Menning

Úr 20. aldar tónlistararfi Rússa

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Sigurður Bjarki, Una, Helga Þóra og Þórunn Ósk.
Sigurður Bjarki, Una, Helga Þóra og Þórunn Ósk. Mynd/Kristín Ragna Gunnarsdóttir
„Við ætlum að spila Strengjakvartetta númer 1 ópus 50 eftir Sergei Prokofiev og númer 8 ópus 110 eftir Dmitri Sjostakovitsj. Þeir tilheyra báðir þessum rússneska 20. aldar tónlistararfi.

Sjostakovitsj-kvartettinn er líklega þekktasta kvartett tónskáldsins. Prokofiev kvartettinn er ekki eins mikið spilaður en hann er ágætlega aðgengilegur,“ segir Sigurður Bjarki Gunnarsson sellóleikari þegar forvitnast er um tónleikana í Sigurjónssafni annað kvöld.



Þessi „við“ sem hann talar um eru saman í Strokkvartettinum Sigga. Auk hans eru það kona hans, Þórunn Ósk Marinósdóttir víóluleikari, og fiðluleikararnir Una Sveinbjarnardóttir og Helga Þóra Björgvinsdóttir sem öll eru líka strengjaleikarar í Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Þau eru að ljúka æfingu fyrir þriðjudagstónleikana heima hjá Sigurði Bjarka og Þórunni Ósk þegar ég hringi og ég heyri í litlu barni á bak við Sigurð Bjarka.

„Við erum að pússla saman sumarfríi, barnauppeldi og æfingum. Þess vegna æfðum við nú hér heima núna,“ segir hann léttur.

Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 og með þeim lýkur 26. starfsári sumartónleika Listasafns Sigurjóns Ólafssonar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.