Tífalt meira nautakjöt flutt inn á milli ára Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 12. ágúst 2014 07:00 Gífurleg aukning hefur orðið á innflutningi á nautgripakjöti til hakkgerðar. Innlend framleiðsla á nautgripakjöti hefur dregist saman vegna aukinnar eftirspurnar á mjólkurvörum. vísir/stefán Innflutningur á nautakjöti var tífalt meiri á fyrstu sex mánuðum ársins 2014 en á fyrstu sex mánuðum ársins 2013. Sérstaklega er mikil aukning á frystu úrbeinuðu nautgripakjöti, sem er unnið úr kúm en ekki nautum, og notað til hakkgerðar af kjötvinnslum. Frá janúar til júní árið 2013 voru tæp 27 tonn af nautgripakjöti flutt inn en á fyrstu sex mánuðum þessa árs voru 363 tonn flutt inn, eða þrettánföld aukning. Mest er flutt inn af nautgripakjöti frá Þýskalandi en einnig frá fjarlægari löndum, eins og Ástralíu. Einnig er nýtt af nálinni að nú er tilbúið frosið hakk flutt inn til landsins frá Írlandi. Eftirspurn eftir nautakjöti hefur aukist gífurlega síðustu árin og er stærsta ástæðan talin mikil fjölgun ferðamanna. Íslenskir kúabændur eiga ekki möguleika á að mæta þessari aukinni eftirspurn enda hefur framleiðsla þeirra nánast staðið í stað síðustu þrettán árin.Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabændaBaldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda, segir að samdráttur hafi orðið á innlendri framleiðslu, sérstaklega á hakkefni, vegna aukinnar eftirspurnar eftir mjólkurafurðum. Það þýði að bændur láti síður slátra kúnum. Baldur segir bændur áhugasama um að auka framleiðsluna og nóg landrými vera til staðar en málið strandi á því að fá leyfi fyrir innflutningi á erfðaefni svo hægt sé að stækka holdnautastofninn, sem notaður er til kjötframleiðslu. „Við höfum að sjálfsögðu áhyggjur af því að geta ekki sinnt innlendum markaði. En til þess að auka framleiðsluna þurfum við nýtt blóð í stofninn og við höfum í mörg ár leitað samstarfs við stjórnvöld til að heimila innflutninginn,“ segir Baldur. „Það er leitt að þetta taki svo langan tíma þegar það blasir við að það þurfi að auka framleiðsluna.“ Ólafur Friðriksson, skrifstofustjóri í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, segir að frumvarp sé nú í undirbúningi í ráðuneytinu eftir tveggja ára vinnu við áhættumat á innflutningi á erfðaefni. „Menn vilja vanda sig og taka lágmarksáhættu vegna sjúkdóma sem gætu borist inn í landið. En við erum komin með áhættumat og greiningu frá Matvælastofnun, dýralæknaráð hefur fjallað um málið og nú er verið að undirbúa frumvarp þar sem gefinn yrði möguleiki á nýju erfðaefni til kjötvælaframleiðslu.“ Tengdar fréttir „Grísakjöt íslenskt - upprunaland Spánn“ Framleiðendur segja að um mistök hafi verið að ræða í merkingu á kjötvörum þar sem ekki var ljóst hvort kjöt væri íslenskt eða spænskt. Formaður Neytendasamtakanna segir mikilvægt að fylgjast gaumgæfilega með merkingum. 7. ágúst 2014 12:38 Annar hver hamborgari á þessu ári úr spænsku nautakjöti Vegna skorts á nautakjöti innanlands hafa söluaðilar þurft að stórauka innflutning á erlendu nautakjöti. Meira en helmingur af nautahakki sem dótturfélag Haga selur sem hamborgara er innfluttur frá Spáni. 7. ágúst 2014 19:00 Hvernig aukum við nautakjöts- framleiðsluna? Undanfarnar vikur hefur talsvert verið rætt um málefni nautakjötsframleiðslunnar og hvernig eigi að mæta ört vaxandi eftirspurn eftir nautakjöti hér á landi. Í þessari umræðu hefur sitthvað verið málum blandið 22. júlí 2014 07:00 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Sjá meira
Innflutningur á nautakjöti var tífalt meiri á fyrstu sex mánuðum ársins 2014 en á fyrstu sex mánuðum ársins 2013. Sérstaklega er mikil aukning á frystu úrbeinuðu nautgripakjöti, sem er unnið úr kúm en ekki nautum, og notað til hakkgerðar af kjötvinnslum. Frá janúar til júní árið 2013 voru tæp 27 tonn af nautgripakjöti flutt inn en á fyrstu sex mánuðum þessa árs voru 363 tonn flutt inn, eða þrettánföld aukning. Mest er flutt inn af nautgripakjöti frá Þýskalandi en einnig frá fjarlægari löndum, eins og Ástralíu. Einnig er nýtt af nálinni að nú er tilbúið frosið hakk flutt inn til landsins frá Írlandi. Eftirspurn eftir nautakjöti hefur aukist gífurlega síðustu árin og er stærsta ástæðan talin mikil fjölgun ferðamanna. Íslenskir kúabændur eiga ekki möguleika á að mæta þessari aukinni eftirspurn enda hefur framleiðsla þeirra nánast staðið í stað síðustu þrettán árin.Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabændaBaldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda, segir að samdráttur hafi orðið á innlendri framleiðslu, sérstaklega á hakkefni, vegna aukinnar eftirspurnar eftir mjólkurafurðum. Það þýði að bændur láti síður slátra kúnum. Baldur segir bændur áhugasama um að auka framleiðsluna og nóg landrými vera til staðar en málið strandi á því að fá leyfi fyrir innflutningi á erfðaefni svo hægt sé að stækka holdnautastofninn, sem notaður er til kjötframleiðslu. „Við höfum að sjálfsögðu áhyggjur af því að geta ekki sinnt innlendum markaði. En til þess að auka framleiðsluna þurfum við nýtt blóð í stofninn og við höfum í mörg ár leitað samstarfs við stjórnvöld til að heimila innflutninginn,“ segir Baldur. „Það er leitt að þetta taki svo langan tíma þegar það blasir við að það þurfi að auka framleiðsluna.“ Ólafur Friðriksson, skrifstofustjóri í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, segir að frumvarp sé nú í undirbúningi í ráðuneytinu eftir tveggja ára vinnu við áhættumat á innflutningi á erfðaefni. „Menn vilja vanda sig og taka lágmarksáhættu vegna sjúkdóma sem gætu borist inn í landið. En við erum komin með áhættumat og greiningu frá Matvælastofnun, dýralæknaráð hefur fjallað um málið og nú er verið að undirbúa frumvarp þar sem gefinn yrði möguleiki á nýju erfðaefni til kjötvælaframleiðslu.“
Tengdar fréttir „Grísakjöt íslenskt - upprunaland Spánn“ Framleiðendur segja að um mistök hafi verið að ræða í merkingu á kjötvörum þar sem ekki var ljóst hvort kjöt væri íslenskt eða spænskt. Formaður Neytendasamtakanna segir mikilvægt að fylgjast gaumgæfilega með merkingum. 7. ágúst 2014 12:38 Annar hver hamborgari á þessu ári úr spænsku nautakjöti Vegna skorts á nautakjöti innanlands hafa söluaðilar þurft að stórauka innflutning á erlendu nautakjöti. Meira en helmingur af nautahakki sem dótturfélag Haga selur sem hamborgara er innfluttur frá Spáni. 7. ágúst 2014 19:00 Hvernig aukum við nautakjöts- framleiðsluna? Undanfarnar vikur hefur talsvert verið rætt um málefni nautakjötsframleiðslunnar og hvernig eigi að mæta ört vaxandi eftirspurn eftir nautakjöti hér á landi. Í þessari umræðu hefur sitthvað verið málum blandið 22. júlí 2014 07:00 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Sjá meira
„Grísakjöt íslenskt - upprunaland Spánn“ Framleiðendur segja að um mistök hafi verið að ræða í merkingu á kjötvörum þar sem ekki var ljóst hvort kjöt væri íslenskt eða spænskt. Formaður Neytendasamtakanna segir mikilvægt að fylgjast gaumgæfilega með merkingum. 7. ágúst 2014 12:38
Annar hver hamborgari á þessu ári úr spænsku nautakjöti Vegna skorts á nautakjöti innanlands hafa söluaðilar þurft að stórauka innflutning á erlendu nautakjöti. Meira en helmingur af nautahakki sem dótturfélag Haga selur sem hamborgara er innfluttur frá Spáni. 7. ágúst 2014 19:00
Hvernig aukum við nautakjöts- framleiðsluna? Undanfarnar vikur hefur talsvert verið rætt um málefni nautakjötsframleiðslunnar og hvernig eigi að mæta ört vaxandi eftirspurn eftir nautakjöti hér á landi. Í þessari umræðu hefur sitthvað verið málum blandið 22. júlí 2014 07:00