Lífið

Trylltir tvífarar í Game of Thrones

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Sjónvarpsþáttaröðin Game of Thrones er ein sú vinsælasta í heiminum í dag.

Karakterarnir eru jafn misjafnir og þeir eru margir en flestir þeirra sem eru í aðalhlutverki eiga sér tvífara úr poppmenningunni.

Karma Chameleon

Leikkonan Sophie Turner fer með hlutverk Sönsu Stark en minnir oft á tónlistarmanninn Boy George þegar hann var upp á sitt besta á níunda áratugnum.

Þú og ég

Ef ekki fer vel fyrir Theon Greyjoy, sem leikinn er af Alfie Allen, gæti hann vel orðið staðgengill Harrys Styles í strákasveitinni One Direction.

Aðskildar við fæðingu?

Leikkonan Maisie Williams, sem leikur Arya Stark, setti mynd af sér á Twitter við hliðina á mynd af söngkonunni Lorde og gætu þær hæglega verið systur.

Kóngurinn og kántrísöngvarinn

Jack Gleeson túlkar hinn óþolandi kóng Joffrey Baratheon og er karakterinn ekkert líkur kántrísöngvaranum sjarmerandi Hunter Hayes. Þeir gætu hins vegar verið bræður ef aðeins er dæmt eftir útlitinu.

Mjaðmirnar ljúga ekki

Daenerys Targaryen, sem leikin er af Emiliu Clarke, er eins og klippt út úr tónlistarmyndbandi með söngkonunni Shakiru.

Tindrandi augu

Kit Harington leikur Jon Snow í þáttunum en er sláandi líkur söngvaranum John Mayer, sérstaklega þegar sá síðarnefndi var enn með sítt hár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.