Fáum undanúrslitaleik á heimavelli í fyrsta sinn í 17 ár Tómas Þór Þórðarsson skrifar 30. júlí 2014 06:00 Símun Samuelsen og Davíð Þór Rúnarsson eigast við í undanúrslitaleiknum 2006. Fréttablaðið/Anton „Við þurfum ekki að hefna fyrir eitt né neitt,“ segir Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, við Fréttablaðið um undanúrslitaleikinn gegn Víkingi í Borgunarbikarnum í kvöld. Víkingur vann fyrri deildarleik liðanna, 3-1, en Kristján segir: „Deildin er allt önnur keppni, en auðvitað höfum við áhuga á að komast í úrslitaleikinn.“ Hann bætir við: „Við erum með nokkra leikmenn í okkar liði sem hafa spilað úrslitaleik og unnið hann. Og nú fáum við undanúrslitaleik í Keflavík í fyrsta skipti í 17 ár.“Sömu lið fyrir átta árum Keflavík og Víkingur áttust við í undanúrslitum bikarkeppninnar sumarið 2006. Þó gengi beggja liða sé svipað nú og þá, Víkingur reyndar fyrir ofan Keflavík í deildinni – annað en fyrir átta árum, þá eru aðeins þrír leikmenn eftir sem spiluðu leikinn í flóðljósunum á Laugardalsvellinum.Ingvar Kale varði mark Víkings, en fékk á sig fjögur mörk gegn virkilega vel mönnuðu liði Keflavíkur. Það hafði innanborðs spilara á borð við Baldur Sigurðsson, Jónas Guðna Sævarsson, Hólmar Örn Rúnarsson og Símun Eiler Samuelsen. Hjá Keflavík eru eftir þeir Einar Orri Einarsson og Magnús Sverrir Þorsteinsson sem báðir komu inn á í 4-0 sigrinum fyrir átta árum í Laugardalnum. „Ég hef í rauninni ekkert pælt of mikið í þessu. Það hittist bara þannig á að þessi lið spila núna aftur undanúrslitaleik. Bæði lið voru um miðja deild þá og börðust um að spila við KR í úrslitum. Nú geta liðin einnig mætt KR í úrslitum. Þetta er athyglisvert, en vissulega allt annað dæmi í gangi,“ segir Kristján.Nýtum tækifærið Keflavík steinlá í Víkinni þegar liðin mættust fyrr í mánuðinum og Kristján veit hvað hans menn þurfa að laga frá síðasta leik. „Við þurfum að halda boltanum betur og uppspilið þarf að vera betra. Víkingar eru góðir í að vinna seinni boltann þannig við þurfum að vera sterkir í því. Við komumst í ágætis gír í síðasta leik gegn Val í seinni hálfleik en töpum. Við erum stundum kannski of gíraðir því við viljum svo vinna leikina á heimavelli,“ segir Kristján, sem hvetur sitt fólk til að fjölmenna. „Við vitum að Víkingarnir fjölmenna þannig það er um að gera fyrir Keflvíkinga að nýta þetta tækifæri og mæta á fyrsta undanúrslitaleik í bikar sem spilaður er í Keflavík síðan 1997. Það fór vel þá þannig að nú er bara að lengja verslunarmannahelgina um einn dag,“ segir Kristján Guðmundsson.Leikurinn hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Úr leik Víkings og Keflavíkur á dögunum.Vísir/Arnþór Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Fleiri fréttir Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum Sjá meira
„Við þurfum ekki að hefna fyrir eitt né neitt,“ segir Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, við Fréttablaðið um undanúrslitaleikinn gegn Víkingi í Borgunarbikarnum í kvöld. Víkingur vann fyrri deildarleik liðanna, 3-1, en Kristján segir: „Deildin er allt önnur keppni, en auðvitað höfum við áhuga á að komast í úrslitaleikinn.“ Hann bætir við: „Við erum með nokkra leikmenn í okkar liði sem hafa spilað úrslitaleik og unnið hann. Og nú fáum við undanúrslitaleik í Keflavík í fyrsta skipti í 17 ár.“Sömu lið fyrir átta árum Keflavík og Víkingur áttust við í undanúrslitum bikarkeppninnar sumarið 2006. Þó gengi beggja liða sé svipað nú og þá, Víkingur reyndar fyrir ofan Keflavík í deildinni – annað en fyrir átta árum, þá eru aðeins þrír leikmenn eftir sem spiluðu leikinn í flóðljósunum á Laugardalsvellinum.Ingvar Kale varði mark Víkings, en fékk á sig fjögur mörk gegn virkilega vel mönnuðu liði Keflavíkur. Það hafði innanborðs spilara á borð við Baldur Sigurðsson, Jónas Guðna Sævarsson, Hólmar Örn Rúnarsson og Símun Eiler Samuelsen. Hjá Keflavík eru eftir þeir Einar Orri Einarsson og Magnús Sverrir Þorsteinsson sem báðir komu inn á í 4-0 sigrinum fyrir átta árum í Laugardalnum. „Ég hef í rauninni ekkert pælt of mikið í þessu. Það hittist bara þannig á að þessi lið spila núna aftur undanúrslitaleik. Bæði lið voru um miðja deild þá og börðust um að spila við KR í úrslitum. Nú geta liðin einnig mætt KR í úrslitum. Þetta er athyglisvert, en vissulega allt annað dæmi í gangi,“ segir Kristján.Nýtum tækifærið Keflavík steinlá í Víkinni þegar liðin mættust fyrr í mánuðinum og Kristján veit hvað hans menn þurfa að laga frá síðasta leik. „Við þurfum að halda boltanum betur og uppspilið þarf að vera betra. Víkingar eru góðir í að vinna seinni boltann þannig við þurfum að vera sterkir í því. Við komumst í ágætis gír í síðasta leik gegn Val í seinni hálfleik en töpum. Við erum stundum kannski of gíraðir því við viljum svo vinna leikina á heimavelli,“ segir Kristján, sem hvetur sitt fólk til að fjölmenna. „Við vitum að Víkingarnir fjölmenna þannig það er um að gera fyrir Keflvíkinga að nýta þetta tækifæri og mæta á fyrsta undanúrslitaleik í bikar sem spilaður er í Keflavík síðan 1997. Það fór vel þá þannig að nú er bara að lengja verslunarmannahelgina um einn dag,“ segir Kristján Guðmundsson.Leikurinn hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Úr leik Víkings og Keflavíkur á dögunum.Vísir/Arnþór
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Fleiri fréttir Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum Sjá meira