Liggur þungt á mér Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. júlí 2014 07:00 Skúli Jón Friðgeirsson biður bara um að fá tækifæri til að sýna hvað í sér býr með Gefle í sænsku úrvalsdeildinni. Fréttablaðið/getty „Ég hef orðið fyrir gríðarlegum vonbrigðum með hvernig þetta hefur þróast,“ segir Skúli Jón Friðgeirsson, varnarmaður Gefle í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, í samtali við Fréttablaðið. Skúli Jón er í láni hjá liðinu frá Elfsborg sem hann gerði fjögurra ára samning við árið 2012. Hann fór til Gefle til að spila en lítið hefur orðið úr því. Sænska deildin er nýkomin úr sumarfríi en Gefle hefur spilað 13 leiki í henni. Skúli hefur komið inn á í einum leik og spilað í heildina 19 mínútur. Tólf sinnum hefur hann verið ónotaður varamaður.Ekki á heimleið „Ég lenti fyrir utan liðið og þjálfarinn er þrjóskur og spilar á sömu mönnunum þrátt fyrir að ekkert gangi,“ segir Skúli Jón, en liðið er í 13. og fjórða neðsta sæti með 12 stig, stigi fyrir ofan fallsvæðið. KR-ingar hafa fylgst grannt með gangi mála hjá Skúla Jóni sem fékk heldur ekkert að spila með Elfsborg í fyrra en þeir þurfa að bíða eitthvað lengur eftir því að varnarmaðurinn öflugi komi heim. „Ég klára tímabilið hérna að minnsta kosti. Þjálfarinn er búinn að lofa mér því að þetta breytist núna. Ég átti að spila um síðustu helgi þegar deildin kom úr sumarfríi en þá var ég veikur. En nú vann liðið þannig ég veit ekki hvað hann gerir fyrst hann hélt alltaf sama liðinu þegar við töpuðum. Ég er bara alltaf að bíða eftir því að fá minn leik,“ segir Skúli Jón.Kom til að spila Skúli Jón var fyrir utan hóp hjá Elfsborg nánast allt tímabilið í fyrra. Hann fór til Gefle í einum tilgangi: Að spila fótbolta. „Ég gekk út frá því að ég væri að fara að spila. Þess vegna kom ég nú hingað. Svo veit ég ekki bara hver andskotinn gerðist. Ég spilaði nokkra leiki á undirbúningstímabilinu og stóð mig vel. En svo valdi þjálfarinn einhverja aðra og hélt sig við þá sama hvað við töpuðum mörgum leikjum,“ segir Skúli Jón sem hefur engin svör fengið um af hverju hann fær svona fáar mínútur. „Þjálfarinn bara gaf mér ekki séns. Þetta er svipað og hjá Elfsborg í fyrra. Þar spilaði ég mjög vel á undirbúningstímabilinu en þegar deildin byrjaði var ég ekki í myndinni.“Orðinn pirraður Það verður seint sagt að dvöl Skúla Jóns í Svíþjóð hafi verið gæfurík. Hann kvaddi uppeldisfélag sitt, KR, með Íslandsmeistaratitli 2011 og samdi í kjölfarið við Elfsborg. Hann meiddist snemma sumarið 2012 og var frá út tímabilið. Síðan tók við martraðarsumarið í fyrra og nú þetta. „Þetta er búið að vera mjög erfitt og þetta liggur þungt á manni. Það er erfitt að komast upp úr svona aftur. Sjálfstraustið er ekkert í háum hæðum núna,“ segir hann en leyfir sér að hlæja. „Nú þarf maður bara að spyrna sér frá botninum en það er erfitt þegar maður fær engin tækifæri. Ég fæ ekki einu sinni tækifæri til að sýna að ég sé lélegur ef það er málið. Maður er bara orðinn meira pirraður núna frekar en eitthvað annað. Það er erfitt að halda sér jákvæðum í gegnum svona,“ segir Skúli Jón Friðgeirsson, varnarmaður Gefle. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Sjá meira
„Ég hef orðið fyrir gríðarlegum vonbrigðum með hvernig þetta hefur þróast,“ segir Skúli Jón Friðgeirsson, varnarmaður Gefle í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, í samtali við Fréttablaðið. Skúli Jón er í láni hjá liðinu frá Elfsborg sem hann gerði fjögurra ára samning við árið 2012. Hann fór til Gefle til að spila en lítið hefur orðið úr því. Sænska deildin er nýkomin úr sumarfríi en Gefle hefur spilað 13 leiki í henni. Skúli hefur komið inn á í einum leik og spilað í heildina 19 mínútur. Tólf sinnum hefur hann verið ónotaður varamaður.Ekki á heimleið „Ég lenti fyrir utan liðið og þjálfarinn er þrjóskur og spilar á sömu mönnunum þrátt fyrir að ekkert gangi,“ segir Skúli Jón, en liðið er í 13. og fjórða neðsta sæti með 12 stig, stigi fyrir ofan fallsvæðið. KR-ingar hafa fylgst grannt með gangi mála hjá Skúla Jóni sem fékk heldur ekkert að spila með Elfsborg í fyrra en þeir þurfa að bíða eitthvað lengur eftir því að varnarmaðurinn öflugi komi heim. „Ég klára tímabilið hérna að minnsta kosti. Þjálfarinn er búinn að lofa mér því að þetta breytist núna. Ég átti að spila um síðustu helgi þegar deildin kom úr sumarfríi en þá var ég veikur. En nú vann liðið þannig ég veit ekki hvað hann gerir fyrst hann hélt alltaf sama liðinu þegar við töpuðum. Ég er bara alltaf að bíða eftir því að fá minn leik,“ segir Skúli Jón.Kom til að spila Skúli Jón var fyrir utan hóp hjá Elfsborg nánast allt tímabilið í fyrra. Hann fór til Gefle í einum tilgangi: Að spila fótbolta. „Ég gekk út frá því að ég væri að fara að spila. Þess vegna kom ég nú hingað. Svo veit ég ekki bara hver andskotinn gerðist. Ég spilaði nokkra leiki á undirbúningstímabilinu og stóð mig vel. En svo valdi þjálfarinn einhverja aðra og hélt sig við þá sama hvað við töpuðum mörgum leikjum,“ segir Skúli Jón sem hefur engin svör fengið um af hverju hann fær svona fáar mínútur. „Þjálfarinn bara gaf mér ekki séns. Þetta er svipað og hjá Elfsborg í fyrra. Þar spilaði ég mjög vel á undirbúningstímabilinu en þegar deildin byrjaði var ég ekki í myndinni.“Orðinn pirraður Það verður seint sagt að dvöl Skúla Jóns í Svíþjóð hafi verið gæfurík. Hann kvaddi uppeldisfélag sitt, KR, með Íslandsmeistaratitli 2011 og samdi í kjölfarið við Elfsborg. Hann meiddist snemma sumarið 2012 og var frá út tímabilið. Síðan tók við martraðarsumarið í fyrra og nú þetta. „Þetta er búið að vera mjög erfitt og þetta liggur þungt á manni. Það er erfitt að komast upp úr svona aftur. Sjálfstraustið er ekkert í háum hæðum núna,“ segir hann en leyfir sér að hlæja. „Nú þarf maður bara að spyrna sér frá botninum en það er erfitt þegar maður fær engin tækifæri. Ég fæ ekki einu sinni tækifæri til að sýna að ég sé lélegur ef það er málið. Maður er bara orðinn meira pirraður núna frekar en eitthvað annað. Það er erfitt að halda sér jákvæðum í gegnum svona,“ segir Skúli Jón Friðgeirsson, varnarmaður Gefle.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Sjá meira