afmælisdagurinn sinn svolítið sérstakur. Greta Garbo hefði orðið 109 ára í dag. Það er ekki leiðinlegt að eiga sama afmælisdag og hún.“ Mörg afmæli eru Einari Má eftirminnileg, einkum frá æskuárunum. „Ég var alinn upp á svo barnmörgu svæði í Heima- og Vogahverfinu. Þar voru um tvö þúsund börn, um 1% af þjóðinni, og ekki búið að finna upp alla mannasiðina. Það má segja að ég hafi gert þeirri sögu skil í Riddurum hringstigans þar sem afmælisveisla fór úr böndunum. Þannig að þar eru öll afmælin dregin inn í eitt.“ Að sjálfsögðu situr Einar Már við að skrifa. „Ég er með bók í smíðum og er ekki búinn með hana. Það spurði mig einhvern tíma einhver hvort það kæmi út bók um jólin. Ég sneri út úr því og sagði að ég væri að skrifa bók en hún fjallaði ekki um jólin. Ég er að vinna í verki og það tekur sinn tíma.“ En hvað ætlar skáldið að gera í dag í tilefni sextugsafmælisins? „Heyrðu. Bjóddu bara öllum sem lesa Fréttablaðið í afmælið mitt. Það verður í Bókabúð Máls og menningar klukkan 17 og er kallað afmælis- og útgáfuhóf því þá er að koma út úrval af ljóðunum mínum á ensku. Það verður smá dagskrá og glatt á hjalla og kannski verður einhver sem segir eitthvað – en allt á hófstilltum nótum.“ Skyldi hann ekkert ætla að hella upp á könnuna heima? „Það er nú alltaf eitthvað á könnunni en það er ekkert stórbrotið í bígerð. Maður var búinn að sjá ýmislegt fyrir sér í sínum villtustu draumum en þegar nær afmælinu dró greip mig æðruleysi. Hugsanlega geri ég eitthvað seinna. Það er dálítið uppi á teningnum núna að vera ekkert að flýta sér. Kannski er það aldurinn. En að öðru leyti er ég þakklátur fyrir að tíminn líði og að vera nokkuð óskaddaður.“
Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp