Opið bréf til nýrra framkvæmdastjóra á Landspítala Auðbjörg Reynisdóttir skrifar 12. september 2014 07:00 Ágætu nýju framkvæmdastjórar Landspítalans. Samkvæmt upplýsingum frá forstjóranum virðist ráðning ykkar þjóna tvennum tilgangi; að setja „öryggi og flæði sjúklinga í fyrirrúm“ og láta nýjan spítala verða að veruleika. Ég vil því bjóða ykkur velkomin til starfa og dáist að hugrekki ykkar að takast á við verkefni hjá stofnun sem liggur undir ákæru fyrir manndráp af gáleysi. Forstjórinn fullyrðir að húsnæði spítalans sé stærsta ógnun við öryggi sjúklinga. Þessi fullyrðing hljómar sérkennilega í mínum eyrum því húsnæði og tæki gera ekki mistök. Ég er ein þeirra mörgu sem hafa bitra reynslu af spítalanum og tel mig vita talsvert um öryggi sjúklinga. Það var ekki húsnæðinu að kenna að sonur minn 14 mánaða lést eftir mistök á bráðamóttöku barna í febrúar 2001. Já, það er kannski ástæðan fyrir að ég rita þessar línur því stjórnendum spítalans hefur ekki lánast að ljúka því máli á sómasamlegan hátt. Þrettán ára gamalt mál er nú á borði ráðherra sem það hefði aldrei átt að vera. Athygli Umboðsmanns Alþingis verður fljótlega vakin á að ráðherrann hefur enn ekki svarað erindi mínu sem hefur velkst fram og til baka í kerfinu sökum vanhæfni stjórnenda til að ljúka því. Ég óska þess að ná sáttum og að fjölskylda mín geti notið þess að treysta þessari stofnun þegar á þarf að halda. Svo er ekki í dag en vonandi kemur sá dagur undir ykkar handleiðslu. Hann kemur ekki með nýjum spítala, því get ég lofað. Það þarf kjark og auðmýkt Á veraldarvefnum má finna margar reynslusögur um hvernig mistök í heilbrigðisþjónustu hafa verið markvisst nýtt til að bjarga öðrum frá sambærilegum skaða. Oft hefur frumkvæðið komið frá þeim sem fyrir þessum hörmungum verða. En hér á landi tíðkast ekki að reynsla nýtist á uppbyggilegan hátt þótt ríkur áhugi og vilji sé til staðar hjá þolendum. Mig langar til að sjá það verða að veruleika að sjúklingar og aðstandendur skipti máli og þeir hafi eitthvað um þessi mál að segja. Það var jú meginþemað í ráðstefnu í Hörpu fyrir ári síðan en ekkert hefur breyst. Hvað vantar upp á? Ég lýsi mig reiðubúna að halda uppbyggilegan fyrirlestur um reynslu mína sem móður af hörmulegu atviki inni á sjúkrahúsinu. Erindi sem allir starfsmenn, stjórnendur og embættismenn ættu að heyra, því það þarf að standa betur að úrvinnslu mistakamála og draga lærdóm af þeim. Lærdóm sem bjargar mannslífum. Það þarf mikinn kjark og auðmýkt af ykkar hálfu til að hlusta. Það mundi valda algerum straumhvörfum í trausti gagnvart þjónustu sem snertir okkur öll. Það er innri starfsemin sem skiptir meira máli en steypa og tæki, og því er margt mikilvægara en að byggja nýjan spítala. Vilt þú bjarga mannslífum og gera starfsemi spítalans öruggari? Ég er tilbúin að leggja mitt af mörkum og þekki marga í sömu stöðu. Ég þarf bara að heyra frá ykkur því ég þrái ekkert heitar en að dauði sonar míns verði öðrum til bjargar. Með vinsemd og virðingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Ágætu nýju framkvæmdastjórar Landspítalans. Samkvæmt upplýsingum frá forstjóranum virðist ráðning ykkar þjóna tvennum tilgangi; að setja „öryggi og flæði sjúklinga í fyrirrúm“ og láta nýjan spítala verða að veruleika. Ég vil því bjóða ykkur velkomin til starfa og dáist að hugrekki ykkar að takast á við verkefni hjá stofnun sem liggur undir ákæru fyrir manndráp af gáleysi. Forstjórinn fullyrðir að húsnæði spítalans sé stærsta ógnun við öryggi sjúklinga. Þessi fullyrðing hljómar sérkennilega í mínum eyrum því húsnæði og tæki gera ekki mistök. Ég er ein þeirra mörgu sem hafa bitra reynslu af spítalanum og tel mig vita talsvert um öryggi sjúklinga. Það var ekki húsnæðinu að kenna að sonur minn 14 mánaða lést eftir mistök á bráðamóttöku barna í febrúar 2001. Já, það er kannski ástæðan fyrir að ég rita þessar línur því stjórnendum spítalans hefur ekki lánast að ljúka því máli á sómasamlegan hátt. Þrettán ára gamalt mál er nú á borði ráðherra sem það hefði aldrei átt að vera. Athygli Umboðsmanns Alþingis verður fljótlega vakin á að ráðherrann hefur enn ekki svarað erindi mínu sem hefur velkst fram og til baka í kerfinu sökum vanhæfni stjórnenda til að ljúka því. Ég óska þess að ná sáttum og að fjölskylda mín geti notið þess að treysta þessari stofnun þegar á þarf að halda. Svo er ekki í dag en vonandi kemur sá dagur undir ykkar handleiðslu. Hann kemur ekki með nýjum spítala, því get ég lofað. Það þarf kjark og auðmýkt Á veraldarvefnum má finna margar reynslusögur um hvernig mistök í heilbrigðisþjónustu hafa verið markvisst nýtt til að bjarga öðrum frá sambærilegum skaða. Oft hefur frumkvæðið komið frá þeim sem fyrir þessum hörmungum verða. En hér á landi tíðkast ekki að reynsla nýtist á uppbyggilegan hátt þótt ríkur áhugi og vilji sé til staðar hjá þolendum. Mig langar til að sjá það verða að veruleika að sjúklingar og aðstandendur skipti máli og þeir hafi eitthvað um þessi mál að segja. Það var jú meginþemað í ráðstefnu í Hörpu fyrir ári síðan en ekkert hefur breyst. Hvað vantar upp á? Ég lýsi mig reiðubúna að halda uppbyggilegan fyrirlestur um reynslu mína sem móður af hörmulegu atviki inni á sjúkrahúsinu. Erindi sem allir starfsmenn, stjórnendur og embættismenn ættu að heyra, því það þarf að standa betur að úrvinnslu mistakamála og draga lærdóm af þeim. Lærdóm sem bjargar mannslífum. Það þarf mikinn kjark og auðmýkt af ykkar hálfu til að hlusta. Það mundi valda algerum straumhvörfum í trausti gagnvart þjónustu sem snertir okkur öll. Það er innri starfsemin sem skiptir meira máli en steypa og tæki, og því er margt mikilvægara en að byggja nýjan spítala. Vilt þú bjarga mannslífum og gera starfsemi spítalans öruggari? Ég er tilbúin að leggja mitt af mörkum og þekki marga í sömu stöðu. Ég þarf bara að heyra frá ykkur því ég þrái ekkert heitar en að dauði sonar míns verði öðrum til bjargar. Með vinsemd og virðingu.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun