Menning

Lög sem hafa fylgt okkur lengi

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
"Þetta er í fyrsta skipti sem við tileinkum Norðurlöndunum heila dagskrá,“ segja þeir félagarnir Jónas og Gunnar um tónleikana í Norræna húsinu.
"Þetta er í fyrsta skipti sem við tileinkum Norðurlöndunum heila dagskrá,“ segja þeir félagarnir Jónas og Gunnar um tónleikana í Norræna húsinu. Fréttablaðið/GVA
Allt under himmelens fäste heitir dagskráin sem þeir Gunnar Guðbjörnsson og Jónas Ingimundarson ætla að vera með í Norræna húsinu á laugardaginn. Þar verða norræn sönglög í öndvegi, einkum sænsk og finnsk, meðal annars eftir Grieg, Peterson-Berger, Alvén, Sibelius og Merikanto.

„Þetta er fjölbreytt dagskrá. Sum laganna hafa fylgt okkur lengi, eins og til dæmis Tonerna eftir Sjöberg,“ segir Gunnar, spurður út í efnisskrána og segir stóra kippu af lögunum vera af diski sem kom út fyrir um tuttugu árum.

„En það eru líka ný lög inn á milli, svo sem eftir finnska tónskáldið Merikanto, þau eru sungin á finnsku en lengi vel var lítið til af finnskum textum fyrir ljóðasönginn, þeir voru alltaf þýddir yfir á sænsku. Sibelius var Finnlandssænskur og hafði líklega þessi áhrif.“

Þeir Gunnar og Jónas hafa ferðast víða í gegnum árin vegna tónleikahalds, bæði hér á landi, í Bretlandi og Þýskalandi.

„Samt er þetta í fyrsta skipti sem við tileinkum Norðurlöndunum heila dagskrá,“ upplýsa þeir.

Tónleikarnir hefjast kl. 16 á laugardag og miðar verða seldir við innganginn á 3.000 krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.