Breytingarnar vanhugsaðar Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 13. september 2014 06:00 Hækkun matarskattsins verður án efa eitt af stóru málunum á Alþingi. Vísir/Stefán Vísir/stefán „Ég hef velt því fyrir mér hvort ríkisstjórnin sé ekki að setja á svið leikrit. Það er mjög sérkennilegt þegar annar stjórnarflokkurinn setur almennan fyrirvara við fjárlagafrumvarpið,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Þingmenn Framsóknarflokksins hafa síðustu daga lýst miklum efasemdum yfir hækkun á virðisaukaskatti á mat úr sjö í tólf í prósent. Auk þess hefur forsætisráðherra lýst þeirri skoðun sinni að hægt sé að endurskoða fjárlagafrumvarpið. Flestir þingmanna Sjálfstæðisflokksins styðja hins vegar breytinguna. „Tekjuöflunarfrumvarpið gengur lengra, þar er gert ráð fyrir að matarskatturinn hækki í tólf prósent en í fjárlagafrumvarpinu er gengið út frá því að hann verði 11 prósent. Þetta gefur sögusögnum um að það sé verið að setja á svið leikrit byr undir báða vængi. Þetta verði svo dregið til baka,“ segir Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Hann segist þó varla trúa því fyrr en hann taki á að þannig sé í pottinn búið. „Á maður ekki að ætla að ríkisstjórnin meini það að hún vilji hækka matarskattinn?“ segir Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, og bætir við að hann telji málið vera vanhugsað frá upphafi. „Stjórnin sagðist ætla að einfalda virðisaukaskattskerfið. Það er hins vegar engin einföldun í þessu. Þrepin eru jafnmörg og þau voru og það er ein undanþága fyrir ferðaþjónustuna. Fjármálaráðherra segir að það verði ekki frekari breytingar,“ segir hann og bætir við að Björt framtíð styðji ekki hækkun á matarskatti. „Á sama tíma og auðlegðarskattur upp á 10 milljarða er felldur niður og veiðigjöldin lækkuð enn meira er farið í skattahækkanir á almenning í landinu,“ segir Katrín og telur þetta ranga forgangsröðun. „Mér finnst ótrúlegt, einmitt þegar við erum komin út úr kreppunni og fólk er búið að leggja mikið á sig í mörg ár, þá sé komið inn með ellefu milljarða hækkun á helstu lífsnauðsynjar. Þetta er stærsta einstaka skattahækkunin á almenning frá hruni,“ segir Helgi. Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
„Ég hef velt því fyrir mér hvort ríkisstjórnin sé ekki að setja á svið leikrit. Það er mjög sérkennilegt þegar annar stjórnarflokkurinn setur almennan fyrirvara við fjárlagafrumvarpið,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Þingmenn Framsóknarflokksins hafa síðustu daga lýst miklum efasemdum yfir hækkun á virðisaukaskatti á mat úr sjö í tólf í prósent. Auk þess hefur forsætisráðherra lýst þeirri skoðun sinni að hægt sé að endurskoða fjárlagafrumvarpið. Flestir þingmanna Sjálfstæðisflokksins styðja hins vegar breytinguna. „Tekjuöflunarfrumvarpið gengur lengra, þar er gert ráð fyrir að matarskatturinn hækki í tólf prósent en í fjárlagafrumvarpinu er gengið út frá því að hann verði 11 prósent. Þetta gefur sögusögnum um að það sé verið að setja á svið leikrit byr undir báða vængi. Þetta verði svo dregið til baka,“ segir Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Hann segist þó varla trúa því fyrr en hann taki á að þannig sé í pottinn búið. „Á maður ekki að ætla að ríkisstjórnin meini það að hún vilji hækka matarskattinn?“ segir Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, og bætir við að hann telji málið vera vanhugsað frá upphafi. „Stjórnin sagðist ætla að einfalda virðisaukaskattskerfið. Það er hins vegar engin einföldun í þessu. Þrepin eru jafnmörg og þau voru og það er ein undanþága fyrir ferðaþjónustuna. Fjármálaráðherra segir að það verði ekki frekari breytingar,“ segir hann og bætir við að Björt framtíð styðji ekki hækkun á matarskatti. „Á sama tíma og auðlegðarskattur upp á 10 milljarða er felldur niður og veiðigjöldin lækkuð enn meira er farið í skattahækkanir á almenning í landinu,“ segir Katrín og telur þetta ranga forgangsröðun. „Mér finnst ótrúlegt, einmitt þegar við erum komin út úr kreppunni og fólk er búið að leggja mikið á sig í mörg ár, þá sé komið inn með ellefu milljarða hækkun á helstu lífsnauðsynjar. Þetta er stærsta einstaka skattahækkunin á almenning frá hruni,“ segir Helgi.
Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira