Vígtenntar kanínur og myndlistarpólitík Þórður Ingi Jónsson skrifar 28. ágúst 2014 10:30 Charles Uzzell-Edwards merkti Reykjavík með verðmætri list á meðan á dvöl hans stóð. Nordicphotos/Getty Charles Uzzell-Edwards er 44 ára götulistamaður og galleríeigandi sem er betur þekktur undir listamannsnafninu Pure Evil. Hann opnaði sýninguna Pure Evil–martröð í Galleríi Fold á Menningarnótt en sýningin stendur enn yfir. Martraðasería hans er byggð í kringum andlit frægra einstaklinga, helst listamanna s.s. Audrey Hepburn, Andys Warhol og Jean-Michels Basquiat. Auk sýningarinnar gerði Pure Evil meira en 30 verk sem hann skildi eftir víðs vegar um borgina. Hægt var að finna verk eftir hann á spýtum, vínylplötu, bílhurð og fleira. Menn gátu þá skilað verkunum upp í galleriíð og fengið þau árituð áður en hann fór af landi en að sögn gallerísins var fjölmörgum verkum skilað. Þá gerði Pure Evil nokkur veggverk, m.a. á Rauðarárstíg og Grettisgötu. Á Rauðarárstígnum er verk fyrir framan Innrammarann. „Þetta er bara snilld, þetta fær góða athygli,“ segir Georg Þór Ágústsson hjá Innrammaranum, spurður um hvað honum finnist um að hafa verk eftir frægan götulistamann fyrir framan búðina. Hægt er að sjá mörg þessara verka á Instagram-síðu listamannsins, Pureevilgallery.Gegnumgangandi mótíf í götumyndum Pure Evil eru vígtenntar kanínur. Í viðtali við The Telegraph frá því í fyrra segir listamaðurinn að það megi rekja til þess að þegar hann var lítill drengur drap hann kanínu með haglabyssu þegar hann dvaldi eitt sinn hjá fjölskyldu sinni í bresku sveitinni. „Hugmyndin er að kanínan sé komin aftur til að hrella mig,“ segir hann. Hið samnefnda gallerí Pure Evil í austurhluta Lundúna er áhrifamikið gallerí í nútímagötulist. Galleríið sýnir verk eftir unga og upprennandi listamenn frá Bretlandi og víðar. Galleríið hefur einnig haldið utan um sýningar erlendis. Á sölusíðu listaverkasalans Charles Saatchi má finna fjölmörg verk til sölu eftir Pure Evil en þar eru verkin á verðbilinu 250-3.500 pund eða um sjö hundruð þúsund íslenskar krónur. Þar má einnig lesa stefnuyfirlýsingu gallerísins sem er hápólitísk. „Við erum andsnúin því að líta á listamenn sem neysluvörur“, „Prinsipp koma á undan gróða“, og „Engir sýningarstjórar leyfðir – þeir verða skotnir á staðnum“, segir meðal annars. Þá segir galleríið að það borgi listamönnum sínum 75% af sölugróðanum „af því að við getum það“. Menning Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Steinhissa en verður Dumbledore Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Charles Uzzell-Edwards er 44 ára götulistamaður og galleríeigandi sem er betur þekktur undir listamannsnafninu Pure Evil. Hann opnaði sýninguna Pure Evil–martröð í Galleríi Fold á Menningarnótt en sýningin stendur enn yfir. Martraðasería hans er byggð í kringum andlit frægra einstaklinga, helst listamanna s.s. Audrey Hepburn, Andys Warhol og Jean-Michels Basquiat. Auk sýningarinnar gerði Pure Evil meira en 30 verk sem hann skildi eftir víðs vegar um borgina. Hægt var að finna verk eftir hann á spýtum, vínylplötu, bílhurð og fleira. Menn gátu þá skilað verkunum upp í galleriíð og fengið þau árituð áður en hann fór af landi en að sögn gallerísins var fjölmörgum verkum skilað. Þá gerði Pure Evil nokkur veggverk, m.a. á Rauðarárstíg og Grettisgötu. Á Rauðarárstígnum er verk fyrir framan Innrammarann. „Þetta er bara snilld, þetta fær góða athygli,“ segir Georg Þór Ágústsson hjá Innrammaranum, spurður um hvað honum finnist um að hafa verk eftir frægan götulistamann fyrir framan búðina. Hægt er að sjá mörg þessara verka á Instagram-síðu listamannsins, Pureevilgallery.Gegnumgangandi mótíf í götumyndum Pure Evil eru vígtenntar kanínur. Í viðtali við The Telegraph frá því í fyrra segir listamaðurinn að það megi rekja til þess að þegar hann var lítill drengur drap hann kanínu með haglabyssu þegar hann dvaldi eitt sinn hjá fjölskyldu sinni í bresku sveitinni. „Hugmyndin er að kanínan sé komin aftur til að hrella mig,“ segir hann. Hið samnefnda gallerí Pure Evil í austurhluta Lundúna er áhrifamikið gallerí í nútímagötulist. Galleríið sýnir verk eftir unga og upprennandi listamenn frá Bretlandi og víðar. Galleríið hefur einnig haldið utan um sýningar erlendis. Á sölusíðu listaverkasalans Charles Saatchi má finna fjölmörg verk til sölu eftir Pure Evil en þar eru verkin á verðbilinu 250-3.500 pund eða um sjö hundruð þúsund íslenskar krónur. Þar má einnig lesa stefnuyfirlýsingu gallerísins sem er hápólitísk. „Við erum andsnúin því að líta á listamenn sem neysluvörur“, „Prinsipp koma á undan gróða“, og „Engir sýningarstjórar leyfðir – þeir verða skotnir á staðnum“, segir meðal annars. Þá segir galleríið að það borgi listamönnum sínum 75% af sölugróðanum „af því að við getum það“.
Menning Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Steinhissa en verður Dumbledore Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira