Um flutning Fiskistofu Árni Páll Árnason skrifar 3. júlí 2014 07:00 Fiskistofumálið hefur margar hliðar. Það er gott að styðja við atvinnuuppbyggingu í landsbyggðunum og það er ekkert sjálfgefið að öllum störfum sé markaður staður á höfuðborgarsvæðinu. Þess vegna hefur Samfylkingin talað fyrir störfum án staðsetningar og sýnt þá stefnu í verki þegar ný verkefni hafa orðið til sem þurft hefur að leysa, til dæmis þegar þurfti að fjölga mjög þýðendum vegna aðildarumsóknarinnar. Þess vegna höfum við komið í gegn stórum áföngum til jöfnunar húshitunarkostnaðar og flutningskostnaðar og viljum ganga þar enn lengra. Þess vegna höfum við lagt höfuðáherslu á háhraðatengingar og samgöngubætur um allt land. Það er ekki jafn sjálfgefið að flytja stofnanir með manni og mús milli landshluta. Reynslan hefur ekki sýnt að slíkar ákvarðanir eldist vel og tilraunir í þá veru hafa runnið út í sandinn. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar nú er greinilega óundirbúin og órökstudd. Engin greining hefur verið unnin á kostnaði og ábata og enginn veit hversu mörg störf eiga að flytjast norður. En ákvörðunin hefur þar fyrir utan á sér sérkennilegan brag. Það er eins og það sé orðið markmið forystu ríkisstjórnarinnar að gera út á þá togstreitu sem óhjákvæmilega er milli höfuðborgar og landsbyggðanna og magna hana sem kostur er, til að skapa flokkunum sérstöðu og auka fylgi þeirra í hinum dreifðu byggðum. „Við erum sko alvöru Íslendingar“ gæti verið einkunnarorð þessarar stefnu. Samband höfuðborgar og landsbyggða verður að byggja á gagnkvæmri virðingu. Höfuðborgin þarf á landsbyggðunum að halda og landsbyggðirnar á höfuðborginni. Landsbyggðirnar eiga undir högg að sækja og þurfa stuðnings við, enda býr fólk þar oftar við lakari kjör og félagslega stöðu. Við þurfum öfluga byggðastefnu sem byggir á bestu fáanlegri þekkingu, en ekki tilviljanakenndar ákvarðanir einstakra ráðherra í vinsældakapphlaupi. Það verður enginn meiri eða betri Íslendingur á að búa á einum stað eða öðrum og það er engum til góðs að kynda glæður óvildar að óþörfu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Sjá meira
Fiskistofumálið hefur margar hliðar. Það er gott að styðja við atvinnuuppbyggingu í landsbyggðunum og það er ekkert sjálfgefið að öllum störfum sé markaður staður á höfuðborgarsvæðinu. Þess vegna hefur Samfylkingin talað fyrir störfum án staðsetningar og sýnt þá stefnu í verki þegar ný verkefni hafa orðið til sem þurft hefur að leysa, til dæmis þegar þurfti að fjölga mjög þýðendum vegna aðildarumsóknarinnar. Þess vegna höfum við komið í gegn stórum áföngum til jöfnunar húshitunarkostnaðar og flutningskostnaðar og viljum ganga þar enn lengra. Þess vegna höfum við lagt höfuðáherslu á háhraðatengingar og samgöngubætur um allt land. Það er ekki jafn sjálfgefið að flytja stofnanir með manni og mús milli landshluta. Reynslan hefur ekki sýnt að slíkar ákvarðanir eldist vel og tilraunir í þá veru hafa runnið út í sandinn. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar nú er greinilega óundirbúin og órökstudd. Engin greining hefur verið unnin á kostnaði og ábata og enginn veit hversu mörg störf eiga að flytjast norður. En ákvörðunin hefur þar fyrir utan á sér sérkennilegan brag. Það er eins og það sé orðið markmið forystu ríkisstjórnarinnar að gera út á þá togstreitu sem óhjákvæmilega er milli höfuðborgar og landsbyggðanna og magna hana sem kostur er, til að skapa flokkunum sérstöðu og auka fylgi þeirra í hinum dreifðu byggðum. „Við erum sko alvöru Íslendingar“ gæti verið einkunnarorð þessarar stefnu. Samband höfuðborgar og landsbyggða verður að byggja á gagnkvæmri virðingu. Höfuðborgin þarf á landsbyggðunum að halda og landsbyggðirnar á höfuðborginni. Landsbyggðirnar eiga undir högg að sækja og þurfa stuðnings við, enda býr fólk þar oftar við lakari kjör og félagslega stöðu. Við þurfum öfluga byggðastefnu sem byggir á bestu fáanlegri þekkingu, en ekki tilviljanakenndar ákvarðanir einstakra ráðherra í vinsældakapphlaupi. Það verður enginn meiri eða betri Íslendingur á að búa á einum stað eða öðrum og það er engum til góðs að kynda glæður óvildar að óþörfu.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun