Menning

Hafin yfir hreppapólitíkina

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Dóra sinnir myndlistinni.
Dóra sinnir myndlistinni. Mynd/úr einkasafni
„Fólk verður að vinna að verkum sínum, útskurði, myndlist og matargerð en samtökin snúast ekki bara um verklega iðju, heldur líka lagasmíð og leiklist,“ segir Dóra Sigurðardóttir um opið hús á vegum samtakanna Hugverks í heimabyggð.

Það er í safnaðarheimili Oddakirkju að Dynskálum 8 á Hellu frá 3. til 5. júlí frá klukkan 11 til 19.

Samtökin voru stofnuð í byrjun ársins og þetta er þriðji viðburðurinn á vegum þeirra, félagar eru um 40 og fer ört fjölgandi, að sögn Dóru.

„Draumurinn er að samtökin nái yfir allt Suðurland og verði hafin yfir hreppapólitík,“ segir hún.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.