Franskur blær á Sigló Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 1. júlí 2014 11:30 Þessir kátu krakkar verða í hlutverki yrðlinga í ævintýraóperunni Baldursbrá sem frumflutt verður á Siglufirði næsta laugardag. Mynd/Björk Sigurðardóttir Hátíðin hefst á morgun og yfirskrift hennar er upp á frönsku, Sigló! – Je t'aime, eða Sigló! – Ég elska þig. Það er nefnilega franskur blær yfir hátíðinni,“ segir Gunnsteinn Ólafsson sem að vanda er í forsvari fyrir Þjóðlagahátíðina á Siglufirði. Hann nefnir setningartónleikana Rímnastrengi í Siglufjarðarkirkju annað kvöld, líka leik Selló-Stínu í Gránu klukkan 23 og þar á milli klezmertónleika hljómsveitarinnar Klezmer Kaos í Bátahúsinu klukkan 21.30. „Klezmer Kaos kemur frá París og það er íslensk stelpa, Heiða Björg Jóhannsdóttir, sem stofnaði þá hljómveit og er prímus mótor í henni,“ lýsir Gunnsteinn og heldur áfram: „Heiða er gríðarlega dugleg stúlka og er búin að fara með sveitina um allan heim. Sveitin er með tvenna tónleika, annars vegar þessa klezmertónlist sem er tónlist gyðinga og hins vegar franska tónlist og þá syngur Heiða því hún er söngkona líka.“ Gunnsteinn heldur áfram með franska þemað og nefnir næst franskt tríó sem spilar tónlist frá dögum Snorra Sturlusonar. „Þarna er fólk sem spilar á miðaldahljóðfæri og er í fremstu röð í heiminum í dag í þessum bransa, það er ekkert flóknara en það. Það kemur sérstaklega á Þjóðlagahátíðina og verður með tónleika, námskeið og dansnámskeið í miðaldadönsum.“ Fyrir utan ný og eldri þjóðlög í flutningi hinna ýmsu listamanna er harmóníkan eitt af trompum hátíðarinnar í ár. Búlgarskur harmóníkuleikari verður með námskeið og Harmóníkukvintett Reykjavíkur kemur fram, Gunnsteinn segir hann skipaðan mjög klárum krökkum sem spili erfiða og glæsilega tónlist. „Það er ljóst að harmóníkan er að ganga í endurnýjun lífdaga. Ég hlakka til að fá þessa krakka á hátíðina,“ segir hann.Gunnsteinn Ólafsson hefur staðið á bak við Þjóðlagahátíðina frá hún var haldin fyrst, árið 2000. Fréttablaðið/ArnþórKarlakór frá Færeyjum syngur og verður líka með færeyska dansa og kvæðamannakaffi verður á laugardeginum í Þjóðlagasetrinu. Þar koma allir sem kunna eitthvað að kveða, að sögn Gunnsteins, og fremstur meðal jafningja er Steindór Andersen. „Mig langar að geta þess að þarna verður frumflutt ævintýraópera eftir mig sem nefnist Baldursbrá og er búin að vera tvö og hálft ár í smíðum,“ segir Gunnsteinn. Reyndar gerði ég fyrstu drög að henni 1988 og fékk Böðvar Guðmundsson til að skrifa óperutexta eftir minni sögu. Svo lá efnið í skúffu þar til mér fannst ég verða að leyfa börnunum mínum að heyra þessa tónlist og er búinn að endurskrifa hana og útsetja fyrir kammersveit, fjóra einsöngvara og átta krakka.“ Menning Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Hátíðin hefst á morgun og yfirskrift hennar er upp á frönsku, Sigló! – Je t'aime, eða Sigló! – Ég elska þig. Það er nefnilega franskur blær yfir hátíðinni,“ segir Gunnsteinn Ólafsson sem að vanda er í forsvari fyrir Þjóðlagahátíðina á Siglufirði. Hann nefnir setningartónleikana Rímnastrengi í Siglufjarðarkirkju annað kvöld, líka leik Selló-Stínu í Gránu klukkan 23 og þar á milli klezmertónleika hljómsveitarinnar Klezmer Kaos í Bátahúsinu klukkan 21.30. „Klezmer Kaos kemur frá París og það er íslensk stelpa, Heiða Björg Jóhannsdóttir, sem stofnaði þá hljómveit og er prímus mótor í henni,“ lýsir Gunnsteinn og heldur áfram: „Heiða er gríðarlega dugleg stúlka og er búin að fara með sveitina um allan heim. Sveitin er með tvenna tónleika, annars vegar þessa klezmertónlist sem er tónlist gyðinga og hins vegar franska tónlist og þá syngur Heiða því hún er söngkona líka.“ Gunnsteinn heldur áfram með franska þemað og nefnir næst franskt tríó sem spilar tónlist frá dögum Snorra Sturlusonar. „Þarna er fólk sem spilar á miðaldahljóðfæri og er í fremstu röð í heiminum í dag í þessum bransa, það er ekkert flóknara en það. Það kemur sérstaklega á Þjóðlagahátíðina og verður með tónleika, námskeið og dansnámskeið í miðaldadönsum.“ Fyrir utan ný og eldri þjóðlög í flutningi hinna ýmsu listamanna er harmóníkan eitt af trompum hátíðarinnar í ár. Búlgarskur harmóníkuleikari verður með námskeið og Harmóníkukvintett Reykjavíkur kemur fram, Gunnsteinn segir hann skipaðan mjög klárum krökkum sem spili erfiða og glæsilega tónlist. „Það er ljóst að harmóníkan er að ganga í endurnýjun lífdaga. Ég hlakka til að fá þessa krakka á hátíðina,“ segir hann.Gunnsteinn Ólafsson hefur staðið á bak við Þjóðlagahátíðina frá hún var haldin fyrst, árið 2000. Fréttablaðið/ArnþórKarlakór frá Færeyjum syngur og verður líka með færeyska dansa og kvæðamannakaffi verður á laugardeginum í Þjóðlagasetrinu. Þar koma allir sem kunna eitthvað að kveða, að sögn Gunnsteins, og fremstur meðal jafningja er Steindór Andersen. „Mig langar að geta þess að þarna verður frumflutt ævintýraópera eftir mig sem nefnist Baldursbrá og er búin að vera tvö og hálft ár í smíðum,“ segir Gunnsteinn. Reyndar gerði ég fyrstu drög að henni 1988 og fékk Böðvar Guðmundsson til að skrifa óperutexta eftir minni sögu. Svo lá efnið í skúffu þar til mér fannst ég verða að leyfa börnunum mínum að heyra þessa tónlist og er búinn að endurskrifa hana og útsetja fyrir kammersveit, fjóra einsöngvara og átta krakka.“
Menning Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira