Menningarstofnanir borgarinnar kynntar Friðrika Benónýsdóttir skrifar 30. júní 2014 13:00 Meðal þeirra stofnana sem staldrað er við er tónlistarhúsið Harpa. Vísir/GVA „Við köllum þetta Reykjavík Safari, sem er árleg ganga þar sem gengið er um miðbæinn og menningarstofnanir Reykjavíkurborgar kynntar á ýmsum tungumálum,“ segir Bergsveinn Þórsson, verkefnastjóri hjá Borgarsögusafni Reykjavíkur, spurður um menningargönguna sem fram fer á fimmtudagskvöldið, 3. júlí. „Við erum að reyna að ná til íbúa höfuðborgarsvæðisins af erlendum uppruna og kynna þeim hvað stendur til boða hjá þessum stofnunum. Við komum við á Listasafni Reykjavíkur, Landnámssýningunni, göngum um Lækjargötuna og stoppum hjá Stjórnarráðinu, það er komið við hjá Hörpu og talað um hana. Það er sem sagt bæði verið að segja frá sögulegum húsum og stöðum og svo þessum menningarstofnunum.“Borgarstjórinn leiðir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri mun leiða gönguna fyrsta spölinn.Gangan skiptist í sex hópa eftir tungumálum og í ár fara kynningarnar fram á íslensku, ensku, pólsku, arabísku, víetnömsku og frönsku. „Við reynum að breyta því hvaða tungumál eru í boði á hverju ári og í ár bjóðum við til dæmis í fyrsta skipti upp á kynningu á arabísku,“ segir Bergsveinn. „Gangan hefst við Grófarhús, aðalsafn Borgarbókasafnsins, Tryggvagötu 15 klukkan 20. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri mun að þessu sinni leiða Reykjavík Safarí af stað. Það leggja sem sagt allir af stað í einu en síðan skiptist hópurinn upp eftir tungumálum og sameinast síðan við Grófarhúsið eftir um það bil klukkustund. Þar verður boðið upp á hressingu og skemmtun frá Sirkus Íslands. Fimleikadúett leikur listir sínar og býður þeim sem þora að taka þátt.“ Þetta er sjöunda sumarið sem boðið er upp á göngur af þessu tagi en þær eru hluti af kvöldgöngudagskrá menningarstofnana Reykjavíkurborgar undir heitinu Kvöldgöngur. Bergsveinn segir þátttökuna yfirleitt hafa verið góða og almenna ánægju hafa ríkt með framtakið. Að þessari göngu standa Borgarbókasafn, Listasafn og Borgarsögusafn Reykjavíkur svo og Reykjavík – Bókmenntaborg UNESCO. Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Við köllum þetta Reykjavík Safari, sem er árleg ganga þar sem gengið er um miðbæinn og menningarstofnanir Reykjavíkurborgar kynntar á ýmsum tungumálum,“ segir Bergsveinn Þórsson, verkefnastjóri hjá Borgarsögusafni Reykjavíkur, spurður um menningargönguna sem fram fer á fimmtudagskvöldið, 3. júlí. „Við erum að reyna að ná til íbúa höfuðborgarsvæðisins af erlendum uppruna og kynna þeim hvað stendur til boða hjá þessum stofnunum. Við komum við á Listasafni Reykjavíkur, Landnámssýningunni, göngum um Lækjargötuna og stoppum hjá Stjórnarráðinu, það er komið við hjá Hörpu og talað um hana. Það er sem sagt bæði verið að segja frá sögulegum húsum og stöðum og svo þessum menningarstofnunum.“Borgarstjórinn leiðir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri mun leiða gönguna fyrsta spölinn.Gangan skiptist í sex hópa eftir tungumálum og í ár fara kynningarnar fram á íslensku, ensku, pólsku, arabísku, víetnömsku og frönsku. „Við reynum að breyta því hvaða tungumál eru í boði á hverju ári og í ár bjóðum við til dæmis í fyrsta skipti upp á kynningu á arabísku,“ segir Bergsveinn. „Gangan hefst við Grófarhús, aðalsafn Borgarbókasafnsins, Tryggvagötu 15 klukkan 20. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri mun að þessu sinni leiða Reykjavík Safarí af stað. Það leggja sem sagt allir af stað í einu en síðan skiptist hópurinn upp eftir tungumálum og sameinast síðan við Grófarhúsið eftir um það bil klukkustund. Þar verður boðið upp á hressingu og skemmtun frá Sirkus Íslands. Fimleikadúett leikur listir sínar og býður þeim sem þora að taka þátt.“ Þetta er sjöunda sumarið sem boðið er upp á göngur af þessu tagi en þær eru hluti af kvöldgöngudagskrá menningarstofnana Reykjavíkurborgar undir heitinu Kvöldgöngur. Bergsveinn segir þátttökuna yfirleitt hafa verið góða og almenna ánægju hafa ríkt með framtakið. Að þessari göngu standa Borgarbókasafn, Listasafn og Borgarsögusafn Reykjavíkur svo og Reykjavík – Bókmenntaborg UNESCO.
Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp