Menning

Ókeypis tónleikar á Kjarvalsstöðum

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Guðný, Peter og Gunnar eru einbeitt við spilamennskuna.
Guðný, Peter og Gunnar eru einbeitt við spilamennskuna.
Tríó Reykjavíkur er skipað Guðnýju Guðmundsdóttur á fiðlu, Gunnari Kvaran á selló og Peter Máté á píanó. Það hefur verið í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur um hádegistónleikaröð á Kjarvalsstöðum síðan 2008 við góðar undirtektir.

Á slíkum tónleikum í dag verða flutt fjögur íslensk þjóðlög í útsetningu Herberts H. Ágústssonar.

Þau voru frumflutt á 100 ára afmæli Íslandsbyggðar í Gimli í Manitobafylki í Kanada árið 1989. Þar má nefna Fuglinn í fjörunni og Sofðu unga ástin mín.

Einnig verður eitt frægasta píanótríó Beethovens leikið, það er Píanótríóið op. 70 nr. 1 í D-dúr.

Tónleikarnir hefjast kl. 12.15. Aðgangur að þeim er ókeypis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.