Jibbí í síðasta sæti í Júróvision Ellen Calmon og Halldór Sævar Guðbergsson skrifar 13. september 2014 07:00 Við viljum gjarnan gera okkur gildandi á meðal stærri þjóða meðal annars með þátttöku í Júróvision. Júróvisión hefur mikið skemmtanagildi, sameinar fjölskyldur og vini yfir sjónvarpinu og hvetur okkur til að grilla snemma að vori. En því miður þá höfum við oftar en ekki vermt síðustu sætin, við reynum þó og tökum þátt. Við ættum líka að vilja gera okkur gildandi á meðal stærri þjóða í stórum málum eins og mannréttindamálum. Mannréttindi veita okkur alls konar rétt svo sem til framfærslu, sjálfstæðs lífs, náms, starfa, heilbrigðisþjónustu, háralitunar og margs annars sem skiptir okkur öll máli í daglegu lífi. Við hjá ÖBÍ efumst stundum um áhuga stjórnvalda á að gera sig gildandi í mannréttindamálum. Nýlega áttum við fund með ráðherra mannréttindamála, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, þar sem við bentum á að Ísland er eitt af síðustu löndum til að innleiða mannréttindasamning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF). Samningurinn var undirritaður fyrir Íslands hönd 30. mars 2007, síðan þá hafa stjórnvöld nokkrum sinnum áætlað að leggja fram frumvarp á Alþingi um fullgildingu samningsins en af því hefur ekki orðið. Í þingsályktun um framkvæmdaáætlun í málefni fatlaðs fólks til ársins 2014, sem Alþingi samþykkti 11. júní 2012, kemur fram að frumvarp eigi að fara fyrir Alþingi eigi síðar en á vorþingi 2013. Það gekk ekki eftir og var því næsta áætlun á vorþingi 2014, sem hefur heldur ekki orðið. Nú hafa stjórnvöld sagt að frumvarpið verði lagt fram á vorþingi 2015. 158 lönd hafa þegar skrifað undir samninginn og þar af hafa 150 innleitt hann. Núverandi staða er sú að Ísland er eitt af átta síðustu löndunum. Það er vissulega von okkar að stjórnvöld taki við sér og keppist við að stýra landinu með slagorðinu „með mannréttindalögum skal land byggja“. Staðreyndin er hins vegar sú að við vermum sæti neðarlega á listanum. Er markmiðið að verða síðust til innleiðingar á mannréttindasáttmála? Ef svo er, þá verður hæglega hægt að hrópa: „Jibbí við urðum í síðasta sæti!“ og er þá ekki um að ræða glamúrkeppni Júróvision heldur MANNRÉTTINDI! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Ellen Jacqueline Calmon Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Sjá meira
Við viljum gjarnan gera okkur gildandi á meðal stærri þjóða meðal annars með þátttöku í Júróvision. Júróvisión hefur mikið skemmtanagildi, sameinar fjölskyldur og vini yfir sjónvarpinu og hvetur okkur til að grilla snemma að vori. En því miður þá höfum við oftar en ekki vermt síðustu sætin, við reynum þó og tökum þátt. Við ættum líka að vilja gera okkur gildandi á meðal stærri þjóða í stórum málum eins og mannréttindamálum. Mannréttindi veita okkur alls konar rétt svo sem til framfærslu, sjálfstæðs lífs, náms, starfa, heilbrigðisþjónustu, háralitunar og margs annars sem skiptir okkur öll máli í daglegu lífi. Við hjá ÖBÍ efumst stundum um áhuga stjórnvalda á að gera sig gildandi í mannréttindamálum. Nýlega áttum við fund með ráðherra mannréttindamála, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, þar sem við bentum á að Ísland er eitt af síðustu löndum til að innleiða mannréttindasamning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF). Samningurinn var undirritaður fyrir Íslands hönd 30. mars 2007, síðan þá hafa stjórnvöld nokkrum sinnum áætlað að leggja fram frumvarp á Alþingi um fullgildingu samningsins en af því hefur ekki orðið. Í þingsályktun um framkvæmdaáætlun í málefni fatlaðs fólks til ársins 2014, sem Alþingi samþykkti 11. júní 2012, kemur fram að frumvarp eigi að fara fyrir Alþingi eigi síðar en á vorþingi 2013. Það gekk ekki eftir og var því næsta áætlun á vorþingi 2014, sem hefur heldur ekki orðið. Nú hafa stjórnvöld sagt að frumvarpið verði lagt fram á vorþingi 2015. 158 lönd hafa þegar skrifað undir samninginn og þar af hafa 150 innleitt hann. Núverandi staða er sú að Ísland er eitt af átta síðustu löndunum. Það er vissulega von okkar að stjórnvöld taki við sér og keppist við að stýra landinu með slagorðinu „með mannréttindalögum skal land byggja“. Staðreyndin er hins vegar sú að við vermum sæti neðarlega á listanum. Er markmiðið að verða síðust til innleiðingar á mannréttindasáttmála? Ef svo er, þá verður hæglega hægt að hrópa: „Jibbí við urðum í síðasta sæti!“ og er þá ekki um að ræða glamúrkeppni Júróvision heldur MANNRÉTTINDI!
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar