Veðrið um verslunarmannahelgina: „Ekkert sem peysa eða úlpa getur ekki reddað“ Bjarki Ármannsson skrifar 1. ágúst 2014 08:30 Hér má sjá veðurspá fyrir nokkrar helstu útihátíðir helgarinnar. Mynd/Fréttablaðið Verslunarmannahelgin gengur nú í garð og hefur veðurspáin oft verið verri. Þrátt fyrir heldur vætusamt sumar, stefnir ekki í mikla rigningu um helgina. „Það verður eiginlega keimlíkt veður um allt land,“ segir Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Það verður hægur vindur og stöku skúrir en á flestum stöðum verður bjart. Það er helst allra syðst sem hvessir á sunnudaginn og mesta úrkoman verður kannski þar, þótt hún verði aldrei það mikil. Þá verður aðallega þurrt fyrir austan.“ Samkvæmt spá Veðurstofu er von á nokkuð svölu veðri um land allt. Kuldapollur kemur úr norðri og hiti verður á bilinu sjö til þrettán stig. Hlýjast verður suðvestan til á landinu, þar sem hiti mun kannski ná upp í um fimmtán stig, en svalast á Norðurlandi. „Það er samt ekkert sem peysa eða úlpa getur ekki reddað,“ segir Birta Líf. Sömuleiðis hefur veðurspáin í Vestmannaeyjum oft verið verri fyrir verslunarmannahelgina. „Það verður hægur vindur framan af hjá þeim í Eyjum og einhverjar skúrir,“ segir Birta Líf. „Á sunnudaginn er kannski heldur búist við rigningu og það hvessir svolítið þar.“ Birta Líf segir að í raun sé ekki von á eftirminnilega góðu eða eftirminnilega slæmu veðri um verslunarmannahelgina og enginn landshluti afgerandi betur staddur en annar. „Þetta er ekkert mikið veður,“ segir hún. „Ef þetta væri venjuleg helgi, held ég að allir væru bara ljómandi glaðir.“ Veður Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Verslunarmannahelgin gengur nú í garð og hefur veðurspáin oft verið verri. Þrátt fyrir heldur vætusamt sumar, stefnir ekki í mikla rigningu um helgina. „Það verður eiginlega keimlíkt veður um allt land,“ segir Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Það verður hægur vindur og stöku skúrir en á flestum stöðum verður bjart. Það er helst allra syðst sem hvessir á sunnudaginn og mesta úrkoman verður kannski þar, þótt hún verði aldrei það mikil. Þá verður aðallega þurrt fyrir austan.“ Samkvæmt spá Veðurstofu er von á nokkuð svölu veðri um land allt. Kuldapollur kemur úr norðri og hiti verður á bilinu sjö til þrettán stig. Hlýjast verður suðvestan til á landinu, þar sem hiti mun kannski ná upp í um fimmtán stig, en svalast á Norðurlandi. „Það er samt ekkert sem peysa eða úlpa getur ekki reddað,“ segir Birta Líf. Sömuleiðis hefur veðurspáin í Vestmannaeyjum oft verið verri fyrir verslunarmannahelgina. „Það verður hægur vindur framan af hjá þeim í Eyjum og einhverjar skúrir,“ segir Birta Líf. „Á sunnudaginn er kannski heldur búist við rigningu og það hvessir svolítið þar.“ Birta Líf segir að í raun sé ekki von á eftirminnilega góðu eða eftirminnilega slæmu veðri um verslunarmannahelgina og enginn landshluti afgerandi betur staddur en annar. „Þetta er ekkert mikið veður,“ segir hún. „Ef þetta væri venjuleg helgi, held ég að allir væru bara ljómandi glaðir.“
Veður Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira