Ekki tolla í tísku – en gerðu það samt Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 28. júní 2014 13:00 Hér sést ofurfyrirsætan Cara Delevingne í of stórri hettupeysu. Hún fær tíu í Normcore-kladdann. Hugtakið Normcore sameinar orðin „normal“, eða eðlilegt og „hardcore“, eða harður, og var búið til af K-Hole, fyrirtæki sem spáir um hvað koma skal í hinum ýmsu tískustefnum. Hugmyndin á bak við Normcore er einföld. Þeir sem aðhyllast stefnuna passa sig að skera sig ekki úr fjöldanum með því að klæðast hversdagslegum fötum. Þetta fólk er sem sagt í tísku án þess að vera í tísku. Þetta þýðir þó ekki að Normcore-arar séu ekki hipp og kúl. Þeir klæðast ekki hverju sem er heldur velja Normcore-fatnaðinn af kostgæfni. Það sem flokkast undir Normcore eru meðal annars bolir, flíspeysur, hettupeysur, kakíbuxur, gallabuxur og póló-bolir. Bindi og blússur tilheyra til dæmis ekki Normcore-tískunni. Þá mega fylgismenn Normcore alls ekki klikka á því að vera í hvítum sokkum við opna sandala á tyllidögum. Fatnaður sem gæti kallast Normcore er fjöldaframleiddur, oftast nær í Asíulöndum, fyrir stórar verslunarkeðjur, svo sem GAP, Jack & Jones og Abercrombie & Fitch.Hönnuðurinn Andrea Crews bauð upp á hið geysivinsæla sokka- og sandalakombó á tískuvikunni í París í vikunni.Á tískuvikunni í París, þar sem vor- og sumartíska næsta árs var kynnt fyrir stuttu, sáu hins vegar glöggir tískuspekúlantar að Normcore-tískan hefur rutt sér til rúms hjá heimsfrægum hönnuðum. Það er því um að gera að draga fram gömlu Fruit of the Loom-bolina og jafnvel Carhart-buxurnar sem fögnuðu mikilli velgengni fyrir aldamótin síðustu og tolla í tísku – án þess þó að gera það. Ert þú Normcore? Ef þú svarar meirihluta af eftirfarandi spurningum rétt smellpassar þú í normcore-tískusveifluna: 1. Lítur þú á Barack Obama sem tískutákn? 2. Lítur þú á karakterana í Seinfeld sem tískutákn? 3. Borðar þú franskbrauð oftar en einu sinni í mánuði? 4. Verslar þú í Hagkaup? 5. Gengur þú allajafna með derhúfu? 6. Horfir þú á The Big Bang Theory? 7. Gengur þú í khaki-buxum? 8. Gætirðu hugsað þér að vera í sokkum við opna sandala? 9. Borðar þú unnar kjötvörur eða frosnar, tilbúnar máltíðir? 10. Hlustar þú á U2? Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Fleiri fréttir Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira
Hugtakið Normcore sameinar orðin „normal“, eða eðlilegt og „hardcore“, eða harður, og var búið til af K-Hole, fyrirtæki sem spáir um hvað koma skal í hinum ýmsu tískustefnum. Hugmyndin á bak við Normcore er einföld. Þeir sem aðhyllast stefnuna passa sig að skera sig ekki úr fjöldanum með því að klæðast hversdagslegum fötum. Þetta fólk er sem sagt í tísku án þess að vera í tísku. Þetta þýðir þó ekki að Normcore-arar séu ekki hipp og kúl. Þeir klæðast ekki hverju sem er heldur velja Normcore-fatnaðinn af kostgæfni. Það sem flokkast undir Normcore eru meðal annars bolir, flíspeysur, hettupeysur, kakíbuxur, gallabuxur og póló-bolir. Bindi og blússur tilheyra til dæmis ekki Normcore-tískunni. Þá mega fylgismenn Normcore alls ekki klikka á því að vera í hvítum sokkum við opna sandala á tyllidögum. Fatnaður sem gæti kallast Normcore er fjöldaframleiddur, oftast nær í Asíulöndum, fyrir stórar verslunarkeðjur, svo sem GAP, Jack & Jones og Abercrombie & Fitch.Hönnuðurinn Andrea Crews bauð upp á hið geysivinsæla sokka- og sandalakombó á tískuvikunni í París í vikunni.Á tískuvikunni í París, þar sem vor- og sumartíska næsta árs var kynnt fyrir stuttu, sáu hins vegar glöggir tískuspekúlantar að Normcore-tískan hefur rutt sér til rúms hjá heimsfrægum hönnuðum. Það er því um að gera að draga fram gömlu Fruit of the Loom-bolina og jafnvel Carhart-buxurnar sem fögnuðu mikilli velgengni fyrir aldamótin síðustu og tolla í tísku – án þess þó að gera það. Ert þú Normcore? Ef þú svarar meirihluta af eftirfarandi spurningum rétt smellpassar þú í normcore-tískusveifluna: 1. Lítur þú á Barack Obama sem tískutákn? 2. Lítur þú á karakterana í Seinfeld sem tískutákn? 3. Borðar þú franskbrauð oftar en einu sinni í mánuði? 4. Verslar þú í Hagkaup? 5. Gengur þú allajafna með derhúfu? 6. Horfir þú á The Big Bang Theory? 7. Gengur þú í khaki-buxum? 8. Gætirðu hugsað þér að vera í sokkum við opna sandala? 9. Borðar þú unnar kjötvörur eða frosnar, tilbúnar máltíðir? 10. Hlustar þú á U2?
Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Fleiri fréttir Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira