Stúlkurnar frá Rómönsku Ameríku hafa vinninginn Friðrika Benónýsdóttir skrifar 28. júní 2014 13:30 Esmeralda Santiago Í afþreyingarbókaflóði sumarsins bera tvær bækur höfuð og herðar yfir aðrar. Báðar eru þær skrifaðar af bandarískum konum sem eiga það sameiginlegt að hafa búið í æsku í Rómönsku Ameríku. Jennifer Clement býr reyndar enn í Mexíkóborg en hefur í millitíðinni búið í New York og Paris og Esmeralda Santiago flutti sem barn til New York frá Púertó Ríkó og og býr enn í nágrenni borgarinnar. Bók hennar, Stúlkan frá Púertó Ríkó, er fyrsti hluti sjálfsævisögu hennar og segir frá árunum í Púertó Ríkó, flutningnum til New York og fyrstu árunum þar. Bók Clement, Beðið fyrir brottnumdum, er hins vegar skáldsaga sem lýsir lífi ungrar stúlku, Ladydi Garcia Martinez, sem býr í litlu þorpi skammt frá Acapulco í Mexíkó. Bækurnar eru mjög ólíkar en lýsa báðar sárri reynslu og niðurlægingu. Bók Santiago endar á jákvæðum nótum þegar hún hefur fengið inngöngu í leiklistarskóla og sér fram á breytingu á högum sínum og bók Clement endar sömuleiðis með bjartsýni, þótt allt sem lýst hefur verið fyrr í bókinni um það sem býður Mexíkóa sem reyna að komast ólöglega inn í BNA gefi svo sem ekki ástæðu til að ætla að þrengingum Ladydi sé þar með lokið. Bækurnar eiga það hins vegar sameiginlegt að vera sjaldgæflega vel skrifaðar og bera með sér liti, líf og lykt sem allt of sjaldan berast inn á borð íslenskra lesenda. Þrátt fyrir kröpp kjör og miklar ógnir sem steðja að ungum stúlkum í ofurveldi eiturlyfjabarónanna í Mexíkó er Beðið fyrir brottnumdum full af gleði og gáska og persóna Ladydi svo lifandi að lesandinn verður ástfanginn af henni á fyrstu síðu. Aukapersónur, einkanlega móðirin, eru líka skemmtilegar og þrátt fyrir allar hremmingarnar sem á dynja í sögunni er það með hlýju í hjarta sem maður leggur hana frá sér að lestri loknum. Esmeralda, Stúlkan frá Púertó Ríkó, verður manni ekki eins hjartfólgin en, þótt undarlegt megi virðast, taka hremmingarnar í sögu hennar meira á lesandann en skelfingin sem vofir yfir Ladydi í gegum alla söguna. Báðar eru bækurnar þeirrar gerðar að strax eftir nokkrar blaðsíður er lesandinn genginn inn í heim stúlknanna og á erfitt með að slíta sig þaðan fyrr en að lesinni síðustu blaðsíðu. Sannarlega kærkominn og litaglaður sumarauki í rigningunni. Ekki spillir fyrir að þýðingar beggja bókanna eru vel unnar eins og vænta mátti af þýðendunum Ingunni Snædal, sem þýddi Beðið fyrir brottnumdum sem Bjartur gefur út, og Herdísi Magneu Hübner, sem þýðir Stúlkuna frá Púertó Ríkó fyrir Sölku. Það er full ástæða til að hvetja alla sem vilja að bækur heilli sig og hreifi við sér til að kíkja á þessar tvær. Menning Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Í afþreyingarbókaflóði sumarsins bera tvær bækur höfuð og herðar yfir aðrar. Báðar eru þær skrifaðar af bandarískum konum sem eiga það sameiginlegt að hafa búið í æsku í Rómönsku Ameríku. Jennifer Clement býr reyndar enn í Mexíkóborg en hefur í millitíðinni búið í New York og Paris og Esmeralda Santiago flutti sem barn til New York frá Púertó Ríkó og og býr enn í nágrenni borgarinnar. Bók hennar, Stúlkan frá Púertó Ríkó, er fyrsti hluti sjálfsævisögu hennar og segir frá árunum í Púertó Ríkó, flutningnum til New York og fyrstu árunum þar. Bók Clement, Beðið fyrir brottnumdum, er hins vegar skáldsaga sem lýsir lífi ungrar stúlku, Ladydi Garcia Martinez, sem býr í litlu þorpi skammt frá Acapulco í Mexíkó. Bækurnar eru mjög ólíkar en lýsa báðar sárri reynslu og niðurlægingu. Bók Santiago endar á jákvæðum nótum þegar hún hefur fengið inngöngu í leiklistarskóla og sér fram á breytingu á högum sínum og bók Clement endar sömuleiðis með bjartsýni, þótt allt sem lýst hefur verið fyrr í bókinni um það sem býður Mexíkóa sem reyna að komast ólöglega inn í BNA gefi svo sem ekki ástæðu til að ætla að þrengingum Ladydi sé þar með lokið. Bækurnar eiga það hins vegar sameiginlegt að vera sjaldgæflega vel skrifaðar og bera með sér liti, líf og lykt sem allt of sjaldan berast inn á borð íslenskra lesenda. Þrátt fyrir kröpp kjör og miklar ógnir sem steðja að ungum stúlkum í ofurveldi eiturlyfjabarónanna í Mexíkó er Beðið fyrir brottnumdum full af gleði og gáska og persóna Ladydi svo lifandi að lesandinn verður ástfanginn af henni á fyrstu síðu. Aukapersónur, einkanlega móðirin, eru líka skemmtilegar og þrátt fyrir allar hremmingarnar sem á dynja í sögunni er það með hlýju í hjarta sem maður leggur hana frá sér að lestri loknum. Esmeralda, Stúlkan frá Púertó Ríkó, verður manni ekki eins hjartfólgin en, þótt undarlegt megi virðast, taka hremmingarnar í sögu hennar meira á lesandann en skelfingin sem vofir yfir Ladydi í gegum alla söguna. Báðar eru bækurnar þeirrar gerðar að strax eftir nokkrar blaðsíður er lesandinn genginn inn í heim stúlknanna og á erfitt með að slíta sig þaðan fyrr en að lesinni síðustu blaðsíðu. Sannarlega kærkominn og litaglaður sumarauki í rigningunni. Ekki spillir fyrir að þýðingar beggja bókanna eru vel unnar eins og vænta mátti af þýðendunum Ingunni Snædal, sem þýddi Beðið fyrir brottnumdum sem Bjartur gefur út, og Herdísi Magneu Hübner, sem þýðir Stúlkuna frá Púertó Ríkó fyrir Sölku. Það er full ástæða til að hvetja alla sem vilja að bækur heilli sig og hreifi við sér til að kíkja á þessar tvær.
Menning Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira