Eyða saman nótt með páfagauki Ólöf Skaftadóttir skrifar 27. ágúst 2014 10:30 Huldar Breiðfjörð Vísir/GVA „Gaukar fjallar um tvo menn sem hafa mælt sér mót á hótelherbergi. Annar þeirra er að koma utan af landi og hinn úr höfuðborginni og þeir hafa mælt sér mót á miðri leið til að klára páfagaukaviðskipti,“ segir Huldar Breiðfjörð rithöfundur um nýjasta verk sitt, Gaukar, sem frumsýnt verður í Borgarleikhúsinu í haust. „Annar þeirra hefur auglýst gefins fugl. Sá er eldri maður utan að landi og er leikinn af Jóhanni Sigurðssyni. Sá sem hefur áhuga á að taka að sér fuglinn er talsvert yngri og úr bænum, sá er leikinn af Hilmari Guðjónssyni. Þeir hittast þarna á hótelherberginu með fuglinn til að ganga frá viðskiptunum. Þá fer eldri maðurinn að heyra ofan í þeim yngri, hvernig hann er og hvaðan hann kemur og þá fara að renna á hann tvær grímur,“ útskýrir hann. Að sögn Huldars er páfagaukurinn sem um ræðir af tegundinni African Grey. „Þetta er stór páfagaukur sem verður mjög gamall og er eitt greindasta dýr jarðar og því er þeim eldri ekki sama hver fær fuglinn. Þessi fyrirhugaði stutti fundur á herberginu verður að heilli nótt,“ bætir hann við. „Þetta verk hefur verið hjá mér í smá tíma. Ég skrifaði verkið fyrir einhverju síðan, lagði það svo frá mér í um það bil ár og tók það svo upp að nýju þegar Borgarleikhúsið lýsti yfir áhuga á verki eftir mig.“ Menning Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Gaukar fjallar um tvo menn sem hafa mælt sér mót á hótelherbergi. Annar þeirra er að koma utan af landi og hinn úr höfuðborginni og þeir hafa mælt sér mót á miðri leið til að klára páfagaukaviðskipti,“ segir Huldar Breiðfjörð rithöfundur um nýjasta verk sitt, Gaukar, sem frumsýnt verður í Borgarleikhúsinu í haust. „Annar þeirra hefur auglýst gefins fugl. Sá er eldri maður utan að landi og er leikinn af Jóhanni Sigurðssyni. Sá sem hefur áhuga á að taka að sér fuglinn er talsvert yngri og úr bænum, sá er leikinn af Hilmari Guðjónssyni. Þeir hittast þarna á hótelherberginu með fuglinn til að ganga frá viðskiptunum. Þá fer eldri maðurinn að heyra ofan í þeim yngri, hvernig hann er og hvaðan hann kemur og þá fara að renna á hann tvær grímur,“ útskýrir hann. Að sögn Huldars er páfagaukurinn sem um ræðir af tegundinni African Grey. „Þetta er stór páfagaukur sem verður mjög gamall og er eitt greindasta dýr jarðar og því er þeim eldri ekki sama hver fær fuglinn. Þessi fyrirhugaði stutti fundur á herberginu verður að heilli nótt,“ bætir hann við. „Þetta verk hefur verið hjá mér í smá tíma. Ég skrifaði verkið fyrir einhverju síðan, lagði það svo frá mér í um það bil ár og tók það svo upp að nýju þegar Borgarleikhúsið lýsti yfir áhuga á verki eftir mig.“
Menning Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira