Vantaði bara herslumuninn í gær Kristinn Páll Teitsson skrifar 6. september 2014 09:00 Birgir Leifur lenti í áttunda sæti í Danmörku. Vísir/Daníel Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr GKG, hafnaði í 8. sæti á Willis Masters-mótinu í Danmörku sem lauk í gær, en mótið er hluti af Nordea-atvinnumótaröðinni. Staðan var nokkuð góð fyrir lokadag mótsins sem fór fram í gær en hann var í 4. sæti, þremur höggum á eftir sænska kylfingnum Oscar Zetterwall þegar ræst var. Birgir fékk hins vegar tvöfaldan skolla strax á fyrstu holu sem gerði honum erfitt fyrir. „Heilt yfir er ég mjög sáttur, ég var að slá virkilega vel með járnunum en upphafshöggið á fyrstu holunni refsaði mér grimmilega. Það var versta höggið mitt á mótinu en heilt yfir er ég mjög sáttur. Það var margt mjög gott og ég var nálægt því að blanda mér í baráttuna um titilinn þannig að ég tek margt úr þessu,“ en Birgir náði að laga stöðuna strax á þriðju holu í gær með því að næla í örn. „Það var töluverður léttir að ná að stroka út fyrstu holuna á þriðju holunni. Það gaf manni trú á að það væri nóg eftir af þessu móti og þetta var eiginlega bara lýsandi fyrir mótið. Ég var að slá fullt af frábærum höggum og nýtti það vel á þriðju holunni en það vantaði bara herslumuninn til að berjast á toppinum,“ sagði Birgir sem vonaðist til þess að spilamennskan myndi halda áfram í þessum farvegi. „Það var frábært að sjá að það sem ég hef verið að vinna í var að virka vel og ég get lítið annað gert en að reyna að byggja ofan á þetta og vonandi koma þá betri úrslit í framtíðinni,“ sagði Birgir Leifur sem hlaut 200.000 krónur í verðlaun fyrir áttunda sæti. Golf Tengdar fréttir Birgir Leifur endaði í 8. sæti Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, hafnaði í 8. sæti á Willis Masters mótinu í Danmörku sem lauk í dag á 11 höggum undir pari. 5. september 2014 13:37 Birgir Leifur fer vel af stað Birgir Leifur Hafþórsson fór vel af stað á Willis Masters golfmótinu á Kokkedal golfvellinum í Danmörku í dag en hann kom inn á fimm höggum undir pari. Ólafur Björn Loftsson og Axel Bóasson eru einnig meðal keppenda en mótið er hluti af Nodrea atvinnumótaröðinni. 3. september 2014 18:15 Birgir Leifur meðal efstu manna á Willis Masters Birgir Leifur Hafþórsson er meðal efstu manna eftir annan dag á Willis Master mótinu í Danmörku. Gott gengi Birgis hélt áfram á fyrstu níu holunum en hann krækti í fimm fugla í röð. 4. september 2014 17:45 Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr GKG, hafnaði í 8. sæti á Willis Masters-mótinu í Danmörku sem lauk í gær, en mótið er hluti af Nordea-atvinnumótaröðinni. Staðan var nokkuð góð fyrir lokadag mótsins sem fór fram í gær en hann var í 4. sæti, þremur höggum á eftir sænska kylfingnum Oscar Zetterwall þegar ræst var. Birgir fékk hins vegar tvöfaldan skolla strax á fyrstu holu sem gerði honum erfitt fyrir. „Heilt yfir er ég mjög sáttur, ég var að slá virkilega vel með járnunum en upphafshöggið á fyrstu holunni refsaði mér grimmilega. Það var versta höggið mitt á mótinu en heilt yfir er ég mjög sáttur. Það var margt mjög gott og ég var nálægt því að blanda mér í baráttuna um titilinn þannig að ég tek margt úr þessu,“ en Birgir náði að laga stöðuna strax á þriðju holu í gær með því að næla í örn. „Það var töluverður léttir að ná að stroka út fyrstu holuna á þriðju holunni. Það gaf manni trú á að það væri nóg eftir af þessu móti og þetta var eiginlega bara lýsandi fyrir mótið. Ég var að slá fullt af frábærum höggum og nýtti það vel á þriðju holunni en það vantaði bara herslumuninn til að berjast á toppinum,“ sagði Birgir sem vonaðist til þess að spilamennskan myndi halda áfram í þessum farvegi. „Það var frábært að sjá að það sem ég hef verið að vinna í var að virka vel og ég get lítið annað gert en að reyna að byggja ofan á þetta og vonandi koma þá betri úrslit í framtíðinni,“ sagði Birgir Leifur sem hlaut 200.000 krónur í verðlaun fyrir áttunda sæti.
Golf Tengdar fréttir Birgir Leifur endaði í 8. sæti Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, hafnaði í 8. sæti á Willis Masters mótinu í Danmörku sem lauk í dag á 11 höggum undir pari. 5. september 2014 13:37 Birgir Leifur fer vel af stað Birgir Leifur Hafþórsson fór vel af stað á Willis Masters golfmótinu á Kokkedal golfvellinum í Danmörku í dag en hann kom inn á fimm höggum undir pari. Ólafur Björn Loftsson og Axel Bóasson eru einnig meðal keppenda en mótið er hluti af Nodrea atvinnumótaröðinni. 3. september 2014 18:15 Birgir Leifur meðal efstu manna á Willis Masters Birgir Leifur Hafþórsson er meðal efstu manna eftir annan dag á Willis Master mótinu í Danmörku. Gott gengi Birgis hélt áfram á fyrstu níu holunum en hann krækti í fimm fugla í röð. 4. september 2014 17:45 Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Birgir Leifur endaði í 8. sæti Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, hafnaði í 8. sæti á Willis Masters mótinu í Danmörku sem lauk í dag á 11 höggum undir pari. 5. september 2014 13:37
Birgir Leifur fer vel af stað Birgir Leifur Hafþórsson fór vel af stað á Willis Masters golfmótinu á Kokkedal golfvellinum í Danmörku í dag en hann kom inn á fimm höggum undir pari. Ólafur Björn Loftsson og Axel Bóasson eru einnig meðal keppenda en mótið er hluti af Nodrea atvinnumótaröðinni. 3. september 2014 18:15
Birgir Leifur meðal efstu manna á Willis Masters Birgir Leifur Hafþórsson er meðal efstu manna eftir annan dag á Willis Master mótinu í Danmörku. Gott gengi Birgis hélt áfram á fyrstu níu holunum en hann krækti í fimm fugla í röð. 4. september 2014 17:45