Menning

Glæpasagnahöfundar keppa í fótbolta

Friðrika Benónýsdóttir skrifar
Ragnar Jónasson
Ragnar Jónasson
Á bókmenntahátíðinni Bloody Scotland í Stirling seinna í mánuðinum verður í fyrsta sinn í veraldarsögunni háður knattspyrnuleikur milli Skotlands og Englands þar sem liðin eru mönnuð glæpasagnahöfundum.

Svo skemmtilega vill til að glæpasagnahöfundurinn Ragnar Jónasson, sem er félagi í félagi breskra glæpasagnahöfunda, Crime Writers' Association, hefur verið valinn í lið Englands.

Í skoska liðinu eru þekktir höfundar á borð við Ian Rankin og Mark Billingham er fyrirliði enska liðsins. Nú hefur komið í ljós að Skotar eru með skeinuhætt leynivopn, fyrrverandi atvinnumann í Skotlandi og fyrrverandi norskan landsliðsmann, Arild Stavrum. Allnokkur urgur er í enska liðinu vegna Stavrums sem þeir virðast óttast töluvert.



Því er við að bæta að nú er uppselt á atburð Ragnars og Yrsu Sigurðardóttur á Bloody Scotland og er það einn af þremur atburðum sem þegar er uppselt á á hátíðinni allri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.