Aðildarviðræður gætu hafist á ný Óli Kristján Ármannsson skrifar 18. júlí 2014 00:01 Nýi forsetinn, Jean-Claude Juncker, mætir á fund Evrópska þjóðarflokksins (EPP) á hóteli í Brussel í fyrradag. Fréttablaðið/AFP Óvarlegt væri að túlka orð Jean-Claudes Juncker, nýkjörins forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB), um fimm ára hlé á stækkun sambandsins á líkan hátt og Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra Íslands hefur gert, um að þar með væri bundinn endi á aðildarferli Íslands. Í svari sendiráðs ESB á Íslandi við fyrirspurn Fréttablaðsins eru áréttaðar fyrri yfirlýsingar um að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sé reiðubúin að hefja á ný aðildarviðræður við Ísland hvenær sem Íslendingar kunni að kjósa. Í svarinu er bent á að aðildarviðræðum hafi verið frestað í maí 2013 að ósk ríkisstjórnar Íslands. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði við fréttastofu í gær að hann túlkaði yfirlýsingu Jean-Claudes Juncker, nýjörins forseta framkvæmdastjórnar ESB, um fimm ára hlé á frekari stækkun sambandsins, sem svo að þar með væri aðildarferli Íslands að sambandinu formlega lokið. „Mér sýnist að það megi túlka þetta þannig að Juncker sé að loka málinu,“ sagði Gunnar Bragi. Þegar Evrópuþingið staðfesti skipun Junckers í embætti á þriðjudag sagði hann að aðildarríkin þyrftu að melta þá þrettán ríkja fjölgun sem orðið hefði innan sambandsins á síðastliðnum áratug. Umsóknarlönd fengju þó að ljúka ferli sínu. „Í sjálfu sér er þetta allt búið. Það eina sem er eftir er að við erum í einhverri bók skráð sem umsóknarríki. Annað er nú ekki eftir af þessu ferli öllu saman,“ sagði Gunnar Bragi.Velta ekki vöngum yfir tilbúningi Svar sendiráðsins er hins vegar í takt við ítrekaðar yfirlýsingar frá ráðamönnum ESB, svo sem Stefans Füle stækkunarstjóra um að sambandið hafi ekki sett aðildarferli Íslands nein tímamörk og að dyrunum sé haldið opnum fyrir Ísland, kjósi landið að hefja viðræður á ný. Sömuleiðis sagði Matthias Brinkmann, sendiherra ESB á Íslandi, í svari við fyrirspurn blaðsins í mars á þessu ári að ákvörðun um framhald viðræðna væri alfarið á forræði Íslands. „Evrópusambandið verður tilbúið að halda aðildarviðræðum áfram, þegar og ef Ísland tæki ákvörðun um það, en viðurkennir hvaða ákvörðun sem Ísland kann að taka,“ sagði hann þá. Sendiráð ESB á Ísland kýs hins vegar að svara því ekki hvort Ísland kynni að verða aðili að ESB tækist að ljúka samningum innan þeirra fimm ára tímamarka sem Juncker nefndi í ræðu sinni. „Við viljum síður tjá okkur um tilbúin dæmi og aðstæður,“ segir þar.Gunnar Bragi SveinssonMögulega skipta þessi tímamörk samt litlu máli í dæmi Íslands þar sem mjög ólíklegt verður að teljast að samningum verði lokið innan fimm ára. Þegar kjörtímabili sitjandi ríkisstjórnar, sem lýst hefur sig andsnúna áframhaldandi viðræðum, lýkur eru bara tvö ár eftir af þessu fimm ára tímabili. Þá á væntanlega eftir að kjósa um áframhald viðræðna hér innanlands og ljóst að yrði samþykkt að halda þeim áfram þá tæki nokkurn tíma að koma þeim af stað aftur. Skipa þyrfti samninganefndir á ný og opna jafnvel aftur kafla sem búið var að loka til þess að ganga úr skugga um að á þeim hefðu ekki orðið breytingar. Síðan þyrfti að semja um þá kafla sem enn þá standa út af, þar á meðal bæði landbúnaðar- og sjávarútvegsmál.Óttinn við útlendinga Að því gefnu að samningar tækjust þá ætti líka eftir að bera samninginn undir þjóðaratkvæði á Íslandi auk þess sem þjóðþing allra annarra aðildarríkja ESB þyrftu að staðfesta hann. Því mætti líta á yfirlýsingu Junkers í Evrópuþinginu sem pólitíska yfirlýsingu, byggða á raunsæju mati á stöðu þeirra viðræðna sem í gangi eru. Einnig má þó heyra vangaveltur um að staða Íslands kunni að hafa verið fjarri huga Junckers í ræðunni og orðunum beint inn í allt annan hóp. Í Evrópu hefur fylgi aukist við flokka sem aðhyllast þjóðernishyggju í einhverri mynd, svo sem sjá má á uppgangi Þjóðarfylkingarinnar, flokks Marie Le Pen í Frakklandi. Í þeim kreðsum hafa fylgismenn áhyggjur af straumi verkafólks frá bæði Tyrklandi og Austur-Evrópu sem fylgja kynni frekari stækkun sambandsins. Líklegt má teljast að Juncker hafi viljað róa þennan hóp með því að engra stórbreytinga væri að vænta í bráð.David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, og Alex Salmond, forsætisráðherra Skota, saman á hersýningu í júní 2011.Nordicphotos/AFPJean-Claude Juncker veldur fjaðrafoki víðar en á Íslandi Sambandssinnar og sjálfstæðissinnar í Skotlandi hafa hent á lofti yfirlýsingu nýkjörins forseta framkvæmdastjórnar ESB um fimm ára hlé á stækkun sambandsins og lesa hver með sínum augum. Meira að segja David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, kaus að túlka orð hans sem svo að Skotar gætu þurft að standa utan ESB í nokkur ár ákvæðu þeir að kjósa með sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni sem fram á að fara 18. september næstkomandi. Skotlandsdeild breska ríkisútvarpsins (BBC) sagðist hins vegar í fyrradag hafa, að lokinni rannsókn, komist að raun um að yfirlýsingin hefði ekki áhrif á stöðu Skotlands. Andstæðingar sjálfstæðis Skotlands höfðu hins vegar haldið því fram að þetta þýddi að Skotland kæmist ekki í ESB fyrir 2019 kysi landið að yfirgefa Bretland. BBC segir talskonu Junckers hins vegar hafa staðfest að með ummælum sínum hafi hann vísað til landa sem nú standa utan ESB. Með orðum sínum um að hann ætti erfitt með að sjá að ríki í aðildarviðræðum myndu uppfylla aðildarskilyrði innan fimm ára hafi hann átt við lönd sem þegar eiga í viðræðum um aðild, en það eru, auk Íslands, Svartfjallaland, Serbía, Tyrkland og Makedónía. Alex Salmond, forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar og helsti leiðtogi sjálfstæðissinna, vill að Skotland fái flýtimeðferð og gerist þannig 29. aðildarríki ESB. Hann telur mögulegt að semja um ESB-aðild sjálfstæðs Skotlands á átján mánuðum frá atkvæðagreiðslunni í september og þar til Skotland segði sig úr lögum við Bretland í mars 2016. (- óká, aí) Fréttaskýringar Tengdar fréttir Framhaldið er í höndum Íslands Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) er reiðubúin að hefja aftur aðildarviðræður við Ísland, kjósi Íslendingar að gera það. Þetta kemur fram í svari sendiráðs ESB við fyrirspurn Fréttablaðsins. 18. júlí 2014 09:00 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Sjá meira
Óvarlegt væri að túlka orð Jean-Claudes Juncker, nýkjörins forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB), um fimm ára hlé á stækkun sambandsins á líkan hátt og Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra Íslands hefur gert, um að þar með væri bundinn endi á aðildarferli Íslands. Í svari sendiráðs ESB á Íslandi við fyrirspurn Fréttablaðsins eru áréttaðar fyrri yfirlýsingar um að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sé reiðubúin að hefja á ný aðildarviðræður við Ísland hvenær sem Íslendingar kunni að kjósa. Í svarinu er bent á að aðildarviðræðum hafi verið frestað í maí 2013 að ósk ríkisstjórnar Íslands. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði við fréttastofu í gær að hann túlkaði yfirlýsingu Jean-Claudes Juncker, nýjörins forseta framkvæmdastjórnar ESB, um fimm ára hlé á frekari stækkun sambandsins, sem svo að þar með væri aðildarferli Íslands að sambandinu formlega lokið. „Mér sýnist að það megi túlka þetta þannig að Juncker sé að loka málinu,“ sagði Gunnar Bragi. Þegar Evrópuþingið staðfesti skipun Junckers í embætti á þriðjudag sagði hann að aðildarríkin þyrftu að melta þá þrettán ríkja fjölgun sem orðið hefði innan sambandsins á síðastliðnum áratug. Umsóknarlönd fengju þó að ljúka ferli sínu. „Í sjálfu sér er þetta allt búið. Það eina sem er eftir er að við erum í einhverri bók skráð sem umsóknarríki. Annað er nú ekki eftir af þessu ferli öllu saman,“ sagði Gunnar Bragi.Velta ekki vöngum yfir tilbúningi Svar sendiráðsins er hins vegar í takt við ítrekaðar yfirlýsingar frá ráðamönnum ESB, svo sem Stefans Füle stækkunarstjóra um að sambandið hafi ekki sett aðildarferli Íslands nein tímamörk og að dyrunum sé haldið opnum fyrir Ísland, kjósi landið að hefja viðræður á ný. Sömuleiðis sagði Matthias Brinkmann, sendiherra ESB á Íslandi, í svari við fyrirspurn blaðsins í mars á þessu ári að ákvörðun um framhald viðræðna væri alfarið á forræði Íslands. „Evrópusambandið verður tilbúið að halda aðildarviðræðum áfram, þegar og ef Ísland tæki ákvörðun um það, en viðurkennir hvaða ákvörðun sem Ísland kann að taka,“ sagði hann þá. Sendiráð ESB á Ísland kýs hins vegar að svara því ekki hvort Ísland kynni að verða aðili að ESB tækist að ljúka samningum innan þeirra fimm ára tímamarka sem Juncker nefndi í ræðu sinni. „Við viljum síður tjá okkur um tilbúin dæmi og aðstæður,“ segir þar.Gunnar Bragi SveinssonMögulega skipta þessi tímamörk samt litlu máli í dæmi Íslands þar sem mjög ólíklegt verður að teljast að samningum verði lokið innan fimm ára. Þegar kjörtímabili sitjandi ríkisstjórnar, sem lýst hefur sig andsnúna áframhaldandi viðræðum, lýkur eru bara tvö ár eftir af þessu fimm ára tímabili. Þá á væntanlega eftir að kjósa um áframhald viðræðna hér innanlands og ljóst að yrði samþykkt að halda þeim áfram þá tæki nokkurn tíma að koma þeim af stað aftur. Skipa þyrfti samninganefndir á ný og opna jafnvel aftur kafla sem búið var að loka til þess að ganga úr skugga um að á þeim hefðu ekki orðið breytingar. Síðan þyrfti að semja um þá kafla sem enn þá standa út af, þar á meðal bæði landbúnaðar- og sjávarútvegsmál.Óttinn við útlendinga Að því gefnu að samningar tækjust þá ætti líka eftir að bera samninginn undir þjóðaratkvæði á Íslandi auk þess sem þjóðþing allra annarra aðildarríkja ESB þyrftu að staðfesta hann. Því mætti líta á yfirlýsingu Junkers í Evrópuþinginu sem pólitíska yfirlýsingu, byggða á raunsæju mati á stöðu þeirra viðræðna sem í gangi eru. Einnig má þó heyra vangaveltur um að staða Íslands kunni að hafa verið fjarri huga Junckers í ræðunni og orðunum beint inn í allt annan hóp. Í Evrópu hefur fylgi aukist við flokka sem aðhyllast þjóðernishyggju í einhverri mynd, svo sem sjá má á uppgangi Þjóðarfylkingarinnar, flokks Marie Le Pen í Frakklandi. Í þeim kreðsum hafa fylgismenn áhyggjur af straumi verkafólks frá bæði Tyrklandi og Austur-Evrópu sem fylgja kynni frekari stækkun sambandsins. Líklegt má teljast að Juncker hafi viljað róa þennan hóp með því að engra stórbreytinga væri að vænta í bráð.David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, og Alex Salmond, forsætisráðherra Skota, saman á hersýningu í júní 2011.Nordicphotos/AFPJean-Claude Juncker veldur fjaðrafoki víðar en á Íslandi Sambandssinnar og sjálfstæðissinnar í Skotlandi hafa hent á lofti yfirlýsingu nýkjörins forseta framkvæmdastjórnar ESB um fimm ára hlé á stækkun sambandsins og lesa hver með sínum augum. Meira að segja David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, kaus að túlka orð hans sem svo að Skotar gætu þurft að standa utan ESB í nokkur ár ákvæðu þeir að kjósa með sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni sem fram á að fara 18. september næstkomandi. Skotlandsdeild breska ríkisútvarpsins (BBC) sagðist hins vegar í fyrradag hafa, að lokinni rannsókn, komist að raun um að yfirlýsingin hefði ekki áhrif á stöðu Skotlands. Andstæðingar sjálfstæðis Skotlands höfðu hins vegar haldið því fram að þetta þýddi að Skotland kæmist ekki í ESB fyrir 2019 kysi landið að yfirgefa Bretland. BBC segir talskonu Junckers hins vegar hafa staðfest að með ummælum sínum hafi hann vísað til landa sem nú standa utan ESB. Með orðum sínum um að hann ætti erfitt með að sjá að ríki í aðildarviðræðum myndu uppfylla aðildarskilyrði innan fimm ára hafi hann átt við lönd sem þegar eiga í viðræðum um aðild, en það eru, auk Íslands, Svartfjallaland, Serbía, Tyrkland og Makedónía. Alex Salmond, forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar og helsti leiðtogi sjálfstæðissinna, vill að Skotland fái flýtimeðferð og gerist þannig 29. aðildarríki ESB. Hann telur mögulegt að semja um ESB-aðild sjálfstæðs Skotlands á átján mánuðum frá atkvæðagreiðslunni í september og þar til Skotland segði sig úr lögum við Bretland í mars 2016. (- óká, aí)
Fréttaskýringar Tengdar fréttir Framhaldið er í höndum Íslands Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) er reiðubúin að hefja aftur aðildarviðræður við Ísland, kjósi Íslendingar að gera það. Þetta kemur fram í svari sendiráðs ESB við fyrirspurn Fréttablaðsins. 18. júlí 2014 09:00 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Sjá meira
Framhaldið er í höndum Íslands Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) er reiðubúin að hefja aftur aðildarviðræður við Ísland, kjósi Íslendingar að gera það. Þetta kemur fram í svari sendiráðs ESB við fyrirspurn Fréttablaðsins. 18. júlí 2014 09:00