Blái hnötturinn verðlaunaður Friðrika Benónýsdóttir skrifar 9. júlí 2014 11:30 Andri Snær Magnason: „Það er lúxusvandamál höfundar þegar sögur hans hafa svona langan hala.“ Vísir/Valli Höfundar frá Suður-Afríku og Kanada hafa fengið þessi verðlaun, en þeir skrifa auðvitað á ensku og þetta er í fyrsta sinn sem þýdd bók hlýtur þau,“ segir Andri Snær Magnason spurður hvort þetta sé ekki örugglega í fyrsta sinn sem erlendur höfundur hlýtur hin virtu UKLA-verðlaun sem bók hans Sagan af bláa hnettinum hlaut í síðustu viku. Þýðingin er eftir Júlían Meldon D'Arcy og Áslaug Jónsdóttir myndskreytti bókina. Verðlaunin eru veitt í nokkrum flokkum og hlaut Sagan af bláa hnettinum þau í flokki bóka fyrir sjö til ellefu ára börn. UKLA er skammstöfun fyrir The United Kingdom Literacy Association, bresk samtök sem leggja áherslu á læsi skólabarna. „Þau skilgreina læsi mjög víðtækt,“ segir Andri Snær. „Samtökin fagna einmitt fimmtíu ára afmæli í ár og ég er nýkominn heim af stórri ráðstefnu í Brighton í tilefni af því.“ Andri Snær segir hugmyndina að baki verðlaununum vera þá að vekja athygli á og hvetja kennara til að fylgjast með því besta sem sé að gerast í barnabókmenntum. „Rannsóknir sýna að ef kennarar eru vel með á nótunum og duglegir að kynna bækur fyrir börnunum þá ná þau betri árangri í námi.“ Spurður hvaða þýðingu verðlaunin hafi fyrir hann sem höfund segir Andri Snær að fyrst og fremst sé bara mjög skemmtilegt að hljóta þessa viðurkenningu. „Þetta er mikill heiður og ég er auðvitað mjög montinn. Mér finnst þetta líka skemmtilegt í ljósi þess hversu ótrúlega langan tíma það tók að koma bókinni út á ensku. Það eru fimmtán ár síðan hún kom fyrst út hér heima en það var ekki fyrr en á síðasta ári sem enska þýðingin leit dagsins ljós.“ Á ráðstefnunni í Brighton hitti Andri Snær kennara sem höfðu verið að lesa Söguna af bláa hnettinum með nemendum og segist hann hafa glaðst mest yfir umsögnum þeirra. „Það var með bestu viðbrögðum sem ég hef fengið síðan bókin kom út. Þeir sögðu krakkana hafa púað þegar átti að hætta að lesa og helst viljað lesa söguna allan daginn.“ Leikritið sem gert var eftir Sögunni af bláa hnettinum gerir líka víðreist; var sýnt bæði í Gdansk í Póllandi og borgarleikhúsinu í Álaborg í Danmörku í vor og verður sett upp í Chicago í Bandaríkjunum í febrúar á næsta ári. „Hún mallar alveg ótrúlega vel, þessi saga,“ segir Andri Snær. „Ég er búinn að fara í þrjár utanlandsferðir vegna hennar það sem af er þessu ári. Það er lúxusvandamál höfundar þegar sögur hans hafa svona langan hala.“ Menning Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Höfundar frá Suður-Afríku og Kanada hafa fengið þessi verðlaun, en þeir skrifa auðvitað á ensku og þetta er í fyrsta sinn sem þýdd bók hlýtur þau,“ segir Andri Snær Magnason spurður hvort þetta sé ekki örugglega í fyrsta sinn sem erlendur höfundur hlýtur hin virtu UKLA-verðlaun sem bók hans Sagan af bláa hnettinum hlaut í síðustu viku. Þýðingin er eftir Júlían Meldon D'Arcy og Áslaug Jónsdóttir myndskreytti bókina. Verðlaunin eru veitt í nokkrum flokkum og hlaut Sagan af bláa hnettinum þau í flokki bóka fyrir sjö til ellefu ára börn. UKLA er skammstöfun fyrir The United Kingdom Literacy Association, bresk samtök sem leggja áherslu á læsi skólabarna. „Þau skilgreina læsi mjög víðtækt,“ segir Andri Snær. „Samtökin fagna einmitt fimmtíu ára afmæli í ár og ég er nýkominn heim af stórri ráðstefnu í Brighton í tilefni af því.“ Andri Snær segir hugmyndina að baki verðlaununum vera þá að vekja athygli á og hvetja kennara til að fylgjast með því besta sem sé að gerast í barnabókmenntum. „Rannsóknir sýna að ef kennarar eru vel með á nótunum og duglegir að kynna bækur fyrir börnunum þá ná þau betri árangri í námi.“ Spurður hvaða þýðingu verðlaunin hafi fyrir hann sem höfund segir Andri Snær að fyrst og fremst sé bara mjög skemmtilegt að hljóta þessa viðurkenningu. „Þetta er mikill heiður og ég er auðvitað mjög montinn. Mér finnst þetta líka skemmtilegt í ljósi þess hversu ótrúlega langan tíma það tók að koma bókinni út á ensku. Það eru fimmtán ár síðan hún kom fyrst út hér heima en það var ekki fyrr en á síðasta ári sem enska þýðingin leit dagsins ljós.“ Á ráðstefnunni í Brighton hitti Andri Snær kennara sem höfðu verið að lesa Söguna af bláa hnettinum með nemendum og segist hann hafa glaðst mest yfir umsögnum þeirra. „Það var með bestu viðbrögðum sem ég hef fengið síðan bókin kom út. Þeir sögðu krakkana hafa púað þegar átti að hætta að lesa og helst viljað lesa söguna allan daginn.“ Leikritið sem gert var eftir Sögunni af bláa hnettinum gerir líka víðreist; var sýnt bæði í Gdansk í Póllandi og borgarleikhúsinu í Álaborg í Danmörku í vor og verður sett upp í Chicago í Bandaríkjunum í febrúar á næsta ári. „Hún mallar alveg ótrúlega vel, þessi saga,“ segir Andri Snær. „Ég er búinn að fara í þrjár utanlandsferðir vegna hennar það sem af er þessu ári. Það er lúxusvandamál höfundar þegar sögur hans hafa svona langan hala.“
Menning Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira